Útikennsla hjá 1. – 3. bekk K

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í útikennslu í gær 5. mars voru nemendur að teikna fjölbreytt listaverk í snjóinn. Nemendur í 1. – 3. bekk Kleppjárnsreykjadeildar nýttu sér góða veðrið og máluðu með penslum og vatnsþynntum þekjulitum á snjóinn. Fjölbreytt og skemmtileg listaverk fyrir utan allar frábæru umræðurnar sem áttu sér stað.