Útinám á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Mánudaginn 4.nóvember voru nemendur miðstigs og yngstastigs í hefðbundnum útitímum sem þeir sækja einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn.

Veðrið lék við okkur þar sem að snjórinn kíkti aðeins á okkur en sem betur fer í logninu hérna á Varmalandi. Nemendur miðstigs lærðu að klippa/saga sér grein í víðilimgerðinu okkar. Lærðu að fara með verkfæri og hvernig á að saga greinar frá stofni trésins. Að því loknu hreinsuðu nemendur sína grein og gerðu hana klára til eldamennsku. Þegar í skóginn var komið lærðu þeir að útbúa sína eigin pítsu til þess að baka á prikinu yfir eldi.

Nemendur yngsta stig fengu einnig að baka pítsu á priki og fórst þeim það vel úr hendi. Það mátti sjá gleði og ánægju úr hverju andliti þrátt fyrir að verkefnið hafi verið æfing í þolinmæði. Ekki skemmir fyrir að þegar maður hefur æft sig í þolinmæðinni og þrautseigjunni að fá pítsubita til þess að njóta erfiðisins.