Útival á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á haust dögum hafa nemendur í útivali á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum unnið við að bæta útikennslusvæði skólans. Fyrsta verk þeirra var að færa og bæta eldstæðið sem þar er. Nemendur byrjuðu á að jarðvegsskipta og drena svæðið. Síðan var hlaðið upp eldstæði og það prufukeyrt með því að kveikja bál, hita kakó og grilla brauð.