Venja 1

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Unnið var við að endurnýja rammanna með venjunum 7 á Þemadögunum 6. til 8. október

Venja 1.: Taktu af skarið / vertu virkur. Venja persónulegrar ábyrgðar

  • Staldraðu við áður en þú bregst við og veldu viðbrögðin þín. Þú getur skapað rými milli þess sem hendir þig og viðbragða þinna. Í því rými hefurðu frelsi til að velja viðbrögð þín í stað þessa að bregðast eingöngu við á grundvelli skapsmuna, tilfinninga eða aðstæðna.
  • Notaðu virkt tungutak: ég get, ég kýs. Orð þín endurspegla hugsunarhátt þinn. Virkt tungutak hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemina sem bætir hugsun þína og líðan. Þegar þú notar virkt tungutak tekurðu ábyrgð á eigin lífi og aðrir sjá þig sem hæfari einstakling.
  • Einblíndu á áhrifahringinn þinn, ekki áhyggjuhringinn. Það er ótalmargt sem hægt er að hafa áhyggjur af í lífinu, margt af því er innan áhyggjuhringsins Þegar þú ert virk(ur) einbeitirðu þér einungis að því sem þú hefur stjórn á því sem er innan áhrifahringsins. Þegar þú gerir þetta aukast áhrif þín.