Venja 2 – Í upphafi skal endinn skoða

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Venja 2.: Í upphafi skal endinn skoða. Venja persónulegrar sýnar

Þegar þú skoðar endinn í upphafi skilgreinir þú með skýrum hætti sýn þína og tilgang í lífinu. Þetta mun breyta öllu.

  • Settu þér markmið og ákveddu hvernig þú hyggst ná þeim. Persónuleg markmið standa fyrir tilgang lífs þíns. Þau hjálpa þér að móta þína eigin framtíð í stað þess að láta hana mótast af öðru fólki eða aðstæðum.
  • Sjáðu niðurstöðuna fyrir þér áður en þú hefst handa. Allt verður fyrst til í huga þínum. Þegar þú nærð árangri gefurðu þér tíma til að þróa skýra hugmynd um það sem þú vilt áorka áður en þú hefst handa.