Venja 4: Sigrum saman. Venja sameiginlegra hagsmuna – þú vilt að allir vinni
Þegar þú hugsar Vinn-Vinn, leitarðu eftir sameiginlegum hag í öllum samskiptum.
- Hvernig kem ég auga á ávinninga fyrir alla? Þú hefur það hugarfar að nóg sé til handa öllum. Þannig losnar þú við þá tilfinningu að velgengni annarra ógni þér.
- Leggðu inn á Tilfinningabanka annarra, þannig byggir þú upp traust sem leiðir til árangursríkari sambanda.
- Hugleiddu sigra annarra til jafns við þína eigin. Gefðu þér tíma til að koma auga á ávinning allra líka þína eigin.
Tilfinningabankinn er samlíking fyrir það magn trausts sem er fyrir hendi í sambandi. Að leggja inn (t.d. með því að öðlast fyrst skilning, standa við loforð og sýna vinsemd og virðingu) byggir upp traust og leiðir til árangursríkari sambanda.