Venja 5 – Skilningsrík hlustun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Venja 5: Leitastu fyrst við að skilja, síðan að vera skilinn. Venja skilningsríkra samskipta.

Þú munt hafa meiri áhrif á annað fólk ef þú byrjar á því að skilja það í raun og veru.

  • Hvernig get ég skilið aðra betur? Æfðu skilningsríka hlustun. Þegar þú hlustar með skilningsríkum hætti kemstu að kjarna þess sem skiptir hinn aðilann máli, hvort sem þú ert sammála eða ekki.
  • Gerðu þig skiljanlega(n) með virðingu. Þegar þú ert viss um að öðrum finnist þeir hafa komið sínum hugmyndum til skila, getur þú deild þínu eigin sjónarmiði skýrt og af virðingu.