Mánudaginn 28. október og þriðjudaginn 29. október er vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar. Miðvikudaginn 30. október er starfsdagur þar sem starfsmenn skólans sitja námskeið um Leiðtogann í mér. Nemendur mæta síðan galvaskir aftur til starfa fimmtudaginn 31. október.