Vetrarleikar 1. og 2. bekkjar á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tilefni af snjó, ólympíuleikum og árstíðarþema voru vetrarleikar hjá 1 og 2 bekk í dag föstudaginn 11. febrúar.

Keppt var í óvenjulegum þrautum eins og Stormi í vatnsglasi en þar þurfu nemendur að blása pappaglasi ákveða vegalengd.

Sviptivindi en þá þurftu þau að koma snjókornum (pappa) í mark með því að sveifla pappadisk og reyna að feykja þeim í mark.

Ísmolasöfnun en þá reyndu þau að grípa stærðfræðikubba með matarprjónum og flytja þá milli staða.

Hvifilvindi, en þá reyndu nemendur að hitta krónupeningum glerkrukku sem var staðsett í fötu fullri af vatni.

Mjög svo skemmtilegar þrautir sem að nemendur skemmtu sér vel við að leysa.