Vetrarríki

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa notið þess að hafa aukinn snjó á skólasvæðinu og hafa verið að vinna í hópum að því að útbúa snjóhús, snjógöng og fleira. Einnig var gefinn aukatími í liðinni viku þar sem nemendur og starfsmenn útbjuggu rennibraut á Mylluhól þar sem allir gátu rennt sér á ruslapokum niður brekkuna.