Á miðstigi á Kleppjárnsreykjum er hópur í heimilisfræði að vinna verkefnið Krakkar kokka sem er á vegum Matís. Framkvæmd verkefnisins felst í stuttu máli í því að nemendur fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, matarhefðir og auðlindir eigin svæðis.Hluti af verkefninu er að fara í vettvangsferð til hráefnisöflunar í villta náttúruna og/eða til frumframleiðanda á svæðinu. Í dag fóru nemendur í vettvangsferðina og fóru á fjóra bæi í sveitinni þar sem þeir fengu kindahakk, mjólk, geitaost og egg. Í næstu viku munu nemendur síðan matreiða úr hráefninu sem sótt var og neyta matarins að lokum.