Það var mikil hátíð hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk . Þannig vill til að fyrir jól tóku nemendur þátt í lestraráskorun sem heitir 100 bækur. Þessi 100 bóka lestraráskorun er á hálfs árs fresti þannig að þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt. Nemendur sem taka þátt eiga að ná því markmiði að lesa 100 bækur innan ákveðins tíma. Í okkar hópi þ.e. 5.-7.bekk voru þrír sem náðu þessum áfanga. Tveir nemendur voru dregnir úr með bestan árangur á landsvísu. Þriðji nemandinn fékk viðurkenningarskjal, en var því miður veikur heima þegar viðurkenningarnar voru veittar. Ernir Ívarsson 6. bekk vann keppnina fyrir að lesa vel og mikið, Hugo Hidalgo Cubas 5. bekk fékk viðurkenningu fyrir að lesa flestar bækur á landsvísu, Aníta Björk Ontiveros 6. bekk fékk viðurkenningarskjal fyrir að ná að lesa 100 bækur. Til viðbótar við miklar og fallegar gjafir var öllum nemendum á miðstigi boðið uppá flotta og góða marsipanköku. Við þökkum þeim Unni Maríu og Ólafi hjá Kennari.is kærlega fyrir komuna og allar viðurkenningarnar. Þær verður örugglega mikil
lestrarhvatning fyrir bekkjarfélaga og jafnvel aðra þegar þessi viðurkenning spyrst út um skólann. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta verkefni nánar geta farið inná vefsíðuna Kennarinn.is
Kveðja Gróa Erla og Þorbjörg umsjónarkennarar.
Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu GBF