Síðustu vikur hafa nemendur Hvanneyrardeildar verið að vinna í víkingaþema út frá bókunum Litlu Landnemarnir, Landnámsmennirnir og Snorra Sögu. Nemendur gerðu hugarkort með sínum landnámsmanni og bjuggu hann til í dúkkulísuformi. Þeir sömdu sögu um víkinginginn sinn sem þer lásu inn á Seesaw, þá voru búnir til skyldir þar sem þurfti að pússa og pússa til þess að fá hann fínan, þá var teiknuð mynd á skjöldinn hann málaður og merktur með rúnaletri.

Við vorum svo ótrúlega heppin að fá fjársjóðkistu að láni sem innihélt fullt af fatanði sem víkingar klæddust. Nemendur fengu að prófa að máta þann búning sem þeir vildu og höfðu þeir mikinn áhuga á að skoða víkingadótið. Ekki spillt fyrir að vera komin með þennan fína skjöld.

