Á Hvanneyri hefur myndast sú hefð að vinahópar leikskólans Andabæjar og Hvanneyrardeildar hittast í kringum Valentínusardaginn. Á föstudaginn var ákveðið að hafa hitting þar sem 1., 4. og 5. bekkur fóru út í leikskóla til þess að leika við yngri krakkana á meðan elsta deildin á Andabæ, Goðheimar, komu til þess að vera með 2. og 3. bekk í grunnskólahúsnæðinu. Mikið var leikið, spilað, föndrað og spjallað ásamt því að tekinn var dansæfing í lokin.
