Í gærmorgun mynduðu nemendur Varmalandsdeildar svokallaða vinakeðju frá skólahúsnæðinu upp að Laugahnúk fyrir ofan skólann. Nemendur eldri bekkja leiddu þá yngri og báru kyndla upp að hnúknum. Þegar upp var komið var kveikt á stórri jólastjörnu sem mun standa logandi fram yfir hátíðirnar. Nemendur sungu nokkur jólalög undir dyggri stjórn Gróu Erlu áður en þeir gengur niður aftur og inn í skóla þar sem boðið var uppá heitt kakó og piparkökur. Margir aðstandendur og íbúar sveitarinnar komu og tóku þátt með okkur og jók það vissulega á ánægjuna.


