Þann 1. desember ár hvert fara nemendur, foreldrar, skólahópur og starfsmenn gangandi með kyndla upp á Laugahnjúk þar sem þau mynda vinakeðju, syngja jólalög og kveikja síðan á stórri stjörnu sem lýsir yfir Varmaland fram yfir áramótin.
Að þessu loknu koma allir inn í heitt kakó og smákökur. Þetta árið var einnig farið inn í jólaföndur þar sem nemendur og gestir gátu gengið á milli stöðva og unnið fjölbreytt verkefni líkt og t.d. skreyta jólakerti, klippa út jólasokk, búa til engil, skreyta piparkökur, gera jólakort og fleira. Þetta var notaleg stund sem allir nutu í byrjun desember mánaðar.