Vísindadagur yngstastig á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á föstudaginn síðasta var vísindadagur á yngstastigi á Kleppjárnsreykjum. Ástæða dagsins var að nemendur safna stjörnum fyrir að vera jákvæðir leiðtogar og þegar þau eru komin með ákveðið margar stjörnur gera þau sér dagamun. Fyrirkomulagið á stjörnunum er að þau gefa hvort öðru stjörnur fyrir jákvæða leiðtogahæfni, eins og hjálpsemi og vináttu og hegðun sem þeim finnst til eftirbreytni. Þau velja svo með kosningu hvernig þau vilja gera sér dagamun þegar ákveðnum stjörnufjölda er náð. Í þetta skiptið völdu þau að hafa vísindadag. Safnað var í efnivið til að nýta þennan dag. Þetta varð hinn allra skemmtilegasti dagur eins og sjá má á myndum.