Vígsla á aparólu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er búið að vera draumur nemenda á Hvanneyri að eignast aparólu sem leiktæki við skólann. Með góðri samvinnu nemenda, starfsfólks, ungmennafélagsins Íslendings og íbúasamtakana á Hvanneyri fóru nemendur í söfnun í vetur fyrir aparólu með því að safna dósum og voru með lestrar- og stærðfræðimaraþon. Markmiðið náðist og var aparólan vígð síðasta skóladaginn með pomp og prakt. Við þökkum kærlega fyrir allan stuðningin í samfélaginu en án hans hefði þetta ekki verið hægt og Ámunda og hans fólki í áhaldahúsinu í Borgarbyggð að hjálpa okkur í þessu.