Vorferð Hvanneyrardeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 4.júní sl. fór Hvanneyrardeildin í smá vorferð og var ferðinni heitið á Akranes að þessu sinni. Byrjað var á að fara í Guðlaugu og Langasand en það voru ófáar ferðirnar sem hlaupnar voru frá Guðlaugu í sjóinn. Eftir að búið að vara að bleyta svolítið vel í sér var haldið í Skógræktina á Akranesi þar sem búið var að grilla pylsur í mannskapinn sem var svangur eftir sundið og svo gafst smá tími til að leika í Skógræktinni. Sumir voru orðnir þreyttir á leiðinni heim og lögðu sig í rútunni. Virkilega góð ferð og allir skemmtur sér vel.