Vorhátíð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðasta skóladaginn var Hvanneyrardeildin með vorhátíð þar sem nemendur og starfsfólk skemmti sér saman. Byrjað var á útsláttarmóti í fótbolta þar sem nemendum skólans var skipt í 4 lið og keppti hvert lið 2 leiki nema siguliðið keppti þriðja leikinn sinn við starfsfólk skólans og að sjálfsögðu fór starfsfólk með sigur. Að loknu fótboltamótin var langþráður draumur nemenda að rætast en það var að vígja aparóluna sem þau voru búin að safna fyrir. Dagurinn endað svo á froðurennibraut sem slökkvilið Borgarbyggðar aðstoðaði okkur við og hamborgaraveislu að hætti Önnu Siggu. Einnig komu starfsmenn frá  UMSB með nokkur spennandi leiktæki og settu upp á skólalóðinni og nemendur gátu leikið sér í.