Ýmislegt brallað á Varmalandi og eldgos

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Apríl hefur verið viðburðaríkur mánuður hér á Varmalandi. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni og ákveðið að gleðja hvern annan með skemmtilegum boðum á viðburði. Unglingadeildin bauð nemendum yngsta- og miðsstigs á diskó og leikjafjör einn föstudaginn þar sem hópurinn gerði skipulagði leiki og dansfjör fyrir allan aldur. Í kjölfarið bauð yngsta stigið unglingunum í heimsókn einn föstudag til að vera saman og eiga góða stund. Þar var mikið spjallað og áttu nemendur notalegan tíma saman.  Við áttum í fyrsta sinn nemanda í úrslitum Pangea stærðfræðikeppni en það er Sigurður Örn Davíðsson nemandi í 8.bekk. Hann keppti í úrslitunum þriðjudaginn 27.apríl og bíðum við spennt eftir niðurstöðum úr keppninni.  Í dag 30.apríl, voru síðan unglingarnir að skila af sér samþættu hópverkefni um eldgos og buðu þeir nemendum mið- og yngstastigs að koma og horfa á kynningarnar. Kynnt voru fjögur mismunandi eldgos á Íslandi, þ.e.a.s. gosin í Heimaey, Eyjafjallajökli, Geldingadölum og Skaftáreldar/Lakagígar. Hver hópur valdi sér leið til að kynna verkefnin og voru margvíslegar leiðir fyrir valinu. Að lokinni hverri kynningu fengu nemendur að spyrja spurninga og lífgaði það mjög uppá samverustundina við þetta tækifæri.