Yngsta stigs leikar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í september voru haldnir yngstastigsleikar GBF. Nemendur Hvanneyrar- og Kleppjárnsreykjadeilda komu að þessu sinni að Varmalandi og var yfirskrift leikanna „Gleði, Heilbrigði og Árangur“. Öllum var skipt í 5 hópa þvert á aldur og deildir. Hver hópur sinnti síðan hinum ýmsu verkefnum, skoðuðu og unnu það sem fyrir var lagt. Leikarnir tókust mjög vel og ekki að heyra annað en að bæði nemendur og kennarar hafi skemmt sér konunglega og þótt gott að fá tækifæri til að kynnast betur innbyrðis GBF.