Yngsta stigs leikar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vikunni hittist allt yngsta stig Grunnskóla Borgarfjarðar saman á Hvanneyri. Nemendur sóttu fjölbreyttar stöðvar sem kennarar á yngsta stiginu stýrðu. Nemendum var skipt þvert á deildir og er þetta gert til þess að styrkja tenginguna á milli nemenda og deilda.