Ytra mat á Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í Grunnskóla Borgarfjarðar fer fram gæðastarf“ er yfirskrift fréttar sem nýlega var birt á heimasíðu Borgarbyggðar og vert er að vekja athygli á. Svo virðist sem láðst hafi að setja frétt á heimasíðuna okkar um ytra mat sem var framkvæmt á skólanum síðastliðið vor og var kynnt foreldrum og starfsfólki í sumar og í haust.  Í haust var unnið að umbótaáætlun sem var samþykkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í lok nóvember.

Skýrsla Menntamálastofnunar um niðurstöður ytra mats ásamt umbótaáætlun má finna undir flipanum Skólinn – gæðamál eða með því að smella hér: https://www.gbf.is/skolinn/gaedamal/

Frétt á síðu Borgarbyggðar:  https://borgarbyggd.is/frettir-slideshow/i-grunnskola-borgarfjardar-fer-fram-gaedastarf/