List fyrir alla

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 29. september komu þau Jóakim Meyvant og Dagrún Ósk í heimsókn til okkar í skóla með fræðslu og kynningu á List fyrir alla. Þau kynntu fyrir nemendum í 3.- 6. bekk nokkur sæskrímsli ásamt því að biðja nemendur um að aðstoða sig við að finna út hvernig þessi sæskrímsli eru. Nemendur fengu spurningalista sem þau svöruðu ásamt því að þau …

Fræðsluvika

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vikunni kom í skólann fyrirlesari sem ræddi við alla nemendur um góð samskipti og fordóma. Fræðsluna annaðist Jasmina Vajzovic Crnac sem er fædd og uppalin í Bosníu og Hersegóvínu. Hún fór inn í alla nemendahópa og sagði frá eigin reynslu sem flóttamaður, fjallaði um einkenni fordóma og hvernig skilningur og góð samskipti eru lykilatriði í því að uppræta einelti, fordóma …

Yngstastigsleikar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 14. september fóru fram yngstastigsleikar á Varmalandi. Allir nemendur yngstastigs komu saman og unnu margvísleg verkefni tengt göldrum. Nemendum var skipt þvert á deildir í sex hópa og fóru þeir á milli stöðva. Nemendur bjuggu til töfrastafi, máluðu töfrasteina, gerðu tilraunir og ýmislegt fleira. Þessi frábæri dagur var svo toppaður með flatbökum og frjálsum leik þar sem nemendur nutu …

Skipulagsdagur GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 20. september var skipulagsdagur hjá Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfsmenn skólans nýttu daginn vel í verkefni sín ásamt því að yngsta- og miðstig fóru í heimsókn í Dalskóla í Úlfarársdal og unglingastigið fór í Víkurskóla í Grafarvogi. Báðir þessir skólar eru leiðsagnarnámsskólar og var því fróðlegt að heimsækja þessa skóla til þess að sjá hvernig þeir eru búnir að innleiða leiðsagnarnámið á meðan …

Hringekja yngsta stigs

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi eru í hringekjum með tónmennt, textílmennt og smíðum. Nemendur skiptast í þrjá hópa og eru í hverju fagi í 12 vikur í senn. Nemendur eru duglegir að vinna verkefnin sín og taka virkan þátt í kennslustundum.

Miðstigsleikar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Frábærir miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi fimmtudaginn 14. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi, Reykhólaskóla, Auðarskóla og Heiðarskóla. Kepptu nemendur í kúluvarpi, langstökki, 60 m. hlaupi, 600 m. hlaupi og knattspyrnu. Þátttakan var mjög góð og fengu nemendur og starfsmenn gott veður á þessum degi. Grunnskóli Borgarfjarðar stýrði miðstigsleikunum að þessu sinni og …

Skipulagsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 20. september er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og því enginn kennsla þann dag.

Hópeflisferð unglingastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur og kennarar unglingastigs grunnskóla Borgarfjarðar pökkuðu í töskur, settust uppí rútu og lögðu af stað í hópeflisferð miðvikudaginn 30. september. Förinni var heitið í Húsafell þar sem genginvar hin svokallaða Oddaleið, 5km löng leið sem tók okkur u.þ.b. 2klst að ganga. Skiljanlega voru öll orðin svöng þegar komið var aftur á tjaldsvæðið og því kom sér vel að Ása var búin að hita upp grillið og tilbúin að grilla pylsurnar. Í kjölfarið var hópnum skipt í 9 hópa og farið í ratleik. Krakkarnir unnu vel saman við að leysa úr ýmiskonar þrautum og voru hér um bil allir hópar alveg búnir með öll sín verkefni þegar Binni í Hlöðutúni kom aftur á rútunni og sótti hópinn. Næsta stopp var Brautartunga þar sem hópurinn var yfir nótt. Sundlaugin, fótboltamarkið, grillið og háaloftið var allt saman nýtt vel og ekki hægt að segja annað en að allir hafi verið til fyrirmyndar. Hópurinn var kominn aftur á Kleppjárnsreyki í hádegismat á fimmtudeginum eftir vel heppnaða ferð.

Skólabyrjun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur startað skólaárinu 2023-2024. Nemendur búnir að hitta kennarana sína og sjá/heyra hver markmið vetrar eru á þeirra stigi. Veturinn verður spennandi þar sem kennarar eru að byrja innleiðingarferli á Leiðsagnarnámi sem mun taka þrjá vetur. Kennarar hafa að ákveðnu leyti verið að vinna í þeim anda en nú á að setja þetta í fastari skorður en það …

Skólasetning

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar verður þriðjudaginn 22. ágúst á Hvanneyri kl. 10:00, Kleppjárnsreykjum kl. 12:00 og á Varmalandi kl. 14:00. Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar koma til starfa þriðjudaginn 15. ágúst og hefja undirbúning fyrir skólastarfið.