Smiðir framtíðarinnar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Enn er verið að taka til á skólalóðinni. Nokkrir efnilegir smiðir tóku sig til og tóku niður einn skjólvegg á skólalóðinni á Kleppjárnsreykjum.

Míluganga í GBF

GBF Varmaland GBF Fréttir

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi byrjuðu alla daga þessa vikuna á röskri 1,6 -2 kílómetra göngu í vorblíðunni. Var þetta liður í heilsueflandi starfi skólans.

Sjóferð um Sundin

GBF Varmaland GBF Fréttir

Í vikunni fór 6.bekkur í sjóferð um sundin í boði Faxaflóahafna og Húsdýragarðsins. Siglingin tók eina klukkustund og fengu nemendur fræðslu um lífríki sjávarins auk þess sem siglt var að Lundey og fylgst með fuglalifinu þar. 

Stóra upplestrarkeppnin

GBF Varmaland GBF Fréttir

Stóra upplestarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Þinghamri á Varmalandi 19.maí síðastliðinn. Keppnin hefur verið árviss viðburður hjá sjöunda bekk í 24 ár og því mjög ánægjulegt að hægt væri að ljúka henni einnig á þessu skólaári þó vissulega hafi útlitið verið tvísýnt um tíma.  Það voru 10 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni frá Auðarskóla,  Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla.  Nemendur stóðu sig allir með prýði en sigurvegarar voru: Ernir Daði Arnberg Sigurðarson í 1.sæti, Guðjón Andri Gunnarsson í 2.sæti báðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Stefanía Ottesen í 3.sæti frá Heiðarskóla. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Covid teningar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

 Við hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum ákváðum að finna jákvæðu hliðarnar á covid 19. Nemendur og starfsfólk fengu þau fyrirmæli að þau máttu skreyta eina hlið að vild og á toppinn áttu þau að skrifa eitthvað sem þau upplifðu jákvætt við covid 19.  Yngsta stigið var með gula kassa, miðstigið bleika, unglingastigið bláa og starfsfólk fjólubláa og úr þessu varð …

Starfsdagur 8. maí

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 8. maí er starfsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar því koma nemendur ekki í skólann þann dag.

Hreinsunarátak

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar hafa stutt vel við hreinsunarátak Borgarbyggðar. Þeir hafa gengið um svæðin í kringum deildirnar ásamt umsjónarkennurum sínum hirt upp rusl, hreinsað brotnar greinar og jafnvel tekið niður heilu grindverkin. Mikilvægt er að vera meðvituð um umhverfi okkar og ábyrgð hvers og eins að hreinsa í kringum sig og ganga vel um.