Tómstundaakstur

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Tómstundaakstur verður frá Hvanneyri kl. 14:40 í dag, miðvikudag

Seinkun á skólahaldi á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Góðan daginn, veður hefur lægt og snjómokstur er í gangi. Skóli opnar kl. 10 á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Einstaka skólaakstursleiðir kunna að falla niður og heyrir fólk þá í sínum bílstjóra.  Kleppjárnsreykir og Varmaland: Skólabyrjun verður seinkað til kl. 10. Skólabílar stefna að brottför 1,5 klst. seinna en venjulega. Fólk hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu í …

Á morgun miðvikudag 11. desember er stefnt að skólahaldi með eftirfarandi hætti:

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Kleppjárnsreykir og Varmaland: Skólabyrjun verður seinkað til kl. 10. Skólabílar stefna að brottför 1,5 klst. seinna en venjulega. Fólk hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu í fyrramálið en þá verður staðan endurmetin. Hvanneyri: Skóli hefst kl. 8:20. Skólaakstur verður þó 1,5 klst. seinna en venjulega. Samkvæmt upplýsingum veðurstofu verður veður dottið niður í 15-20 m/s eftir kl. …

Skólahald fellur niður í Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Veðurstofan hefur sent út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember. Ákvörðun hefur því verið tekin um að fella niður allan skólaakstur á morgun. Engin starfsemi verður í Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild af þessum sökum. Hvanneyrardeild er skóli í þéttbýli og verður því opinn fram að hádegi eins og staðan er núna. Ekki verður skólaakstur og viðbúið er að …

Vinakeðja á Varmalandi

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í gærmorgun mynduðu nemendur Varmalandsdeildar svokallaða vinakeðju frá skólahúsnæðinu upp að Laugahnúk fyrir ofan skólann. Nemendur eldri bekkja leiddu þá yngri og báru kyndla upp að hnúknum. Þegar upp var komið var kveikt á stórri jólastjörnu sem mun standa logandi fram yfir hátíðirnar.  Nemendur sungu nokkur jólalög undir dyggri stjórn Gróu Erlu áður en þeir gengur niður aftur og inn í …

Kaffihús á Hvanneyri

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild buðu foreldrum og ættingjum á kaffihús föstudaginn 29. nóvember. Þar fór 1. bekkur með þulu og 2. -5. bekkur voru með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlu í tali og leik. Síðan sungu nemendur tvö lög og í lokin var seld súpa og brauð sem nemendur sáu um að þjóna til borðs. Ágóðinn rennur í nemendasjóð Hvanneyrardeildar.

Boð á viðburði í Varmalandsdeild

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Við í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar viljum byrja á að óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við viljum bjóða ykkur að taka þátt í vinakeðjunni okkar upp á Laugahnjúk klukkan 8.20 þann 2. desember, þar sem við kveikjum á jólastjörnunni. Eftir gönguna er hægt að gæða sér á piparkökum og kakói, rölta um skólann og fylgjast með skólastarfinu. Einnig …

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í dag var haldin Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum. Nemendur hittust í matsalnum þar sem þau héldu á kertaluktum. Ingibjörg, Pétur og Unnur Björg lásu ljóð og nemendur sungu tvö jólalög. Að lokum fóru Þórunn Tinna (elsti nemandinn) og Guðrún Árný (yngsti nemandinn) út og kveiktu á jólaljósunum á trénu í miðju skólagarðsins. Nemendur fóru síðan inn í sínar stofur og kveiktu …

Árshátíð 1.-7. bekkjar á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Fimmtudaginn 21. nóvember voru nemendur 1. – 7. bekkjar með árshátíð í Logalandi. 1. – 4. bekkur sýndu frumsamin verk um goð og gyðjur og 5. – 7. bekkur sýndu frumsamið verk um undirbúning jólasveinanna fyrir jólahátíðina. Góð mæting gesta var á hátíðina og nutu þeir góðrar veitinga/kaffisölu 9. bekkjar að loknum atriðum.