Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar

GBF Varmaland GBF Fréttir

Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóla Borgarfjarðar verður slitið miðvikudaginn 6. júní. Hvanneyrardeild kl. 10:00 í barnaskólahúsnæðinu á Hvanneyri. Kleppjárnsreykjadeild kl.12:00 í Reykholtskirku og Varmalandsdeild kl 14:00 í Þinghamri. Hressing að hætti matráðanna í lok slita. Sjáumst á miðvikudaginn. Kv. Ingibjörg Inga

Blómin á þakinu

GBF Varmaland GBF Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa undanfarið verið að vinna með bókina Blómin á þakinu í stöðvavinnu. Í tengslum við bókina fengu nemendur að útbúa smjör og gróðursetja stjúpur. Fengu nemendur og starfsmenn síðan að gæða sér á dásamlegu smjöri að lokinni þeirri vinnu.  

Stóra upplestrarkeppnin

GBF Varmaland GBF Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Grunnskóli Borgarfjarðar átti sigurvegarann að þessu sinni og Auðarskóli í Búðardal hlaut annað og þriðja sæti. Ingibjörg Þórðardóttir fór með sigur af hólmi. Allir keppendur stóðu sig með prýði og öll umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar. Einar Margeir stóð sig einnig mjög vel fyrir GBF. Frábær frammistaða okkar manna.

Fræðsluerindi

GBF Varmaland GBF Fréttir

Takið frá mánudagskvöldið þann 16.apríl! Þá kemur Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Háskóla Íslands og þjálfari hjá KVAN og heldur fræðsluerindi í Grunnskóla Borgarfjarðar. Hún leggur áherslu á hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla félagsfærni, vináttu, samskipti og leiðtogahæfileika. Þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á lífsgæði, heilsu og velferð barna. Fyrirlesturinn fer fram á Kleppjárnsreykjum þann …

Á döfinni í apríl í GBF

GBF Varmaland GBF Fréttir

Á morgun 11. apríl verður skíðaferð Hvanneyrardeildar ef veður og aðstæður leyfa. 13. apríl er skíðaferð Kleppjárnsreykjadeildar og 23. er skíðaferð Varmalandsdeildar (1. – 7. bekkur) Þessar dagsetningar geta breyst með stuttum fyrirvara vegna veðurs. 12. apríl verður árshátíð unglinga á Varmalandi. Vikuna 16. – 20. fer 9. bekkur Kljr og Vlsk í Nordplus ferð til Danmerkur

Leynivinaleikur

GBF Varmaland GBF Fréttir

Á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum var leynivinaleikur í þrjá daga fyrir páskafrí. Þá áttu nemendur að draga sér leynivin og fá síðan foreldra sína til þess að aðstoða sig við að skrifa fallega orðsendingu til vinarins. Hér má sjá hvernig hjartað stækkaði dag frá degi og var virkilega gaman að sjá hversu fjölbreyttar og fallegar orðsendingarnar voru.

Hænuungar

GBF Varmaland GBF Fréttir

Þessir fjölbreyttu hænuungar litu dagsins ljós hjá 1.bekk í myndmennt, á Varmalandi. Þeir flögruðu svo heim í páskafrí með eigendum sínum. Og hver veit nema einhver egg eigi eftir að koma við sögu í framhaldinu 😁🐥  

Tilkynning frá foreldrafélaginu

GBF Varmaland GBF Fréttir

Svo virðist sem einhverjir foreldrar hafi fengið sendan fleiri en einn greiðsluseðil frá Foreldrafélaginu í heimabankann hjá sér. Það voru mistök sem við biðjumst velvirðingar á enda var aðeins ætlunin að hvert heimili fengi einn greiðsluseðil. Við erum að vinna í umbótum í samvinnu við bankann. Bestu kveðjur, stjórnin.