Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018

Helga Svavarsdóttir Fréttir

Um er að ræða 50% stöðu við Kleppjárnsreykjadeild skólans. Vinnudagurinn er frá 8-16 en og er unnið miðvikudag, fimmtudag og föstudag aðra vikuna og fimmtudag og föstudag hina vikuna. Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða færni í mannlegum samskiptum og hafi gaman af því að vinna …

Vetrarfrí

Helga Svavarsdóttir Fréttir

Vetrarfrí er í skólanum okkar dagana 1.-2. nóvember. Skipulagsdagur verður mánudaginn 5. nóvember. Nemendur mæta því í skólann næst þriðjudaginn 6. nóvember.

Grænfáni og flóamarkaður

GBF Hvanneyri Fréttir

Í gær, þriðjudag, var Grænfánanum flaggað í níunda sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild er fyrsti skólinn til þess að flagga í níunda sinn. Jóhanna kom frá Landvernd og afhenti umhverfisnefnd Hvanneyrardeildar nýjan Grænfána til þess að flagga. Foreldrar voru viðstaddir athöfnina og að henni lokinni var opnaður Flóamarkaður þar sem nemendur seldu fjölbreyttan varning og mun ágóðinn af honum fara til …

Smiðjuhelgi

GBF Hvanneyri Fréttir

Dagana 5. og 6. október síðastliðin var haldin smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar en smiðjuhelgar eru fastur liður í starfi skólans. Tilgangur þeirra er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum kost á að hafa meira um val sitt að segja. Með smiðjuhelgunum fá nemendur fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á …

Hvalaverkefni

GBF Hvanneyri Fréttir

Á Hvanneyri hafa nemendur verið að vinna að þemaverkefnum um hvali sem þau ætla að sýna foreldrum sínum í foreldraviðtölum 9. október. Nemendur fengu að velja hvernig lokaafurðin yrði, þ.e.a.s. hvort þau ætluðu að gera bók, veggspjald, power point o.fl. Nemendur sýndu verkefnunum mikinn áhuga og tóku allir þátt í því að útbúa hvalinn Spotify og að mæla lengdir hvala …

List fyrir alla

GBF Hvanneyri Fréttir

Í dag fengum við heimsókn frá List fyrir alla, þar sem Valgerður Guðnadóttir og Hrönn Þráinsdóttir sýndu söngleikinn Björt í sumarhúsi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”. Nemendur í yngstu bekkjum skólans nutu sýningarinnar.

Skipulagsdagur

GBF Varmaland GBF Fréttir

Föstudaginn 14. september er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og því engin kennsla þann dag.

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar.

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Kæru foreldrar og nemendur Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur 22. ágúst 2018 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Hvanneyri kl 10:00, Kleppjárnsreykjum kl 12:00, Varmalandi kl 14:00. Eftir skólasetningu verður kynning á námsefni vetrarins inn í stofu hjá umsjónakennurum.

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar

GBF Varmaland GBF Fréttir

Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóla Borgarfjarðar verður slitið miðvikudaginn 6. júní. Hvanneyrardeild kl. 10:00 í barnaskólahúsnæðinu á Hvanneyri. Kleppjárnsreykjadeild kl.12:00 í Reykholtskirku og Varmalandsdeild kl 14:00 í Þinghamri. Hressing að hætti matráðanna í lok slita. Sjáumst á miðvikudaginn. Kv. Ingibjörg Inga