Þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í dag byrjar þorrinn og af því tilefni var haldið þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur nutu þess að snæða þorramat ásamt því að vera með atriði. Einnig var fyllt út þorramatsbingó og fengu þeir sem gátu fyllt allt spjaldið medalíu sem á stóð Smakkari ársins. Auðvitað var sungið og varð Þorraþrællinn fyrir valinu og sungu nemendur með háum rómi. 

Refur á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Starfsfólk og nemendur duttu heldur betur í lukkupottinn þegar dautt refshræ fékk far með deildarstjóra í skólann. Þóra Geirlaug tók að sér að kynna fyrir nemendum refinn og ýmsan fróðleik honum tengdum. Nemendur fengu að klappa refnum og skoða upp í hann, spyrja spurninga svo eitthvað sé nefnt. Nemendur voru afar forvitnir og virkilega skemmtilegt að fá fræðslu með raunverulegu viðfangsefni. 

Kyndlaganga á föstudeginum dimma á Hvanneyri.

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

„Föstudaginn 17. janúar fór Hvanneyrardeild og elsta deildin í Andabæ í kyndlagöngu. Þetta er árleg hefð sem farið hefur verið í álfagöngu á þrettándanum með jólatréð og kveiktur smá varðeldur í stutta stund.  En núna viðraði ekki næganlega vel á þrettándanum og nýttum við okkur „Föstudaginn Dimma“ í staðinn. 

Föstudagurinn dimmi á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Nemendur á miðstigi á Kleppjárnsreykjum nýttu dimma daginn vel. Nemendur unnu saman í hópum og sömdu draugasögu og fundu lag/hljóð sem passaði við söguna þeirra. Að því loknu lásu allir hópar upp sína sögu með miklum tilþrifum. Gaman að heyra fjölbreyttar sögur og nemendur stóðu sig vel í flutningi. 

Þemadagar í GBF

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Þemavinna hefur verið unnin í öllum deildum GBF síðustu daga. Mikil samvinna einkenndi starf nemenda og sumir hópar voru skipaðir nemendum úr öllum aldurshópum.  Fjölbreytt verkefni voru unnin eins og myndirnar sýna en unnið var með íslensk orðatiltæki og lesskilning, stærðfræði þrautir og spil, auk ýmissa verkefna tengd leiðtoganum í mér. Öll verkefnin reyndu á samvinnu, ígrundun og lausnamiðun.

Gjaldskrá vegna skólamálsverða í grunnskólum Borgarbyggðar

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í grunnskólum Borgarbyggðar skal nemendum standa til boða málsverðir í samræmi við lýðheilsumarkmið. Í frístund á nemendum að standa til boða síðdegishressing. Gjaldskrá árið 2020 Morgunverður 132 kr Hádegisverður 489 kr Síðdegishressing 132 kr

Skóli á morgun, þriðjudag

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við reiknum með að skólastarf verði með hefðbundnum hætti á morgun þriðjudaginn 14. janúar 2020. Skólasvæðið okkar er víðfeðmt og getur munað miklu á veðri á milli svæða. Skólabílstjórar leggja mat á aðstæður á sínum leiðum og taka ákvörðun um akstur eða niðurfellingu á skólaakstri. Athugið að foreldrar geta metið aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki …

Lokað í Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeild í dag, fimmtudag

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Eftir samráð við starfsmann Vegagerðarinnar og í ljósi viðvarana frá Veðurstofunni þá höfum við ákveðið að fella niður skóla í Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeildum skólans í dag, fimmtudaginn 9. janúar. Opið er í Hvanneyrardeild

Skólahald fellur niður í dag, 8.janúar

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Eftir ráðfæringar við veðurfræðing Veðurstofu Íslands og starfsmann Vegagerðarinnar höfum við ákveðið að fella skólahald niður í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar í dag, miðvikudaginn 8. janúar