Plokkdagur á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Sumarþrif Á degi jarðarinnar 22. apríl gengu nemendur Hvanneyrardeildar um nærumhverfi skólans og týndu rusl.  Greinilegt er að síðustu lægðirnar hafa blásið hressilega uppúr tunnum staðarbúa, því að sjaldan höfum við  týnt eins mikið magn, þó hafa nemendur farið reglulega og týnt rusl í vetur. Nemendur skora á íbúa að halda áfram og taka sitt nærumhverfi og gera hreint og fallegt …

Stærðfræðiratleikur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi tóku þátt í stærðfræðiratleik í blíðskaparveðri nú á dögunum. Nemendur unnu saman í hópum og þurftu meðal annars að telja bílana á bílastæðinu og reikna út hversu mörg dekk eru undir þeim samtals og skrá niðurstöðurnar. Telja alla sjáanlega glugga á skólabyggingunni og reikna út hversu margir þeir eru ef jafnmargir gluggar eru á þeim hliðum …

Sigling um sundin blá

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar fór með nemendur úr 6. bekk í menningarferð til Reykjavíkur fimmtudaginn 5. maí. Í ferðinni voru 13 fyrirmynda nemendur og tveir starfsmenn skólans. Við byrjuðum á að fara í bátsferð um Sundin blá með Faxaflóahöfnum. Siglt var út á milli eyja fyrir utan Reykjavík. Þar fengu nemendur að fræðast um skeldýr, krabba og furðufiska. Þau fengu einnig að …

Leirlistaval

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrstu hlutirnir komnir úr brennslu í leirvali á Kleppjárnsreykjum. Sjá myndir

Smíðaboðhlaup

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í smíðatíma á Kleppjárnsreykjum fóru 3.-4. í smíðaboðhlaup þar sem nemendur skemmtu sér konunglega. Sjá myndir

Búbblur, spagettí og sykurpúðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi unnu samvinnunámsverkefni þar sem þeir fengu spagettí og sykurpúða sem þeir áttu að nota til að byggja turn saman. Verkefnið var ekki bara skemmtilegt og öðruvísi heldur reyndi það á færni nemenda í samskiptum, rökhugsun og þolinmæði. Að því loknu var framkvæmd tilraun úr hinni geysivinsælu bók Vísindabók Villa. Þar sem nemendur reyndu að …

Afmæli grænfánans 25. apríl

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tilefni að degi umhverfisins 25. apríl fóru nemendur á miðstigi út að tína rusl. Þau fundu mikið af fyrirferðamiklu rusli þar sem mikið hefur verið um framkvæmdir á skólalóðinni.

Páskalestur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta- og miðstigi á Varmalandi fengu lestrarbingó fyrir páskafrí sem þeir höfðu val um að vinna og skila svo inn til kennara að fríi loknu. Fimm nemendur hlutu viðurkenningarskjal fyrir páskalesturinn en til þess þurfti að leysa 7 af 8 atriðum. M.a. þurfti að lesa með vasaljós og lesa í sparifötum.  

Ávaxtakarfan

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Árshátíð GBF Varmalandi var haldin þann 7. apríl s.l. með pompi og prakt þrátt fyrir að inflúensan væri búin að ná í skottið á nokkrum nemendum og kennurum. Því miður er það bara þannig að “the show must go on”. Nemendur yngsta stigs völdu að setja upp söngleikritið Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir. Mið- og unglingastigi var boðið að vera …