Álfaganga

GBF Hvanneyri Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild ásamt elstu deild leikskólans Andabæjar gengu saman í Skjólbeltin þar sem jólin voru kvödd með söng og kveikt var í jólatrjám beggja skóla. 

Jólakveðja

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Helgileikur

GBF Hvanneyri Fréttir

Árlega kallar Hvanneyrardeild inn jólin með helgileiknum í Hvanneyrarkirkju. Nemendur bjóða elstu deild leikskólans Andabæjar á lokaæfingu að morgni og sýna síðan fyrir ættingja seinni partinn. Að loknum helgileik sungu allir saman Heims um ból við undirleik Bjarna Guðmundssonar.

Desembergleði Varmalandsdeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Desembergleði Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar var haldin í Þinghamri í gær 13. desember. Nemendur 1.-7. bekkjar sáu um skemmtiatriði en nemendur unglingadeildar aðstoðuðu við söng, leikmynd og hljóð. Atriði krakkana vöktu mikla lukku, 1.-2. bekkur fór með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og nýttu tæknina við flutninginn. 3.-5. bekkur sýndi valin atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og 6.-7. bekkur sýndi leikþátt eftir …

Jólasögur lesnar í Andabæ

GBF Hvanneyri Fréttir

Nemendur í 4. bekk í Hvanneyrardeild fóru á þriðjudaginn og lásu jólasögur fyrir börnin í leikskólanum Andabæ. Þetta er skemmtileg hefð og hluti af samstarfssamningi á milli skólanna tveggja.

Jólaföndur á Kleppjárnsreykjum.

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í dag, var mikið um dýrðir í Kleppjárnsreykjadeild skólans þegar allir nemendur unnu á stöðvum við gerð jólaföndurs og nutu um leið notalegrar jólatónlistar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ýmislegt í boði.

1. til 7. bekkur á Kleppjárnsreykjum afhenti áskorun til sveitastjórnar Borgarbyggðar.

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Eins og fram hefur komið þá var þema árshátíðar yngsta og miðstigs Kleppjárnsreykjadeildar að þessu sinni mannréttindi með sérstaka áherslu á réttindi barna. Í undirbúningi árshátíðarinnar kom fram sú hugmynd að skora á sveitarstjórn Borgarbyggðar að innleiða formlega Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Í gær var Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra, Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur og Lilju B. Ágústsdóttur fulltrúum sveitarstjórnar afhent áskorunin við …

Fræðsluerindi

GBF Varmaland GBF Fréttir

Við fengum góða gesti í skólann á miðvikudaginn en tvíeykið sem gengur undir heitinu „Fokk Me Fokk You“ heimsótti okkur með fræðslu um sjálfsmynd, samskipti, mörk og kynferðismál á tímum samfélagsmiðla, snjalltækja og mikillar netnotkunar. Við hittumst á Kleppjárnsreykjum og hlýddum á boðskapinn í um klukkustund og var ekki annað að heyra á krökkunum en að þetta hitti vel í …

Vinakeðja á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í morgun mynduðu nemendur, starfsfólk og foreldrar vinakeðju upp á Laugahnjúk og kveiktu á störnu. Þetta er árviss viðburður á Varmalandi og hátíðleg stemmning. Jólastjarnan mun loga aðventuna og út jólahátíðina. Eftir að kveikt var á stjörnunni komu allir saman inn í skóla og fengu heitt kakó og piparkökur.  

Kaffihús á Hvanneyri

GBF Hvanneyri Fréttir

Í dag var kaffihús hjá Hvanneyrardeild þar sem nemendur buðu fjölskyldum sínum að koma í heimsókn. Nemendur sýndu atriði um Fullveldi Íslands ásamt því að syngja nokkur jólalög. Að lokum seldu nemendur gestum dýrindis súpu og brauð, ágóðinn af þeirri sölu rennur í nemendasjóð.