Skráningar í skólann

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það lítur út fyrir að skráningar í skólann séu ekki að skila sér. Verið er að vinna að lagfæringu. Vinsamlegast hringið í 433 7324 til að skrá nemendur í skólann eða sendið póst á netfangið ritarikdeild@gbf.is. Ef þið hafið skráð og ekki fengið tölvupóst með staðfestingu.

Auglýst eftir þroskaþjálfa

GBF Varmaland GBF Fréttir

Við Grunnskóla Borgarfjarðar starfar einn þroskaþjálfi og nú leitum við eftir liðsauka. Um er að ræða 80% starf en minna starfshlutfall kemur líka til greina. Grunnskóli Borgarfjarðar er með starfsemi á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og er um að ræða fjölbreytt starf á einni eða fleiri deildum skólans. Þroskaþjálfi starfar með kennarateymum að áætlunargerð, þjálfun, félagsfærni, aðlögun námsefnis og námsaðstæðum …

Kveðja frá UNICEF-hreyfingunni

GBF Varmaland GBF Fréttir

Gaman að deila þessum pósti sem kom frá UNICEF : Takk kærlega fyrir þátttökuna í UNICEF-Hreyfingunni í ár 😊 Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtíma uppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta. Þið söfnuðuð 65.050 krónum! Vel gert!   Með ykkar áheitum í ár verður til dæmis hægt að útvega  …

Skólaslit í Kleppjárnsreykjadeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit í Kleppjárnsreykjadeild voru óvenjuleg í ljósi aðstæðna vegna í þetta sinn og voru því tvískipt í Reykholtskirkju, til að allir aðstandendur gætu fylgt sínum börnum. Kl 10 var fyrri athöfnin fyrir 1.–7. bekk. Veitt voru framfaraverðlaun í lestri í 5.bekk og hlaut Kristín Eir Hauksdóttir þau. Kristján Karl Hallgrímsson flutti tónlistaratriði. Seinni athöfnin var kl 10:45 fyrir 8.-10.bekk. Háttvísasti …

Skólaslit í Varmalandsdeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit Varmalandsdeildar voru hátíðleg að vanda. Athöfnin fór fram í blómasalnum í Þinghamri og var góð mæting barna og aðstandenda. Sýnd voru myndbönd sem nemendur unglingastigs höfðu unnið og voru þau með ævintýralegum blæ. Tíu nemendur úrskrifuðust að þessu sinni og hlutu sex þeirra verðlaun fyrir framúrskarandi námsarangur í einu til þremur fögum. Það voru þau Áslaug Þorvaldsdóttir, Elisabeth Ýr M. …

Áskorunar fótbolti

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Starfsmenn Kleppjárnsreykjadeildar skoruðu á 10. bekkinga í knattspyrnuleik. Þar sem nemendur í 10. bekk eru einungis 5 fengu þau aðstoð frá 9. bekk á móti hinu stóröfluga liði starfsmanna. Það mátti sjá ríkja mikið keppnisskap í báðum liðum þó ávallt væri stutt í glensið. Nemendur áttu stórgóðan leik og sigruðu starfsmenn að þessu sinni. 

Íþróttamaður GBF K

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á unglingastigi kjósa á hverju um íþróttamann unglingastigs Kleppjárnsreykjadeildar. Íþróttakonur GBF K eru í 3. sæti – Jara Natalia, 2. sæti – Hjördís Ylfa og 1. sæti Lisbeth Inga. Íþróttamenn GBF K eru í 3. sæti – Pétur, 2. sæti – Valur Snær og í 1. sæti – Sveinn Svavar. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Sund og grill

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árlega er haldið bekkjarmót í Kleppjárnsreykjadeild þar sem nemendur safna stigum fyrir bekkinn sinn. Að þessu sinni var það 9. bekkur sem safnaði flestum stigum. Að loknu sundmóti sá 10. bekkur um að grilla fyrir nemendur og starfsmenn skólans, alveg dýrindis hamborgara. 

Hjólaferð hjá Kleppjárnsreykjadeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á Kleppjárnsreykjum fóru í hjóla fimmtudaginn 28. maí mið og unglingastig fékk að velja um hjól eða göngu. Hjólað var frá skólanum og hringinn í Reykholtsdalnum en gangan var frá Brennistöðum og yfir hálsinn að Kópareykjum. Við fengum ljómandi gott veður og voru allir ánægðir en örlítið þreyttir eftir daginn.

Skólaslit Hvanneyrardeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit Hvanneyrardeildar voru með aðeins breyttu sniði en verið hefur. Skólaslitin fóru fram í Skjólbeltunum á Hvanneyri til þess að hægt væri að framfylgja 2m reglunni fyrir þá sem það vilja. En dagskráin byrjaði á því að það var smá árshátíðar blær þar sem 4.-5.bekkur fluttu tvö ljóð, síðan sungu nemendur 5.bekkjar nokkur lög úr leikritinu Áfram Latibær með dyggri …