Vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Dagana 1. og  4. mars er vetrarfrí í skólanum. Þessa daga er engin kennsla í Grunnskóla Borgarfjarðar.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. mars. Við óskum nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarfrísdaga.

Félagsvist spiluð í gær á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar settust saman í matsal skólans fyrir hádegi í gær 27. ferbrúar og spiluðu félagsvist. Hluti unglingastigsins spilar hin ýmsu spil í föstudagsvali og voru þau yngstu nemendum skólans innan handar í spilamennskunni. Félagsvistin gekk vonum framar og voru allir mjög einbeittir eins og myndirnar gefa til kynna. Hvatningarverðlaun hlutu Ástrún Björnsdóttir og Óskar Smári Davíðsson. Hjá stelpum sigraðu …

Framhaldsskólakynningar

GBF Hvanneyri Fréttir

Hér má sjá kynningu á framhaldsskólum á landinu. En nú fer að koma að þeim tíma að 10. bekkingar fara að skoða sig um og velja framhaldsskóla. Hvetjum við foreldra og nemendur að skoða þessa kynningu vel.

Sigurvegari í eldvarnargetraun

GBF Hvanneyri Fréttir

Í dag kom Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar færandi hendi þar sem Ísak Kári nemandi í Hvanneyrardeild var dreginn í Eldvarnargetraun sem er á vegum Landssambands slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna. Í nóvember á hverju ári kemur slökkviliðið í heimsókn til þriðja bekkjar og fræðri þau um eldvarnir heimilanna. Að lokinni þeirri heimsókn fá nemendur eldvarnargetraun sem þau fylla út og …

Þorrablót á Hvanneyri

GBF Hvanneyri Fréttir

Í liðinni viku var haldið þorrablót hjá nemendum og starfsfólki í Hvanneyrardeild. Snætt var á fjölbreyttri þorrafæðu og þótti mikil spenna að smakka hákarlinn. Einnig voru nemendur með skemmtiatriði líkt og tíðkast gjarnan á þorrablótum. 4. bekkur sá um að fara yfir annál síðastliðins árs en 5. bekkur sýndi leikþátt sem þau höfðu útbúið.

Ytra mat á Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

„Í Grunnskóla Borgarfjarðar fer fram gæðastarf“ er yfirskrift fréttar sem nýlega var birt á heimasíðu Borgarbyggðar og vert er að vekja athygli á. Svo virðist sem láðst hafi að setja frétt á heimasíðuna okkar um ytra mat sem var framkvæmt á skólanum síðastliðið vor og var kynnt foreldrum og starfsfólki í sumar og í haust.  Í haust var unnið að …

Söngvarakeppni GBF var haldin 30. janúar

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Miðvikudaginn 30. Janúar var haldin hin árlega söngvarakeppni GBF á Kleppjárnsreykjum. Salurinn var fullur af áhorfendum  sem horfðu spennt á 13 atriði. Keppnin var opin krökkum í 4.-10 .bekk í öllum deildum skólans. Sigurvegarar voru þær Guðrún Sjöfn, Sólveig Kristín, Steinunn Bjarnveig og Dagný úr 5. og 6. bekk með lagið Kúst og fæjó. Í öðru sæti voru þær Alexandra …

Þorrablót á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Miðvikudaginn 30.janúar var Þorrinn haldinn hátíðlegur á Kleppjárnsreykjum. Boðið var upp á veglegt þorrahlaðborð og fengu nemendur í 2. og 3. bekk það verkefni að útbúa merkingar fyrir allan þann mat sem í boði var. Nemendur á yngsta- og miðstigi héldu sameiginlegt þorrablót þar sem Símon Bogi, nemandi á miðstigi gaf tóninn með fallegum trompet blæstri. Áður en borðhald hófst …

Gjaldskrá vegna skólamálsverða

GBF Varmaland GBF Fréttir

Um áramót tók ný gjaldskrá hjá Borgarbyggð vegna skólamálsverða í Grunnskólum Borgarbyggðar. Gjaldskránna má sjá á heimasíðu Borgarbyggðar eða hér.