Föstudagurinn dimmi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudagurinn dimmi var haldinn í Borgarbyggð 15. janúar og að sjálfsögðu tók Grunnskóli Borgarfjarðar þátt í þeim viðburði. Nemendur gengu um ganga og stofur skólanna með vasaljós þar sem allt rafmagn var mjög takmarkað í skólanum. Fyrir föstudaginn dimma var efnt til Sagnasamkeppni Vesturlands þar sem þemað var draugasögur. Nemendur á miðstigi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum létu ekki sitt eftir …

Smíði á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 5. bekk á Hvanneyri hafa verið í smíði hjá Unnari smíðakennara í haust. Þeir ákváðu strax í byrjun skólaárs að þeir vildu smíða sér flottan kassabíl. Smíðakennarinn tók því að sjálfsögðu fagnandi og hér má sjá afurð þessarar vinnu hjá strákunum: Forláta Willys jeppi með skóflu, bensínbrúsa og varadekki. Að sjálfsögðu fengu smiðirnir að taka mynd af sér …

10. grænfáninn á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 10.desember flögguðu nemendur GBF. Hvanneyrardeildar 10. grænfánanum fyrst allra skóla á Íslandi. Í tilefni dagsins var Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina þegar að fulltrúar Landverndar færðu skólanum 10.fánann. Það voru þau Heiðar Örn Jónsson og Álfheiður Sverrisdóttir ásamt Arnari Inga Heiðarssyn og Sverrir Davíð Jóhannesssyni sem veittu fánanum viðtöku. Til gamans má segja frá …

Jólatré sótt á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 8.desember fóru nemendur Hvanneyrardeildar að sækja jólatré. Síðustu 3 ár hefur Hvanneyrardeildin fengið að fara í skógrækt Landbúnaðarháskóla Íslands til að sækja jólatré ásamt elstu deild leikskólans Andabæ. Mikil hálka var á leiðinni en allir komu óbrotnir til baka með fallegt furutré sem Guðmundur Sigurðsson hjálpaði við að saga og flytja í skólann.

Upplestur í beinni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er óhætt að segja að tæknin hjálpi til við að brjóta upp skólastarfið hjá okkur. Í síðustu viku og þessari hafa bræðurnir Ævar Þór og Guðni Benediktssynir lesið upp úr bókum sínum fyrir nemendur skólans. Ævar las uppúr bókinni sinni Þín eigin undirdjúp sem er sjöunda bókin í Þín eigin bókaröðinni og Guðni las uppúr bókinni Bráðum áðan . Nemendur nutu þess að fylgjast með …

Jólastjarna og föndur á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð er fyrir því að nemendur Varmalandsdeildar myndi vinakeðju og gangi með kyndla  upp á Laugahnjúk þar sem kveikt hefur verið á jólastjörnunni. Þar sem ekki má blanda saman hópum var hefðinni breytt og engin keðja mynduð heldur fóru nemendur í aðskildum hópum upp að stjörnunni. Þar sungu þeir hástöfum þangað til ljós kviknaði á stjörnunni. Eftir gönguferðina fengu allir kakó og …

Samhugsverkefni yngsta stigs GBF Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Til þess að leggja okkar af mörkum í fallega verkefnið Samhugur í Borgarbyggð ákváðum við á yngsta stigi GBF Varmalandi að útbúa merkimiða og gefa í söfnunina. Nemendur perluðu litlar myndir að eigin vali og svo voru “til og frá” miðar þræddir á hvert listaverk. Þessu var safnað saman í litla öskju sem Baltasar Jökull nemandi í 2. bekk tók að sér að fara svo með á Heilsugæslustöðina …

Umhverfisbingó

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur Hvanneyrardeildar í 1.-4. bekk fóru í svokallað umhverfisbingó í upplýsingamennt. Þar sem nemendur unnu skemmtilegt verkefni tengt grænfánanum þar sem tól upplýsingatæknarinnar voru notuð við úrvinnslu þess. Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að finna ákveðna hluti í nærumhverfi skólans svo sem steina, plöntur, umferðaskilti og fleira. Jafn óðum tók kennari umræðu um hverskyns plöntu/stein/umferðarskilti var um að ræða. Virkilega skemmtilegt …

Miðaldabær

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðstigið á Kleppjárnsreykjum hafa verið að læra um miðaldir og hvernig líf og borgir voru á þeim tímum. Nemendur teiknuðu, hönnuðu og bjuggu til sína eigin miðaldaborg. Í list- og verkgreinum bjuggu til módel af kastala, kirkju, verslun, fólki og margt fleira. Nemendur ákváðu síðan að skíra miðaldabæinn sinn Kattargat van.