Vetrarfrí

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Mánudaginn 26. til miðvikudagins 28. október er vetrarfrí og skipulagsdagur í skólanum og nemendur í fríi. Við vonum að þið njótið frísins. Sendum þeim sem eiga um sárt að binda vegna áfalla í samfélaginu okkar kærleiks kveðjur. Hlökkum til að hitta nemendur aftur fimmtudaginn 29. október. Kær kveðja,stjórnendur

Bleikur dagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Bleika deginum 16. október mátti sjá bleikt þema svífa yfir skólagöngunum. Nemendur og starfsfólk var þannig að sýna stuðning sinn og samstöðu við allar konur sem greinst hafa með krabbamein.

Þemadagar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í byrjun október voru þemadagar í GBF. Á Hvanneyri unnu nemendur með Leiðtogann í mér sem fléttað var saman við grænfánann. Leiðtogatré voru unnin í verkefnabækur, nemendur skrifuðu hvað það væri sem léti þeim líða vel og lærðu á word í leiðinni, samin var saga um venju í book creator og nemendur sömdu náttúruljóð. Verkefni voru fjölbreytt og skemmtileg og var …

Grænfána úttekt á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Annan október síðastliðinn var grænfánaúttekt á Hvanneyri. Grænfánateymi skólans tók á móti Margréti frá Landvernd með gjöfum, fjölnota poka sem þau saumuðu úr gömlum gardínum og skyldi sem á stóð, Þú ert hetja umhverfisins. Grænfánateymið leiddi Margréti um skólann og sagði henni frá þeim markmiðum sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Eftir úttektina barst okkur bréf með þeim fréttum að Grunnskóli …

Morgungöngur í GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Frá því skólinn hófst í haust hafa nemendur og starfsfólk Hvanneyrar- og Varmalandsdeilda byrjað skóladaginn á gönguferð. Á Hvanneyri er genginn ákveðinn hringur, sumir hlaupa reyndar fleiri en einn, en á Varmalandi ganga allir frá skólahúsnæðinu í 7 mínútur, snúa þá við og ganga til baka. Flestum finnst þetta gæðatími því auk útveru og hreyfingar gefst tími til þess að spjalla …

Hellulögn á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í síðustu viku voru menn frá áhaldahúsinu í Borgarbyggð að helluleggja  stéttar frá anddyri skólans og út að steyptavellinum og setja öryggismottur undir rólurnar. Erum við á Hvanneyrardeildinni mjög glöð með þessa framkvæmd og nemendur nýta sér rólurnar talsvert meira en verið hefur. 

Yngsta stigs leikar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í september voru haldnir yngstastigsleikar GBF. Nemendur Hvanneyrar- og Kleppjárnsreykjadeilda komu að þessu sinni að Varmalandi og var yfirskrift leikanna „Gleði, Heilbrigði og Árangur“. Öllum var skipt í 5 hópa þvert á aldur og deildir. Hver hópur sinnti síðan hinum ýmsu verkefnum, skoðuðu og unnu það sem fyrir var lagt. Leikarnir tókust mjög vel og ekki að heyra annað en að bæði nemendur og kennarar …

Skipulagsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 18. september er skipulagsdagur í skólanum og nemendur í fríi.

Hópeflisferð unglinga

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 3. september fóru nemendur unglingastigs GBF í hópeflisferð. Dagana á undan voru allir unglingarnir búnir að vera saman í verkefnavinnu um sjálfsmynd og styrkleika. Lokahnykkur í þeirri vinnu var að ganga frá Eyri í Flókadal yfir í Lundarreykjadal þar sem þau enduðu í Brautartungu. Þar tóku við rólegheit, leikir, sund og síðan gistu nemendur ásamt kennurum sínum í Brautartungu. …