Skólasetning

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur fimmtudaginn 22. ágúst 2019 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Varmalandi kl 10:00,Hvanneyri kl 12:00,Kleppjárnsreykjum kl 14:00.

Breytingar á stundatöflum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Breytingar verða gerðar á stundatöflum Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með haustinu 2019. Breytinging er í tveimur liðum. 1) Skóli hefst kl. 8:20 (Það er ljóst eftir samtöl við skólabílstjóra að hægt er að hefja skóla 8:20 á næsta ári án þess að til komi breyting á skólaakstri nema að mjög litlu leyti.) 2) Skóla lýkur alla daga nema fimmtudaga kl. …

Gróðursetning

GBF Hvanneyri Fréttir

Grunnskóla Borgarfjarðar var úthlutað rúmlega 500 birkiplöntum sem nemendur hafa verið að gróðursetja í nálægð við skólann síðustu daga.

Árshátíð Hvanneyrardeildar

GBF Hvanneyri Fréttir

Nemendur Hvanneyrardeildar sýndu leikritið Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í Skjólbeltunum þriðjudaginn 28. maí. Nemendur stóðu sig með stakri prýði við túlkun persóna úr þessu heimsþekkta leikverki

Skólaslit

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 5. júní verða skólaslit hjá Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeild kl. 10:00 í Þinghamri. Hvanneyrardeild kl. 12:00 í grunnskólanum. Kleppjárnsreykjadeild kl. 14:00 í Reykholtskirkju.

Samstarfssamningur

GBF Hvanneyri Fréttir

Í dag var skrifað undir uppfærðan samstarfssamning á milli Grunnskóla Borgarfjarðar, Landbúnaðarháskóla Íslands og leikskólans Andabæjar sem gildir til ársins 2029. Fyrsti samstarfssamningurinn var undirritaður vorið 2009 og hefur samstarfið verið farsælt síðan þá. Samningurinn var undirritaður í Skjólbeltunum sem er sameiginlegt svæði allra skólastiga á Hvanneyri.

Ég á bara eitt líf

GBF Hvanneyri Fréttir

Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Mánudaginn 27. maí verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn á Kleppjárnsreykjum og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn verður fyrirlestur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Með því að veita foreldrum og starfsfólki tækifæri til að hlýða á erindið áður en nemendur fá fræðsluna er stuðlað að því að hinir fullorðnu …

Fatasund í Hreppslaug

GBF Hvanneyri Fréttir

Föstudaginn 17. maí var síðasti sundtíminn hjá Hvanneyrardeild þetta skólaárið. Samkvæmt hefð var fatasund í lokatímanum þar sem allir voru ofan í á sama tíma. Nemendur hafa verið í sundi á hverjum degi síðastliðnar tvær vikur þar sem Hvanneyrardeild hefur ekki aðgang að sundlaug yfir vetrartímann.

Lokahóf unglingastigs

GBF Hvanneyri Fréttir

Miðvikudaginn 15. maí var haldið lokahóf unglingastig GBF í Brún í Bæjarsveit. Byrjað var að snæða kvöldverð með kennurum og síðan voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Haldin var kosning meðal unglingastigsins um hvaða titill ætti best við hvern og einn nemanda í 10. bekk og voru niðurstöðurnar lesnar upp með borða afhendingu, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur enduðu …