Hugarflugsfundur starfsfólks

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag var haldinn hugarflugsfundur starfsfólks á leikskólanum Hnoðrabóli og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Þar veltu starfsmenn fyrir sér spurningum er varða framtíð skólanna þar sem frá og með næsta hausti verðum við í sameiginlegu húsnæði. Fundurinn er fyrsta skref í að þróa og undirbúa samveru og samstarf þessara stofnana og leggur grunn að þeirri vinnu. Fundurinn var góður, margar hugmyndir …

Fræsöfnun á Kleppjárnsreykjum

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Nemendur á Kleppjárnsreykjum hafa á síðustu dögum unnið að birkifræsöfnun í nágrenni skólans. Myndaðist skemmtileg keppni á milli stiga en yngsta stigið safnaði mest,  876 gr en alls söfnuðu nemendurnir 1895 gr. Í einu grammi af birkifræi geta komið upp 200-800 fræ svo alls söfnuðu nemendur efnivið í a.m.k. 785 þúsund birkitré. Verkefnið er liður í birkifræsöfnun Olís, Landgræðslunnar og …

Smiðjuhelgi

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Núna er í gangi smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingastigið tekur á móti nemendum úr Auðarskóla, Laugagerðisskóla og Reykhólaskóla. Nemendur þessara skóla sameinast í smiðjuvinnu frá föstudegi til laugardags. Smiðjurnar eru sjö að þessu sinni: Fótboltasmiðja, járnsmiðja, reiðtygjasmiðja, tölvuleikjaforritun, rafiðnaðarsmiðja, kvikmyndasmiðja og bökunarsmiðja. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er mikil vinnugleði í nemendum og kennurum þeirra.

Námsefniskynningar

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Í morgun voru nemendur í 1. – 7. bekk í Kleppjárnsreykjadeild með námsefniskynningar fyrir foreldra sína. Nemendur undirbjuggu sjálfir með aðstoð kennara kynningarnar. Þeir kynntu námsfögin, verkefnabækur ásamt því að sýna fjölbreytt verkefni sem þau eru að vinna að þetta haustið.

Yngsta stigs leikar

GBF Hvanneyri Fréttir

Í vikunni hittist allt yngsta stig Grunnskóla Borgarfjarðar saman á Hvanneyri. Nemendur sóttu fjölbreyttar stöðvar sem kennarar á yngsta stiginu stýrðu. Nemendum var skipt þvert á deildir og er þetta gert til þess að styrkja tenginguna á milli nemenda og deilda.

Hvernig líður börnunum okkar?

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Átt þú barn í grunnskóla í Borgarbyggð eða í Menntaskóla Borgarfjarðar? Þá átt þú erindi á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2019 sem haldin verður í Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjum þriðjudaginn 10. september kl. 20.00.

Skólaakstur

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Á morgun hefst skólaakstur samkvæmt tímaplani sem er á stiku hér til vinstri. Við viljum biðja foreldra um að vera vakandi fyrir tímasetningu á skólabílunum. Á næstu dögum verður tímaplanið uppfært út frá breytingum á bæjarleiðum. Tómstundaakstur verður á breyttum tíma en á fimmtudögum er hann kl. 15:05 en aðra daga kl. 14:15 frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. En frá Hvanneyri …

Skólasetning

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur fimmtudaginn 22. ágúst 2019 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Varmalandi kl 10:00,Hvanneyri kl 12:00,Kleppjárnsreykjum kl 14:00.

Breytingar á stundatöflum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Breytingar verða gerðar á stundatöflum Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með haustinu 2019. Breytinging er í tveimur liðum. 1) Skóli hefst kl. 8:20 (Það er ljóst eftir samtöl við skólabílstjóra að hægt er að hefja skóla 8:20 á næsta ári án þess að til komi breyting á skólaakstri nema að mjög litlu leyti.) 2) Skóla lýkur alla daga nema fimmtudaga kl. …