Vordagar á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á vordögum er ýmislegt um að vera á Varmalandi. Nemendahópar fara í margvíslegar ferðir og taka þátt í Unicefdeginu ásamt leikjadeginum sem er árleg hefð á þessari starfsstöð. Í ár var m.a. farið í hjólaferð að Melkoti, gönguferð á Hraunsnefsöxl, gönguferð í nágrenni skólans, unnar þrautir á Unicefdegi og safnað með áheitum fyrir Unicef. Föstudaginn 4.júní flaggaði Varmalandsdeild sínum 5. Grænfána …

Reykjavíkurferð unglingadeilda GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 3. júní lögðu unglingarnir í GBF land undir fót og skelltu sér í menningarferð til Reykjavíkur. Fyrst var litið inn á Listasafn Einars Jónssonar, þar sem nemendur skoðuðu hin ýmsu listaverk og komust að því að þau höfðu nánast öll séð verk eftir Einar, án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Því næst var farið í FlyOver …

Skólaslit GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 8. júní var Grunnskóla Borgarfjarðar slitið. Þetta vorið voru útskrifaðir 19 nemendur úr 10. bekk og var þeim veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur ásamt því að Háttvísi verðlaun voru afhent þeim nemanda sem talinn var sýna hvað mesta háttvísi, kurteisi og jákvæðni í garð nemenda og starfsmanna skólans. Einnig var afhent á öllum deildum bikar fyrir mestu framfarir í …

Íþróttamaður ársins

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum kjósi íþróttamann og íþróttakonu ársins úr sínum röðum. Til margra þátta er horft við kosninguna, fjölbreytni, framkomu og árangurs. Í ár fór kjörið á þessa leið: Íþróttakona ársins var Hjördís Ylfa Kulseng, í öðru sæti var Heiður Karlsdóttir og í þriðja sæti var Lisbeth Inga Kristófersdóttir. Íþróttamaður ársins var …

Vígsla á aparólu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er búið að vera draumur nemenda á Hvanneyri að eignast aparólu sem leiktæki við skólann. Með góðri samvinnu nemenda, starfsfólks, ungmennafélagsins Íslendings og íbúasamtakana á Hvanneyri fóru nemendur í söfnun í vetur fyrir aparólu með því að safna dósum og voru með lestrar- og stærðfræðimaraþon. Markmiðið náðist og var aparólan vígð síðasta skóladaginn með pomp og prakt. Við þökkum …

Hreyfiskilti á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur hafa nemendur í 5.bekk verið í heilsufræði hjá Önnu Dís Þórarinsdóttur og í þeim tímum kom upp sú hugmynd að búa til hreyfistöðvaskilti til að setja upp á Hvanneyri. Þá gæti fólk fengið hugmyndir af hreyfingu til að styrkja sig og bæta sín lífsgæði. Þeir bjuggu til myndband af æfingunum og hægt er að velja um að gera …

Útikennsla á miðstigi á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur hafa nemendur allra stiga á Kleppjárnsreykjum farið vikulega í útikennslu. Á vordögum var gerð sú nýbreyttni á miðstigi að nemendur skiptu á milli sín að skipuleggja útikennslutímana. Þetta er gert með það í huga að tengja nemendur við nám sitt og auka lýðræði í kennslunni og samvinnu nemenda. Sá hópur sem valdi viðfangsefni hverrar viku, sá um og …

Grænfánaflöggun á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 4. júní var Grænfánanum flaggað bæði á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Öflugar umhverfisnefndir hafa verið starfandi á báðum stöðum sem hafa í vetur unnið að þemum Grænfánans og uppskáru viðurkenninguna fyrir starfið í dag.  

Hjóla- og gönguferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 1. júní fór öll Kleppjárnsreykjadeildin í hjóla- og gönguferð. Hluti hópsins hjólaði þá hring í Skorradal en hinn hlutinn gekk út í Kistuhöfða. Þrátt fyrir veðurspá sem lofaði ekkert góðu fékk hópurinn hið besta veður og Borgarfjörðurinn skartaði sínu fegursta. 

Samstarfsverkefni í smíði og textíl

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

2. og 3. bekkur á Kleppjárnsreykjum smíðaði ýmist kattarúm eða dúkkurúm í smíði. Einnig saumuðu þau í saumavél sængur með sængurveri í textíl.