Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi fór fram í Laugargerðisskóla fimmtudaginn 18. mars síðastliðinn. Þar komu  saman keppendur frá Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugargerðisskóla og Auðarskóla í Búðardal. Dómnefndina skipuðu Jón Hjartarson fulltrúi Radda, Brandís Margrét Hauksdóttir og Halla Guðmundsdóttir.  Raddir hafa haldið keppnina nú í 25 ár og er þetta í síðasta sinn sem þeir sjá …

Páskaungar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það hefur verið undan farin ár reynt að klekja út hænueggjum til að vera með páskaunga tvær síðustu vikurnar fyrir Páska. Þetta framtak kennara hefur vakið mikla lukku hjá nemendum og starfsfólki og er farið í ófáar heimsóknir til að heilsa upp á þessa sætu hnoðra oft á dag.

Skólahópur Andabæjar í langþráða heimsókn

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag kom skólahópur Andabæjar loksins í heimsókn til okkar eftir langt hlé vegna covid-19. Þau tóku þátt í að búa plaggat um venjurnar og var nemendum skipt í 4 hópa þvert á aldur og 4 fyrstu venjurnar ræddar og búnar til myndir og setningar sem tengjast hverri venju fyrir sig  sem fara síðan í ramma og upp á vegg.

Upplestrarkeppni Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Upplestrarkeppni Grunnskól Borgarfjarðar fór fram í Snorrastofu miðvikudaginn 10. mars síðastliðinn. Eftir keppni innan deilda á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum mættu sex nemendur í Reykholt. Þetta voru þau Askur Týr Laubert Egilsson, Axel Smári Svavarsson, Birna Lind Hafdísardóttir, Embla Móey Guðmarsdóttir, Kristján Karl Hallgrímsson og Steinunn Bjarnveig Blöndal.  Dómarar í keppninni voru Jónína Eiríksdóttir og Ingibjörg Daníelsdóttir og fengu þær það erfiða …

Skauta og menningaferð til Reykjavíkur hjá 4. og 5. bekk

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 3. mars fóru nemendur í 4. og 5. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar í skauta- og menningarferð til Reykjavíkur. Nemendur í 5. bekk fóru í vísindasmiðju á vegum Hí og 4. bekkur fór í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Mjög skemmtilegar heimsóknir. Nemendur gæddu sér á flatbökum frá Dominos og Skelltu sér á skauta í Skautahöll Reykjavíkur. Áður en farið far aftur upp …

Skólapeysur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendafélag Grunnskóla Borgarfjarðar hefur annað hvert ár staðið fyrir sölu á skólapeysum fyrir nemendur og starfsfólk skólans í fjáröflunarskyni. Nú hafa allir þeir sem pöntuðu peysur fengið þær afhentar. Skólapeysurnar styrkja skólabrag skólans og skólamenninguna. Starfsfólk og nemendur hafa verið mjög ánægð með þetta framtak nemendafélagsins. Ágóðinn af peysusölunni rennur óskiptur til unglingastigs GBF í einhverskonar afþreyingu.

Vetrarfrí

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudag og föstudag 25.og 26. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Mánudaginn 1. mars er skipulagsdagur og frí hjá nemendum. Vonandi njóta allir frísins, sjáumst hress aftur þriðjudaginn 2. mars.

Skíðaferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 10. febrúar skellti Kleppjárnsreykjadeild sér á skíði í Bláfjöllum. Voru þau heppin með veður og algjör lúxus að vera eini skólinn í fjallinu þennan daginn. Yngsta stigið hafði fengið skíðakennslu fyrr í vikunni í formi pappaskíða sem greinilega skilaði sér í brekkurnar því í lok dags voru lang flestir nemendurnir komnir vel á leið í góðri skíðafærni. En myndir …

Vettvangsferð og Krakkar kokka

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á miðstigi á Kleppjárnsreykjum er hópur í heimilisfræði að vinna verkefnið Krakkar kokka sem er á vegum Matís. Framkvæmd verkefnisins felst í stuttu máli í því að nemendur fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, matarhefðir og auðlindir eigin svæðis.Hluti af verkefninu er að fara í vettvangsferð til hráefnisöflunar í villta náttúruna og/eða til frumframleiðanda á svæðinu. Í dag fóru nemendur í vettvangsferðina og fóru …

Allt og ekkert um hesta

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Vigdís, Kristín Eir og Sesselja á miðstigi á Kleppjárnsreykjum hafa verið að gera Podcast um áhugamál þeirra. Endilega hlustið á fyrsta þáttinn þeirra Allt og ekkert um hesta 1 hérna: https://youtu.be/goeEAoihBLo