Jól í skókassa

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þegar líða fer að aðventu er orðin hefð í skólanumað taka þátt í verkefninu jól í skókassa. Verkefnið tengjum við við barnasáttmálann og ræðum um réttindi og aðstæður barna annars staðar í heiminum. Í ár tók yngsta stigið á Kleppjárnsreykjum þátt og miðstigið á Varmalandi. Á Kleppjárnereykjum gerðum við fjóra kassa tvo fyrir drengi á aldrinum 7-11 ára og tvo fyrir stúlkur á …

Hrekkjavaka

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hrekkjavakan var haldin með sínu vanalega svarta drungalega þema í lok október. Nemendur svifu um gangana í fjölbreyttum búningum og gengu í gegnum ógurlega langa framandi ganga.

Útieldun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við hérna á Varmalandi erum svo heppin að ungmennafélagið okkar hefur verið að byggja upp aðstöðu á skógarsvæðinu sem við nýtum okkur. Nýjasta viðbótin er upphlaðið eldstæði sem var lokið við að útbúa á síðustu vikum. Aðstaðan er því til fyrirmyndar – Takk fyrir aðstöðuna Umf. Stafholtstungna og takk fyrir Imbusjóðinn, Ingibjörg Daníelsdóttir. Í dag, 10.nóvember, nýttum við síðan tækifærið …

Dagur vináttu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tilefni dags vináttu sem var 8.nóvember sl. bökuðu nemendur Hvanneyrardeildar smákökur til að færa vinum sínum í Andabæ og teiknuðu fallegar vinamyndir sem voru settar saman í bók. Vegna sóttvarna máttu hóparnir ekki koma saman og var gjöfin bara afhent við hliðið. Nemendur 5.bekkjar gerðu svo skúffuköku sem boðið var uppá í eftirrétt eftir hádegismatinn.

Víkingaþema

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðustu vikur hafa nemendur Hvanneyrardeildar verið að vinna í víkingaþema út frá bókunum Litlu Landnemarnir, Landnámsmennirnir og Snorra Sögu. Nemendur gerðu hugarkort með sínum landnámsmanni og bjuggu hann til í dúkkulísuformi.  Þeir sömdu sögu um víkinginginn sinn sem þer lásu inn á Seesaw, þá voru búnir til skyldir þar sem þurfti að pússa og pússa til þess að fá hann fínan, …

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember 2020

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn voru kynntar hertar aðgerðir sem tóku gildi 31. október. Reglugerðin varðandi grunnskólann verður unnin um helgina og ljóst að skólarnir þurfa svigrúm til að bregðast við. Grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólinn í Borgarbyggð munu því taka mánudaginn til að skipuleggja starfið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Það er því starfsdagur mánudaginn 2. nóvember.

Útival á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á haust dögum hafa nemendur í útivali á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum unnið við að bæta útikennslusvæði skólans. Fyrsta verk þeirra var að færa og bæta eldstæðið sem þar er. Nemendur byrjuðu á að jarðvegsskipta og drena svæðið. Síðan var hlaðið upp eldstæði og það prufukeyrt með því að kveikja bál, hita kakó og grilla brauð.

Vetrarfrí

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Mánudaginn 26. til miðvikudagins 28. október er vetrarfrí og skipulagsdagur í skólanum og nemendur í fríi. Við vonum að þið njótið frísins. Sendum þeim sem eiga um sárt að binda vegna áfalla í samfélaginu okkar kærleiks kveðjur. Hlökkum til að hitta nemendur aftur fimmtudaginn 29. október. Kær kveðja,stjórnendur

Bleikur dagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Bleika deginum 16. október mátti sjá bleikt þema svífa yfir skólagöngunum. Nemendur og starfsfólk var þannig að sýna stuðning sinn og samstöðu við allar konur sem greinst hafa með krabbamein.

Þemadagar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í byrjun október voru þemadagar í GBF. Á Hvanneyri unnu nemendur með Leiðtogann í mér sem fléttað var saman við grænfánann. Leiðtogatré voru unnin í verkefnabækur, nemendur skrifuðu hvað það væri sem léti þeim líða vel og lærðu á word í leiðinni, samin var saga um venju í book creator og nemendur sömdu náttúruljóð. Verkefni voru fjölbreytt og skemmtileg og var …