Fatasund í Hreppslaug

GBF Hvanneyri Fréttir

Föstudaginn 17. maí var síðasti sundtíminn hjá Hvanneyrardeild þetta skólaárið. Samkvæmt hefð var fatasund í lokatímanum þar sem allir voru ofan í á sama tíma. Nemendur hafa verið í sundi á hverjum degi síðastliðnar tvær vikur þar sem Hvanneyrardeild hefur ekki aðgang að sundlaug yfir vetrartímann.

Lokahóf unglingastigs

GBF Hvanneyri Fréttir

Miðvikudaginn 15. maí var haldið lokahóf unglingastig GBF í Brún í Bæjarsveit. Byrjað var að snæða kvöldverð með kennurum og síðan voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Haldin var kosning meðal unglingastigsins um hvaða titill ætti best við hvern og einn nemanda í 10. bekk og voru niðurstöðurnar lesnar upp með borða afhendingu, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur enduðu …

Skipulagsdagur

GBF Hvanneyri Fréttir

Þriðjudaginn 7. maí er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og eru nemendur í fríi þann dag.

Ruslatínsla á Hvanneyri

GBF Hvanneyri Fréttir

Á þriðjudaginn fóru nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar í ruslatínslu á Hvanneyri. Síðastliðin ár hafa vinahópar skólanna hist í kringum Dag umhverfisins til þess að snyrta umhverfið í kringum sig. Nemendur stóðu sig mjög vel og hjálpuðust að við að hreinsa í kringum skólana sína og nærumhverfið. Afraksturinn má sjá á myndum.

Pannavellir settir upp.

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Pannavellir hafa verið settir upp á öllum starfsstöðum Grunnskóla Borgarfjarðar. Sveitarfélagið keypti vellina í gegnum UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti einum eftir ákveðnum reglum. Fyrir þá sem vilja prófa vellina eru reglurnar aðgengilegar við vellina. 

Smiðjuhelgi á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Seinni smiðjuhelgi vetrarins var haldin á Varmalandi 5.- 6. apríl síðastliðinn. Þar komu saman nemendur 8.-10. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla. Boðið var upp á Körfuboltasmiðju, glímusmiðju, Nýsköpunar og legósmiðju, tálgunar- og útismiðju, matreiðslusmiðju með ítölsku þema og brids- og spilasmiðja. Það var líf og fjör á smiðjuhelgi eins og sá má á þessum myndum. Útismiðja í umsjón …