Dagur stærðfræðinnar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það var heldur betur haldið upp á stærðfræðidaginn síðasta föstudag í 5. – 6. bekk á Kleppjárnsreykjum í dag. Nemendur höfðu undirbúið daginn vel, bjuggu til bingó, prentuðu út mandölur og stærðfræðiblöð og gerðu uppskrift að bíl úr pappakassa. Fyrir hádegi fór bekkurinn í bingó og eftir hádegi voru allir þrír tímarnir teknir í stöðvavinnu. Nemendum fannst gott að hvíla bókina og …

Lestrarbikar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á skólaslitum á Kleppjárnsreykjum hefur verið hefðin að afhenda lestrarbikar þeim sem hefur staðið sig best í lestri í 5. bekk. Síðast voru það tveir sem voru með jafn miklar framfarir og var því ákveðið að gera ekki upp á milli heldur skipta bikarnum á milli anna. Sá sem var á undan í stafrófinu var með bikarinn framyfir jól og …

Gaman í frístund

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í rigningu og roki er lífinu tekið með ró á tattoostofu, í spilum og spjaldtölvum.

Söngvarakeppni GBF 2020

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Söngvarakeppni GBF var haldin 30. janúar í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Nemendur 4.-10. bekkjar úr öllum deildum skólans stóð til boða að spreyta sig í söng. Dómarar í þetta sinn voru Þorvaldur Jónsson, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og Sigrún Theódórsdóttir. Sigurvegarar voru: í 1. sæti Kristján Karl Hallgrímsson, í 2. sæti voru þær stöllur Dagný Eyjólfsdóttir, Guðrún Sjöfn Kulseng, Sólveig Kristín Borgarsdóttir …

Leikskólaheimsókn á Hnoðraból

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 28. janúar fóru nemendur í 5. bekk á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum í heimsókn í leikskólann Hnoðraból. Nemendur höfðu valið sér bækur sem þau lásu fyrir leikskólabörnin og var það mjög notaleg stund. Eftir lesturinn gafst nemendum tækifæri til þess að kynnast leikskólabörnunum aðeins, leika og spjalla og voru allir mjög ánægðir með þessa ferð. Ferðin var liður í samstarfi á …

Þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag byrjar þorrinn og af því tilefni var haldið þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur nutu þess að snæða þorramat ásamt því að vera með atriði. Einnig var fyllt út þorramatsbingó og fengu þeir sem gátu fyllt allt spjaldið medalíu sem á stóð Smakkari ársins. Auðvitað var sungið og varð Þorraþrællinn fyrir valinu og sungu nemendur með háum rómi. 

Refur á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Starfsfólk og nemendur duttu heldur betur í lukkupottinn þegar dautt refshræ fékk far með deildarstjóra í skólann. Þóra Geirlaug tók að sér að kynna fyrir nemendum refinn og ýmsan fróðleik honum tengdum. Nemendur fengu að klappa refnum og skoða upp í hann, spyrja spurninga svo eitthvað sé nefnt. Nemendur voru afar forvitnir og virkilega skemmtilegt að fá fræðslu með raunverulegu viðfangsefni. 

Kyndlaganga á föstudeginum dimma á Hvanneyri.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

„Föstudaginn 17. janúar fór Hvanneyrardeild og elsta deildin í Andabæ í kyndlagöngu. Þetta er árleg hefð sem farið hefur verið í álfagöngu á þrettándanum með jólatréð og kveiktur smá varðeldur í stutta stund.  En núna viðraði ekki næganlega vel á þrettándanum og nýttum við okkur „Föstudaginn Dimma“ í staðinn.