Bangsarúm

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur hafa nemendur Hvanneyrardeildar verið með einn dag í viku í verklegri færni og unnið hin ýmsu þemaverkefni þar sem verklegi þátturinn í kennslunni fær að njóta sín og öllum bókum er sleppt. Eitt af þessum verkefnum var að smíða bangsarúm, sauma bangsa, sæng og kodda og skrifa fæðingarvottorð um bangsa sinn. Nemendur voru í lang flestum tilfellum mjög ánægð …

Samstarfsdagur yngstastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 3.júní kom yngstastig GBF saman á Hvanneyri og tók þátt í skemmtilegum stöðvum sem voru náttúrubingó, frísbígolf, fótbolti/leikir, boðhlaup yfir ærslabelginn/stoppdans og vinaspil. Dagurinn tóks glimmrandi vel og mátt sjá gleði skína úr andiltum barnanna og starfsfólks með vel heppnaðan dag.

Unicef á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 4. júní, næst síðasta skóladaginn, unnu nemendur í 1. – 7. bekk í árlegu Unicef verkefni fyrir hádegi. Þá fóru nemendur á milli þrautabrauta, leystu þrautirnar eða verkefnin og unnu inn límmiða. Nemendur gátu síðan heima safnað áheitum frá vinum og vandamönnum fyrir hvern límmiða sem þeir söfnuðu. Peningurinn sem safnaðist er síðan sendur til Unicef samtakanna og fengu nemendur …

Vorhátíð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðasta skóladaginn var Hvanneyrardeildin með vorhátíð þar sem nemendur og starfsfólk skemmti sér saman. Byrjað var á útsláttarmóti í fótbolta þar sem nemendum skólans var skipt í 4 lið og keppti hvert lið 2 leiki nema siguliðið keppti þriðja leikinn sinn við starfsfólk skólans og að sjálfsögðu fór starfsfólk með sigur. Að loknu fótboltamótin var langþráður draumur nemenda að rætast en …

Fjölgreindaleikar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 2. júní voru fjölgreindaleikar á Kleppjárnsreykjum en hefð hefur skapast fyrir því að halda slíka leika á vordögum. Öllum nemendum Kleppjárnsreykjardeildar var skipt í hópa og þurfti hópurinn að ákveða hver myndi leysa hvaða þraut. Þrautirnar voru allar í anda fjölgreindanna, þar sem stuðst er við fjölgreindakenningu Gardners. Þrautirnar voru sex talsins: hlaupakeppni (líkams- og hreyfigreind), fugla og plöntu …

Vordagar á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á vordögum er ýmislegt um að vera á Varmalandi. Nemendahópar fara í margvíslegar ferðir og taka þátt í Unicefdeginu ásamt leikjadeginum sem er árleg hefð á þessari starfsstöð. Í ár var m.a. farið í hjólaferð að Melkoti, gönguferð á Hraunsnefsöxl, gönguferð í nágrenni skólans, unnar þrautir á Unicefdegi og safnað með áheitum fyrir Unicef. Föstudaginn 4.júní flaggaði Varmalandsdeild sínum 5. Grænfána …

Reykjavíkurferð unglingadeilda GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 3. júní lögðu unglingarnir í GBF land undir fót og skelltu sér í menningarferð til Reykjavíkur. Fyrst var litið inn á Listasafn Einars Jónssonar, þar sem nemendur skoðuðu hin ýmsu listaverk og komust að því að þau höfðu nánast öll séð verk eftir Einar, án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Því næst var farið í FlyOver …

Skólaslit GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 8. júní var Grunnskóla Borgarfjarðar slitið. Þetta vorið voru útskrifaðir 19 nemendur úr 10. bekk og var þeim veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur ásamt því að Háttvísi verðlaun voru afhent þeim nemanda sem talinn var sýna hvað mesta háttvísi, kurteisi og jákvæðni í garð nemenda og starfsmanna skólans. Einnig var afhent á öllum deildum bikar fyrir mestu framfarir í …

Íþróttamaður ársins

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum kjósi íþróttamann og íþróttakonu ársins úr sínum röðum. Til margra þátta er horft við kosninguna, fjölbreytni, framkomu og árangurs. Í ár fór kjörið á þessa leið: Íþróttakona ársins var Hjördís Ylfa Kulseng, í öðru sæti var Heiður Karlsdóttir og í þriðja sæti var Lisbeth Inga Kristófersdóttir. Íþróttamaður ársins var …

Vígsla á aparólu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er búið að vera draumur nemenda á Hvanneyri að eignast aparólu sem leiktæki við skólann. Með góðri samvinnu nemenda, starfsfólks, ungmennafélagsins Íslendings og íbúasamtakana á Hvanneyri fóru nemendur í söfnun í vetur fyrir aparólu með því að safna dósum og voru með lestrar- og stærðfræðimaraþon. Markmiðið náðist og var aparólan vígð síðasta skóladaginn með pomp og prakt. Við þökkum …