Flokkun og endurvinnsla

Í Grunnskóla Borgarfjarðar er ruslið flokkað. Þeir flokkar sem sveitafélagið býður upp á eru pappír, plast og almennt rusl. Einnig er lífrænn úrgangur flokkaður sér og hann settur í tilheyrandi tunnur eða endurnýttur í hænur sem starfsmenn eiga.

Reynt er eftir bestu getu að endurvinna það sem hægt er að nýta til annarra hluta. Nýsköpunar kennsla hefur verið að byggjast upp liðin ár þar sem nemendur skapa nýja hluti úr gömlum.

Uppfært 23.11.2020