Gróðursetning á Borg

Spildan sem gróðursett er í er úr landi prestseturjarðarinnar Borgar á Mýrum. Hún er mitt á milli Borgarinnar og Klaufarholts og liggur skammt ofan gamalla túna.

Land það sem gróðursett er í er að mestu blaut mýri en er þurrt í jöðrum þess. Í þessari mýri hefur á síðustu árum sprottið gulvíðir og birki.

Landið er hluti af heimalandi prestsetursins. Um aldir hefur þetta svæði verið lagt undir ágang búfjár. Síðan 1993 hefur það verið alfriðað. Engin framræsla hefur verið gerð.

Nemendur í fyrsta, fimmta og tíunda bekk fara á hverju vori og gróðursetja. Tegundir sem gróðursettar hafa verið eru einkum birki, greni, fura, lerki, ösp og reynir.