Meginmarkmið
Að ganga vel um umhverfi okkar, jafnt náttúru sem manngert umhverfi og nýta vel þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir.
Leiðir
Þetta ætlum við að gera með því að ganga vel um náttúruna, kynnast vel okkar nánasta umhverfi, hlúa að því og rækta. Fara vel með þá orku sem við höfum til umráða og þau auðæfi sem okkur er treyst fyrir. Endurnýta og endurvinna það sem hægt er.
Helstu áherslur
Fræðsla
Auka umhverfisvitund nemenda með menntun, góðu fordæmi og verkefnum jafnt innan kennslustofu sem utan. Nemendur skólans hafa aðgang að útvistarsvæðum til fræðslu og ræktunar, s.s. flóann norður af Borg og Einkunnir.
Orka
Fylgjast markvisst með orkunotkun í skólanum. Ganga sparlega um þá orku sem viðhöfum til umráða, m.a. með því að minna nemendur og starfsfólk á að slökkva ljós og á rafmagnstækjum þegar búið er að nota þau.
Pappír
Við þurfum að ganga vel um þann pappír sem okkur er treyst fyrir og nýta af skynsemi.