Umhverfisstefna

Umhverfismál eru öllum mikilvæg.

Umhverfisstefnan byggir á Aðalnámsskrá Grunnskóla 2013 og Skólastefnu Borgarbyggðar 2016 – 2017. Hún tekur til allrar starfsemi skólans og er ætluð til hvatningar fyrir starfsmenn og nemendur grunnskólans í öllu því sem snýr að umhverfismálum. Umhverfissáttmáli skólans er hluti af umhverfisstefnu skólans.

Stefnt er að því að fræðsla um umhverfismál bæði í nærumhverfi og hnattrænt verði fléttuð inn í námsefni almennt.
Sjálfbærni, einum af grunnþáttum menntunar verði gerð góð skil tengt almennu námsefni og þar með lögð áhersla á framtíðarsýn og rétt komandi kynslóða til lífs og heilbrigðis.

Einnig er stefnt að því að efla útinám og útikennslu meðal annars með því að setja útikennslu inn á skipulag árganga og stefnt er að því að koma upp útikennslustofu í næsta nágrenni skólans.

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur tekið þátt í Grænfánaverkefninu frá upphafi þess og stefnir á það áfram. Grænfánaverkefnið stuðlar að aukinni umhverfisvitund, jákvæðum áhrifum í umhverfismálum á nærsamfélagið, lífsvenjum í anda sjálfbærni, lýðræðislegum vinnubrögðum og styrkir umhverfisstefnu skólans.