Útikennsla

Í Grunnskólanum í Borgarnesi er lögð áhersla á útivist í nánasta umhverfi skólans. Við erum svo heppin að stutt er í fjöruna, Skallagrímsgarð og útivistarsvæðið Einkunnir sem er stutt frá svokallaðri Álatjörn sem notuð er í rannsóknarferðir. Einnig er svæðið aðalsögusvið Egilssögu – en Borg, þar sem Egill bjó er í útjaðri Borgarness

Vettvangsferðir eru m.a. leið skólans til að, tengja námið veruleikanum utan skólastofunnar og færa þannig bóklegt nám nær reynsluheimi nemandans hverju sinni. Þessi listi er áætlun um lengri vettvangsferðir komandi vetrar:

Nemendur 1 – 7. bekkjar fara í styttri ferðir.

Nemendur 8. – 10. bekkjar fara í lengri ferðir en þá með þátttöku nemendafélagsins. Allar ferðir eru með fyrirvara um að fjármagn fáist til að fara þær.

Þær ferðir sem um ræðir eru:
1. bekkur: Sveitaferð.
Gróðursetning á Borg að vori.

2. bekkur: Heimsókn á Landnámssetrið.
Einkunnir / Hafnarskógur– ratleikur –grill að vori.

3. bekkur: Fjöruferð
Fjallaferð að vori.

4. bekkur: Hvanneyri-Ullarsel búvélasafn að vori.
Dvalarheimilið.
Börn í 100 ár, baðstofa, innanbæjarferð.

5. bekkur: Þjóðminjasafn.
Rannsóknarferð í Einkunnir; haust, vetur og vor.
Gróðursetning á Borg að vori.

6. bekkur: Snorrastofa.
Heimsókn á Landnámssetrið.

7. bekkur: Námsferð að Reykjum.
Faxaflóahafnir – sjóferð.

8. bekkur: Skíðaferð. Þessi ferð er tveggja daga ferð með gistingu. Umsjónarkennarar árgangsins sjá
um skipulagningu ferðarinnar í samstarfi við stjórnendur, foreldra og nemendafélag skólans.

9. bekkur: Skólabúðir að Laugum. Skólastjóri og umsjónarkennari sjá um skipulagningu ferðarinnar.
Farið í ferð með Skólaskipinu Dröfn ef það býðst – oft í febrúar.
Fundað vegna skólaferðalags í 10. bekk með foreldrum til að ákveða hvort stefnt sé að skólaferðalagi utanlands eða innanlands. Ferðanefnd skipuð úr hópi foreldra.

10. bekkur: Gróðursetning á Borg að vori.
Um tvo kosti er að velja að hausti/vori:
Tveggja til þriggja daga ferð innanlands. Þessi ferð skal skipulögð af umsjónarkennurum bekkjarins í samstarfi við stjórnendur, foreldra og nemendur árgangsins. Nemendafélag
skólans/foreldrar/umsjónarkennarar koma að fjáröflun.
Sé sú ákvörðun tekinn á fundi með foreldrum að stefnt skuli að utanlandsferð tilnefnir skólinn
starfsmann/starfsmenn sem sinna verkefninu af hálfu skólans. Fjármögnun ferðarinnar skal vera í
höndum foreldra og nemenda með aðstoð starfsmanns skólans. Nemendafélag skólans
kemur einnig að fjármögnun eins og fjárreiður þess leyfa.