Við viljum að í skólanum sé hlýlegt andrúmsloft og að við sýnum hvert öðru umhyggju og kurteisi. Við viljum að samskipti innan vinnustaðarins einkennist af jákvæðni, gleði og metnaði.
Gildi Grunnskóla Borgarfjarðar
Við:
- berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu
- tökum ábyrgð á því sem við gerum og segjum
- ástundum heiðarleg og réttlát samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti
- göngum með gleði og jákvæðu hugarfari til leiks og starfs
- stöndum saman og vinnum saman
- sýnum umburðarlyndi og kærleika í samskiptum
- erum metnaðarfull, skipulögð og öguð í öllu sem við gerum
- gætum fyllsta trúnaðar um málefni annarra
- hvetjum til heilbrigðs lífernis