Kennsluhættir
Verið er að innleiða teymiskennslu inn á öll stig hjá Grunnskóla Borgarfjarðar.
Teymiskennsla er þegar fleiri kennarar sem vinna saman við kennslu í sama rými. Kennarar í teyminu bera sameiginlega ábyrgð á því hvað er kennt, kennslunni og mati á nemendum. Þeir hafa stuðning hver af öðrum og geta haft ákveðna verkaskiptingu í kennslu. Kennarar þróa starf sitt í gegnum samskipti, samvinnu og nám og tengja það lærdómssamfélagi og menningu skólans.
Teymiskennsla er ein leið til betri árangurs. Þegar fleiri vinna saman koma fram fleiri hugmyndir að leiðum. Kennarar eru lykilaðilar teymiskennslunnar, þeir þurfa að geta unnið saman til að efla starfsþróun sína, huga að samskiptum innan teymis og þróa samskipti og samvinnu milli kennara, foreldra, nemenda og annars starfsfólks.
Hægt er að kynna sér helstu áherslur í kennslu á hverju stigi fyrir sig hér:
Einnig má kynna sér kennsluhætti í ákveðnum greinum undir tenglinum Markmið náms á heimasíðunni.
Uppfært 03/2018