1-5 bekkur

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Skólinn er þátttakandi í Byrjendalæsi og er stuðst við þá hugmyndafræði á yngsta stiginu. Unnið er út frá sögubók sem lesin er í upphaf hvers vinnutímabils. Áhersla er lögð að tengja saman hljóð og staf ásamt því að stuðla að hraða, öryggi og lesskilningi. Stafir eru lagðir inn í hverri viku út frá lykilorði sögubókar vinnutímabilsins og eru tveir stafir lagðir inn í hverri viku og unnin verkefni í tenslum við stafina ásamt viðeigandi málfræðiverkefnum, allt eftir getu hvers og eins. Lestur, skrift, virk hlustun og mælt mál er grunnur að öllu námi. Í heimanámi er lögð áhersla á lestrarþjálfun.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Stuðst við fjölbreytta gæðatexta úr bókum, bækur af bókasafni og frá námsgagnastofnun.

Bækur/vísur í Byrjendalæsi

 • Íslensku húsdýrin og Trölli
 • Komdu og skoðaðu: Umhverfið
 • Árstíðirnar
 • Ég vil fisk
 • Komdu og skoðaðu: Mannslíkaminn
 • Afi minn í sveitinni
 • Jólagestir Péturs
 • Álfasaga um sjálfstraust
 • Gott kvöld
 • Úr æsku e. Jónas Hallgrímsson
 • Krúttið hennar Gunnu
 • Kynlegur kvistur
 • Amma fer í sumarfrí
 • Asnaskólinn
 • Umferðarsaga
 • Ýma Tröllastelpa

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í stöðvavinnu með hringekjuformi samætt er í þeim fögum sem henta eins og samfélagsfræði, náttúrufræði og stærfræði. Verkefni eru unnin á fjölbreyttan hátt og nemendum mætt á þeirra forsendum

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Lestur

 • Heimalestur
 • Yndislestur í skólastofu
 • Lestur fyrir kennara og bekkjarfélaga
 • K-PALS (peer assisted learning strategies)

Byrjendalæsi

 • Innlögn
 • Paravinna
 • Orðavinna
 • Vinnubækur
 • Hópavinna
 • Yndislestur
 • Vinnusmiðjur
 • Umræður um texta
 • Frásögn
 • Lykilorðavinna
 • Minnisspil
 • Stafasúpa
 • Orðaskuggar
 • Skapandi skrif
 • Teikningar og orð
 • Sóknarskrift
 • Orðabingó

Skrift

 • Markviss þjálfun
 • Eftirfylgni

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Lestrarskimum er lögð fyrir 3 sinnum yfir veturinn.

Leið til læsis er lagt fyrir í okt/nóv.

Lestrarpróf eða stafapróf eru lögð fyrir eftir getu hvers og eins minnst 2-3 sinnum yfir veturinn.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Að kynna fyrir nemendum fjölbreytileika myndlistarinnar og að hver nemandi öðlist sjálfstæð vinnubrögð, útfæri á sinn hátt og hafi ánægju af. Ávallt er lögð áherslu á vönduð vinnubrögð.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Kennari kemur með námsgögn

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Góð innlögn eða sýnikennsla

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Verkefni sem verða unnin í vetur:

 • Verkefni um sumarið
 • Sjálfsmynd
 • Útbúa og lita fiðrildi
 • Jólakortagerð
 • Klippimyndir
 • Jólaverkefni
 • Fjölskyldumynd
 • Vináttu verkefni
 • Rispamyndir
 • Páskaverkefni
 • Vorverkefni sem samþættast með bóklegum fögum

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Verkefnin eru metin og fyllt er inn í hæfnikort nemandans jafnt yfir veturinn og sett umsögn í lok hvorrar annar.

Grunnskóli Borgarfjarðar 2017-2018

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykursúrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þætti svo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátökog kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu. Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.

Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi.

Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu. Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Þær kennsluaðferðir sem eru notað í kennslu eru: sýnikennsla, útlistunarkennsla og verkleg kennnsla.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

24.ágúst – 1.sept. Sund
4. sept – 8. Sept. Leikir + Frjálsar íþróttir
11.sept – 22. sept Fótbolti
25.sept – 6. okt  Mælingar + leikir
9.okt – 20.okt Fimleikar
23.okt – 3. nóv Frjálsar íþróttir
6.nóv – 15.nóv Hnit
20.nóv – 1.des Blak
4.des – 15.des Bandý
18. des Tarzan leikur
19. des Sleðabraut

21.desember – 2. janúar Jólafrí

3.jan – 12.jan Þrek
15.jan – 26.jan Handbolti
29.jan – 9.feb Fimleikar
12.feb – 22.feb Körfubolti
26.feb – 9.mars Hnit
12.mars – 23.mars Borðtennis

24.mars – 2. apríl Páskafrí

3.apríl – 13.apríl Blak
16.apríl – 27.apríl Bandý
30.apríl – 11.maí Líkamsmælingar + þrek
14.maí – 25.maí Sund
28.maí – 4.júní Leikir

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Notast er við bækurnar Stika 1a nemendabók og Stika 1a æfingahefti og Stika 1b nemendabók og Stika 1b æfingahefti. Kennt verður eftir nemendabókunum, en æfingaheftin eru til viðbótar fyrir þá sem vilja æfa sig betur. Stika 1a skiptist í 4 meginkafla. Það eru : 1.Heilar tölur, 2.Tölfræði, 3.Tugabrot og 4.Rúmfræði. Stika 1b skiptist í 1.Mælingar, 2.Almenn brot, 3.Margföldun og deiling og 4.Mynstur. Nemendur vinna í tímum og fá aðstoð hjá kennara. Ný atriði eru kynnt fyrir bekknum á töflu.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Stika 1a nemendabók og Stika 1b nemendabók

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Nemendur vinna eftir sínum hraða og forsendum eftir áætlun kennara. Þeir eru hvattir til að aðstoða hvern annan en jafnframt að bera ábyrgð á eigin námi. Hlutbundin vinna sem og óhlutbundin eftir því sem hentar hverjum og einum. Tímarnir eru vinnutímar og er innlögn eftir því sem þurfa þykir og eru þá teknar fyrir nýjungar í náminu. Í tímum fá nemendur stundum að vinna saman í hópum ýmist stýrðum eða þar sem þau velja sig saman. Þannig fá þau tækifæri til að þjálfa samvinnu og aðstoða hvert annað ef þörf er á. Einnig er einstaklingsvinna.

Nemendur fá í hendur vikuáætlun til að fylgja eftir þar sem búið er að búta niður kaflann og hvaða dæmi skuli unninn í hverri viku fyrir sig og hvaða dæmum við sleppum.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Hver og einn vinnur á sínum hraða en síðan leggjum við inn ákveðin verkefni. Nemendur vinna eftir einstaklingsáætlunum og þurfa að halda sinni áætlun.

Aukaverkefnin

Janúar – farið yfir negatívar og positívar tölur Febrúar – Margföldun

Mars – Deiling Apríl – Gráður

Maí – Unnin stærðfræðiverkefni úti

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Í lok hvers kafla eru kaflapróf og verða þau metin.

Kennari fyllir reglulega inn í hæfnikort nemanda ásamt því að skila skriflegri umsögn í lok hvorrar annar.

Hönnun og smíði 5.bekkur H

Markmið – hvað ætlum við að læra? Markmið kennslunnar er að nemendur geti beitt algengum handverkfærum sér til gagns og gamans og breytt hugmynd í áþreifanlegan hlut

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Kennari vinnur með nemendum að hugmyndum í nýsköpun ásamt því að nemendur hanna eitt smíðaverkefni.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Kennslan fer fram með sýnikennslu og maður á mann, ásamt því að nýta okkur umhverfi okkar.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Janúar/febrúar Nemendur klára rammaverkefnin sín. Þeirra eigin hönnun á römmum. Þeir nemendur sem klára vinna að sögunarverkefni.
Mars Leiktjaldagerð fyrir árshátíðina
Apríl/maí Förum að færa okkur meira út og kanna hvort hægt sé að laga eða bæta við út í Skjólbeltum.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Námsmat fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum Grunnskóli Borgarfjarðar 2017-2018