8. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í erlendum tungumálum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan einkum á hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun og menningarlæsi.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um erlend tungumál er að finna á bls. 122-140):
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Námsefnið Smart, lesbók og vinnubók.
Rafræna útgáfu lesbókarinnar má finna hér: https://www.mms.is/namsefni/smart-nemendabok-rafbok
Rafræna útgáfu vinnubókarinnar má finna hér: https://www.mms.is/namsefni/smart-vinnubok-rafbok
Námsefnið Tak, lesbók og vinnubók.
Rafræna útgáfu lesbókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/tak-grunnbok-rafbok
Rafræna útgáfu vinnubókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/tak-vinnubok-a-rafbok
Þá er ítar- og aukaefni af fjölbreyttum toga nýtt, svo sem danskir þættir, blöð og bækur.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Innlögn kennara, sjálfstæð vinna, hópavinna, paravinna, umræður, myndbönd, spil, hlustunar- og samtalsæfingar og fleira.
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - Október: Orðaforði tengdur dýrum og dýralífi.
Október - Desember: Orðaforði tengdur mat og matarvenjum
Desember: Dönsk menning, danskar jólahefðir og sögur.
Janúar- Febrúar Orðaforði tengdur skóla og menntun.
Mars - Apríl: Orðaforði tengdur húsnæði og heimilinu.
Apríl - Júní: Orðaforði tengdur fjölskyldu og fjölskyldutengslum.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í erlendum tungumálum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau.
Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í tungumálum. Vinnum með ólíkar tegundir texta og verkefni þar sem reynir á mismunandi færni nemenda. Í þessari vinnu er lögð áhersla á markmiðin að:
- þjálfa lesskilning nemenda
- nemendur tileinki sér fjölbreyttan orðaforða og geti lesið sér til gagns og ánægju.
- nemendur geti skilið og nýtt sér talað mál um almenn málefni
- nemendur séu samræðuhæfir og geti tjáð sig vel og áheyrilega með eðlilegum framburði
- nemdur geti skrifað skýran og góðan samfelldan texta
- nemendur geti fyglt reglum um málnotkun s.s. við uppbyggingu texta
- nemendur kynnist ólíkri menningu og geti borið hana saman við sína eigin
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 8 - lesbók og vinnubók
Hljóð- les- og myndefni af diskum og vef
Orðabækur og ýmsar uppflettibækur
Ýmis verkefni frá kennara
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í þriggja til fjögurra vikna lotum og nemendur fá uppgefið allt námsefni sitt um leið og þær hefjast. Nemendur geta þá hafist handa og unnið á sínum hraða. Verkefni hverrar lotu eru fjölbreytt og taka á öllum þáttum enskunnar. Nemendur ljúka svo hverri lotu með lotuprófi eða lotuverkefni og skilum á verkefnum lotunnar. Lotuverkefnin er fjölbreytt og reyna á ólíka færni nemenda. Lotur vetrarins eru alls átta og er stefnt að því að klára fjórar lotur á haustönn og fjórar á vorönn.
Námsefnið verður aðlagað að þörfum hvers og eins.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - september: Unit 1 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem tengjast dýrum. Málfræði;Ritun þar sem lögð er áhersla á að þjálfa orðaforða, málnotkun og hvernig nemendum tekst að fylgja leiðbeiningum kennara.
Málfræði; persónufornöfn og eignarfornöfn.
Október: Unit 2 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem m.a. tengjast sjálfsmynd en mikil áhersla á að þjálfa framburð nemenda. Þeir skila upptöku þar sem þessir þættir eru metnir. Málfræði; sagnirnar to be og to have.
Nóvember: Unit 3 auk ítarefnis frá kennara. Unnið skriflega með ólíka texta og orðaforða sem tengjast Svíþjóð en jafnframt vinna nemendur verkefni þar sem áhersla er lögð á munnleg skil. Málfræði; spurnarorð.
Desember: Unit 4 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem tengjast íþróttum. Málfræði; sögnin to do bæði í nútíð og þátíð. Nemendur vinna einnig verkefni á ensku sem tengjast jólunum.
Janúar: Unit 5 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem tengjast tísku og útliti. Málfræði; ábendingarfornöfn og tilvísunarorð. Nemendur ljúka lotunni með því að taka lotupróf.
Febrúar: Unit 6 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða hraða og áhættu. Málfræði; Óákveðinn greinir og stigbreyting lýsingarorða.
Mars - apríl: Unit 7 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem tengjast Stóra-Bretlandi. Málfræði; nafnorð - regluleg og óregluleg fleirtala
Apríl - maí: Unit 8 auk ítarefnis frá kennara. Unnið með ólíka texta og orðaforða sem tengjast Bandaríkjunum. Áhersla á að þjálfa ritun nemenda. Málfræði; reglulegar sagnir í nútíð og þátíð og óreglulegar sagnir.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við matið og að það sé í samræmi við markmið og innihald kennslunnar. Við lok hvorrar annar byggist námsmatið á símati úr hverri lotu þar sem munnleg/skrifleg próf, kannanir, hóp- og einstaklingsverkefni og virkni mynda lokaeinkunn á hvorri önn. Lokaeinkunn að vori verður samansett úr meðaltali haust- og vorannar ásamt lokaprófi úr öllu námsefni vetrarins. Í námsmatinu er miðað við bæði hæfni- og matsviðmið Aðalnámskrár
Grunnskólanna og lokaeinkunn er gefinn í bókstaf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Markmið kennslunnar er að nemendur geti beytt algengum handverkfærum sér til gagns og gamans og breytt hugmynd í áþreyfanlegan hlut.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Nemendur koma sjálfir með hugmyndir, ýmist af netinu, blöðum og hvaðan sem hugmyndir kvikna.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan fer fram með sýnikennslu og maður á mann.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmatið fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Kunna íslenska stafrófið. Geta skipt orðum í atkvæði. Þekkja sérhljóð og samhljóð. Þekkja aðal- og aukaföll. Kunna að fletta í orðabók og sækja upplýsingar um beygingu orða. Þekkja kenniföllin og muninn á fo., so. og óbeygjanlegum orðum. Þekkja hugtökin setning, málsgrein og efnisgrein. Kunna að skrifa einnar efnisgreinar ritun. Þekkja helstu greinarmerkin og notkun þeirra. Kunna að setja stóran og lítinn staf á rétta staði. Kunna –sk regluna. Geta fallbeygt no. með og án greinis þekkja greini og fallbeygja hann. Geta fallbeygt lo. og þekkja mun á reglulegri og óreglulegri stigbreytingu lo. Þekkja sambeygingu og mun á sam- og sérnöfnum. Þekkja mun á hlutstæðum og óhlutstæðum no. Þekkja sterka og veika beygingu no. og lo. Vita hvað er eintölu- og fleirtöluorð. Þekkja frumtölur og raðtölur. Finna n-fjölda í kk. og kvk. no. Geta notað minn og mín regluna til að finna n-fjölda í greini. Skilja bókmenntahugtökin innri og ytri tími, umhverfi og ris. Þekkja fornöfnin og hlutverk þeirra. Kunna vísuna um óákveðnu fn. Kunna n/nn reglur fn., lo. og no. Geta fært rök fyrir máli sínu. Átta sig á mikilvægi ritunarferlisins.
Læra fjölbreytni í tengiorðum í ritun. Þekkja einkenni goðsagna og geta túlkað þær. Þekkja sagnorð og tíðir þeirra. Vita hvað nafnháttarmerki er. Kunna veika og sterka beygingu so. og geta beygt þau í kennimyndum. Þekkja boðhátt og nafnhátt so.
Geta fundið stofn so. og geta nýtt hann til að forðast stafavíxl. Kunna regluna um hvenær j er ritað. Þekkja einkenni ævintýra, þjóðsagna og draugasagna.
Þekkja hvað greinir óbeygjanleg orð frá öðrum orðum. Þekkja vel forsetningar og einkenni þeirra. Þekkja helstu reglurnar um y. Kynnast Íslendingasögum og einkennum þeirra. Lesa Íslendingasögu og geta tjáð sig um hana. Þekkja helstu einkenni samtenginga. Þekkja mun á sérhljóðum og samhljóðum. Læra um helstu einkenni smásagna og þekkja vel hugtökin aðal- og aukapersóna. Geta myndað sér skoðun á sögu og rökstutt hana. Geta sett upp bréf á hefðbundinn hátt. Þekkja einkenni upphrópana og atviksorða. Geta fundið stofn so., no. og lo. Geta nýtt sér stofn orða til að rita rétt og vita að hann helst óbreyttur í beygingu. Þekkja regluna um stóran og lítinn staf í viðurnefnum. Þjálfa lestur og lesskilning. Þjálfun í að gera bókmenntaritgerð og vinna með ákveðin bókmenntahugtök ásamt skráningu heimilda. Vita hvað orðhlutarnir heita og geta skipt einföldum orðum í orðhluta. Læra að rótin er grunnur hvers orðs. Þekkja mismundandi tegundir myndmáls og geta greint það í texta. Geta greint ljóðstafi og endarím. Þekkja mun á hefðbundnu og óhefðbundnu ljóði.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Grunnnámsefnið kallast Skerpa 1
Málfinnur, Skriffinnur og Hugfinnur
Orðabækur og ýmsar uppflettibækur
Fornsaga og íslensk skáldsaga
Ýmsar smásögur, þjóðsögur, tímarit o.fl.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í þriggja til fjögurra vikna lotum og nemendur fá uppgefið allt námsefni sitt um leið og þær hefjast. Nemendur geta þá hafist handa og unnið á sínum hraða. Lotunum fylgja leslistar og verkefnaskrár til að hafa til viðmiðunar og verkefni hverrar lotu eru fjölbreytt og taka á öllum þáttum íslenskunnar. Nemendur taka sjálfspróf til að meta stöðu sína í náminu áður en þeir ljúka svo hverri lotu með lotuprófi og skilum á verkefnum lotunnar. Lotur vetrarins eru alls átta og er stefnt að því að klára fjórar lotur á haustönn og fjórar á vorönn. Námsefnið verður aðlagað að þörfum hvers og eins.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst/september: Lota 1 í Skerpu; Íslenska stafrófið atkvæði orða, sérhlóð og samhljóð. Aðalfall og aukaföll. Kenniföllin.
Munur á nafnorðum, sagnorðum og óbeygjanlegum orðum. Greinarmerki, stór og lítill stafur, -sk reglan Einnar efnisgreinar ritun
Október: Lota 2 í Skerpu; Kyn, tala og fall fallorða greinir og lýsingarorð, stigbreyting lo. sambeyging fallorða kenniföllin, sérnöfn og samnöfn, hlutstæð og óhlutstæð orð, veik og sterk beyging no. og lo. frumtölur og raðtölur. Minn og mín reglan, steins reglan, n/nn reglan. Lykilsetning og bókmenntahugtök.
Nóvember: Lota 3; Fornöfnin og kyn, tölu og fall þeirra. N/nn reglan með fn., lo. og no. Rökfærsluritun Goðsögur
Desember: Lota 4; Sagnorð; tíð, stofn, veikar/sterkar, kennimyndir, nafnháttur og boðháttur. Stafavíxl reglan, n/nn og j reglurnar. Ævintýri, þjóðsögur og draugasögur.
Janúar: Lota 5; Óbeygjanleg orð og einkenni þeirra. Víðtæk og sértæk orð. Y- reglurnar í stafsetningu. Íslendingasagan
Hrafnkels saga Freysgoða.
Febrúar: Lota 6; Samtengingar, sérhljóðar og samhljóðar, einhljóðar og tvíhljóðar. Smásögur, aðalpersónur og aukapersónur.
Mismundandi tegundir bréfa.
Mars: Lota 7; Upphrópanir, atviksorð, stofn sagnorða, nafnorða og lýsingarorða. Hvað er stofn? Reglan um stóran og lítinn staf. Lestur og lesskilningur. Gauragangur.
Apríl/maí: Lota 8; Orðhlutarnir. Tegundir myndmáls, ljóðstafir, hefðbundið og óhefðbundið ljóð, rím og túlkun ljóða.
Upprifjun fyrir vorpróf.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við matið og að það sé í samræmi við markmið og innihald kennslunnar. Við lok hvorrar annar byggist námsmatið á símati úr hverri lotu þar sem munnleg/skrifleg próf, kannanir, hóp- og einstaklingsverkefni og virkni mynda lokaeinkunn á hvorri önn. Lokaeinkunn að vori verður samansett úr meðaltali haust- og vorannar ásamt lokaprófi úr öllu námsefni vetrarins. Í námsmatinu er miðað við bæði hæfni- og matsviðmið Aðalnámskrár Grunnskólanna og lokaeinkunn er gefinn í bókstaf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni,
- lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt
- aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum
- beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda
- rætt á gagnrýninn hátt framleiðslu, flutning og förgun efna,
- sagt fyrir um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita
- nýtt frumeindakenninguna og lotukerfið til að útskýra eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti,
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Efnisheimurinn e. Hafþór Guðjónsson
Eðlisfræði I e. Lennart Undvall og Anders Karlsson, þýdd og staðfærð af Hálfdáni Ómar Hálfdánarsyni,
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Fyrirlestrar í upphafi kafla þar sem farið er yfir grunnhugtök kaflans, orðskýringar og helstu dæmi. Nemendur vinna svo verkefni, ýmist í hóp eða einir. Hlutapróf úr hvorum hluta, þ.e. úr efnafræði og úr eðlisfræði.
Jafnframt verða gerðar verklegar æfingar eftir því sem tími vinnst til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Janúar: Efnafræði- Heimur efnafræðinnar (frumefni, tákn, hamur efnis og efnabreytingar).
Febrúar: Efnafræði- Lotukerfið (lotur og flokkar,hvarfgirni, náttúruleg frumefni og gerviefni).
Mars: Efnafræði- Frumeindir og sameindir (Frumeindakenning Daltons, frumeindamassi, sameindamassi, sætistala, jónir).
Apríl- Eðlisfræði- Rafmagn (rafhleðsla, spenna og straumur, viðnám).
Maí- Eðlisfræði- Hljóð og ljós.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna nemenda í tímum.
Nemendur fá lotublöð fyrir hvern hluta annarinnar þar sem tilgreint er með hvaða námsmarkmið er verið að vinna, hvernig gefið verður fyrir verkefni o.s.frv. Hlutapróf í lok mars og lok maí.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í samfélagsgreinum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan í samfélagsgreinum einkum á reynsluheim, hugarheim og félagsheim.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um samfélagsgreinar er að finna á bls. 196-209):
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Námsbókin Um víða veröld - Heimsálfur. Hana má finna á rafrænu formi hér: https://mms.is/namsefni/um-vida-veroldheimsalfur-rafbok og hljóðbókina hér: https://mms.is/namsefni/um-vida-verold-heimsalfur-hljodbok
Auk námsbókarinnar verður notast við ítar- og aukaefni af ýmsum toga svo sem umfjöllun fréttamiðla, myndbönd og kvikmyndir tengd efninu.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda. Að sama skapi verður leitast við að hafa námið sem fjölbreyttast, meðal kennsluaðferða verða innlögn kennara, hópavinna, paravinna, umræður, myndbönd og fleira til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - september: 1. kafli: Umfjöllun um heimsálfurnar, mannfjölda og mannréttindi
September - október: 2. kafli: Evrópa; landslag, náttúrufar, náttúruauðlindir, atvinnuhættir o.fl.
Nóvember - desember: 3.kafli: Asía; landslag, Indlandsskagi, Kína o.fl.
Janúar: Afríka; landslag, náttúrufar, atvinnuhættir, náttúruauðlindir, Sahara, Níl, Austur-Kongó, Suður-Afríka o.fl.
Febrúar - Mars: Norður-Ameríka: landslag, náttúrufar, náttúruauðlindir, atvinnuhættir, frumbyggjar, Bandaríkin, Mið-Ameríka, Stóru- og Litlu-Antillaeyjar, Karíbahaf, Kúba
Mars - Apríl: Suður-Ameríka: landslag, náttúrufar, atvinnuhættir, náttúruauðlindir, Amason, Brasilía, Forn menning í Perú og Bólivíu, Argentína
Apríl - Maí: Eyjaálfa: landslag, náttúrufar, Ástralía, frumbyggjar, Kyrrahafseyjar Suðurskautslandið: landslag, náttúrufar,dýralíf, landakröfur ríkja
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í samfélagsgreinum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla.
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau. Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Dæmi um verkefni sem nemendur vinna eru rafræn- og skrifleg verkefni, hópaverkefni, paraverkefni, kynningar, myndræn verkefni og umræður.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátökog kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennsla fer að mestu fram sem sýnikennsla, janframt er nemendum sagt frá því hver tilgangur æfinganna er og hvaða vöðvahópa er verið að þjálfa hverju sinni. Nemendur eru jafnframt fræddir um hlutverk hjarta, lungna og stærstu vöðvahópa líkamans.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst: Tekið á móti nemendum. Kynning á aðstöðu. Knattspyrna og sund.
Sept: Frjáls íþróttir, ratleikir, knattspyrna og sund.
Okt: Frjáls íþróttir, knattspyrna, körfuknattleikur, píptest og sund .
Nóv: Fimleikar, blak, þrek og sund.
Des: Handknattleikur frjálsíþróttir, leikir og sund.
Jan: Handknattleikur, þrek , borðtennis, sund.
Feb: Frjáls íþróttir, körfuknattleikur, þrek, sund.
Mars: Blak, fimleikar, þrek, sund.
Apríl: Knattspyrna, þrek, bandý kíló,sund.
Maí: Knattspyrna, útihlaup, ratleikir, frjálsíþróttir, þríþraut,sund.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
- Að nemendur geri tilraunir, rannsaki og skrái þær leiðir sem þeir nota til að komast að sínu markmiði.
- Nemendur sauma m.a. púða og bol sem þau skreyta að vild t.d. með því að lita, merkja með vínil og hverju öðru sem þeim dettur í hug.
- Ætlast er til að nemendur nýti efni vel og hugi að endurvinnslu í að minnsta kosti einu verkefni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
- Nemendur eru hvattir til að nota sem flesta miðla til að fá hugmyndir að verkum. S.s. bækur og internetið.
- Saumavél og overlock
- Scanncut vínilskera og hitapressu
- Ýmis gögn frá kennara s.s. leiðbeiningar um litun
- Vektorforritið Inkscape sem hægt er að hala niður á netinu
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
- Kennari kynnir hinar ýmsu aðferðir og nemendur hvattir til að kynna aðferðir sem þeir kunna.
- Reynt er að hvetja nemendur til að finna sínar eigin leiðir við sköpun og gera tilraunir til að komast þangað sem ætlunin er.
- Nemendur þurfa að skrá og skila verklýsingum
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna eins sjálfstætt og þau geta með aðstoð frá kennara og misjafnt hvað nemendur ná að gera mörg verkefni yfir önnina en í boði er sauma púða, bol og svuntu og skreyta með hinum ýmsu efnum. Ef nemendur hafa einhverjar sér óskir þá eru þær skoðaðar þegar þær koma upp.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur eru metnir eftir metanlegum hæfniviðmiðum list og verkgreina fyrir 8.-10. bekk. í Aðalnámskrá grunnskóla. Öll verkefni eru metin ásamt verklýsingum og verða þau til sýnis í matsal skólans.
9. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í erlendum tungumálum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan einkum á hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun og menningarlæsi.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um erlend tungumál er að finna á bls. 122-140):
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Námsefnið Tænk, lesbók og vinnubók B.
Rafræna útgáfu lesbókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/taenk-nemendabok-rafbok
Rafræna útgáfu vinnubókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/taenk-opgavebog-b-rafbok
Námsefnið Smil, lesbók og vinnubók A.
Rafræna útgáfu lesbókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/smil-nemendabok-gagnvirk-rafbok
Rafræna útgáfu vinnubókarinnar má finna hér: https://mms.is/namsefni/smil-vinnubok-a-rafbok
Jafnframt er notast við ítar- og aukaefni af fjölbreyttum toga, svo sem danska þætti, blöð og bækur.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda. Að sama skapi verður leitast við að hafa námið sem fjölbreyttast, meðal kennsluaðferða verða innlögn kennara, hópavinnu, paravinnu, umræður, myndbönd, spil, hlustunar- og samtalsæfingar og fleira til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - september: Orðaforði tengdur fermingu og veislum almennt.
Október - nóvember: Orðaforði tengdur íþróttum og öðrum tómstundum.
Desember: Dðnsk menning, jólahefðir og sögur.
Janúar - febrúar: Orðaforði tengdur draugum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum ýmis konar.
Mars - apríl: Orðaforði, tengdur víkingum, siglingum og búsetu.
Apríl - júní: Orðaforði tengdur hræðslu, ógn ýmis konar og sviðskrekk.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í erlendum tungumálum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau.
Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið verður að markmiðum aðalnámskrár í erlendum tungumálum en þar er stefnt að því að nemendur geti gert sig vel skiljanlega á tungumálinu, getið skilið nokkuð fjölbreytta texta og kynnist ólíkum menningarheimum sem hafa ensku að móðurmáli. Hæfniviðmið í ensku skiptast í þættina hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 9 og annað efni frá kennara
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Innlagnir ásamt sjálfstæðum verkefnum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Janúar - lota 4. Áhersla á orð um líkamshluta og heilsurækt
febrúar- lota 5. Undirbúningur fyrir samræmt próf og almennan lesskilning
mars- lota 6. Áhersla á mikilvægi virkrar þátttöku í eigin samfélagi. Skrif greina á ensku um málefni sveitarfélagsins sem snerta þau
apríl- lota 7 (stutt) Ferð til Danmerkur til að ljúka Nordplus verkefni bekkjarins. Áhersla lögð á talað mál
maí- lota 8- Unnið með talað mál, nemendur þjálfa sig í að svara óundirbúnum spurningum úr efni sem þau þekkja.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hlutapróf
Vinnubók
Lotuverkefni
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Markmið kennslunnar er að nemendur geti beytt algengum handverkfærum sér til gagns og gamans og breytt hugmynd í áþreyfanlegan hlut.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Nemendur koma sjálfir með hugmyndir, ýmist af netinu, blöðum og hvaðan sem hugmyndir kvikna.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan fer fram með sýnikennslu og maður á mann.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmatið fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Fallbeygja orð, veik og sterk beyging no. og lo. Greina kyn, tölu og fall orða. Öðlast færni í að greina orðflokka. Þekkja hlutstæð og óhlutstæð orð. Samheiti. Nýta orðabækur til að ná í upplýsingar um beygingar orða. Læra að byggja upp efnisgreinar; þrískipting og rökfærsla. Færni í greinarmerkjum. Auka lestrarfærni og orðaforða með lestri skáldsögu. Þjálfun í tjáningu.Greina óbeygjanleg orð og undirflokka þeirra. Þekkja vel hugtakið fallstýring. Geta fundið forsetningarliði í texta og greina þá. Átta sig á stöðu og hlutverki ao. og greina þau frá lo. Læra n/nn reglurnar. Þekkja mun á beinum og óbeinum tilvitnunum. Rýna í texta til að átta sig á frásagnarhætti og sjónarhorni.Greina persónu, tölu og tíð sagna. Geta greint myndir sagna, þekkja sjálfstæðar/ósjálfstæðar sagnir. Þekkja muninn á áhrifs- og áhrifslausum sögnum; andlag og sagnfylling. Geta beitt n/nn reglunum. Þekkja helstu gerðir myndmáls og vita muninn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum. Þjálfun í flutningi á lausu og bundnum máli.Þekkja veikar og sterkar sagnir og geta beygt þær í kennimyndum. Þekkja núþálegar sagnir og hjálparsagnir. Þekkja helstu hljóðbreytingarnar. Þjálfun í uppbyggingu efnisgreina og rökstuðningi. Öðlast færni í að koma fram.
Greina persónu, tölu og tíð sagna. Geta greint myndir sagna, þekkja sjálfstæðar/ósjálfstæðar sagnir. Þekkja muninn á áhrifsog áhrifslausum sögnum; andlag og sagnfylling. Geta beitt n/nn reglunum. Þekkja helstu gerðir myndmáls og vita muninn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum. Þjálfun í flutningi á lausu og bundnu máli. Þjálfun í að gera bókmenntaritgerð, vinna með ákveðin bókmenntahugtök og skrá heimildir. Þekkja einkenni allra hátta sagna og geta greint þá í texta. Þekkja helstu j- reglur í stafsetningu og muninn á breiðum og grönnum sérhljóðum. Þekkja beinar og óbeinar lýsingar í sögum.
Þekkja helstu atriði bragfræðinnar og geta greint þau í ferskeytlum og ljóðum. Þekkja helstu orðhlutana og hlutverk þeirra í orðmyndun. Geta myndað afleidd orð með forskeytum og viðskeytum. Hvað er gott og vont mál? Kynnast einni Íslendingasögu, einkennum hennar og fjalla um hana. Þekkja helstu hugtök setningafræðinnar og geta beitt þeim. Átta sig á byggingu örsögu og flugusögu og geta samið slíkar sögur. Vita hvað hlutlægur texti er. Þekkja mun á þjóðsögu, goðsögu og smásögu.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skerpa 2
Málfinnur, Skriffinnur og Hugfinnur
Orðabækur og aðrar uppflettibækur
Íslensk skáldsaga: Þar sem djöflaeyjan rís eða Harmageddon (val um bók)
Íslendingasagan Gunnlaugssaga ormstungu
Ýmsar aðrir tegundir sagna s.s. smásögur, þjóðsagna, tímarita o.fl.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í þriggja til fjögurra vikna lotum og nemendur fá uppgefið allt námsefni sitt um leið og þær hefjast. Nemendur geta þá hafist handa og unnið á sínum hraða. Lotunum fylgja leslistar og verkefnaskrár til að hafa til viðmiðunar og verkefni hverrar lotu eru fjölbreytt og taka á öllum þáttum íslenskunnar. Nemendur taka sjálfspróf til að meta stöðu sína í náminu áður en þeir ljúka svo hverri lotu með lotuprófi og skilum á verkefnum lotunnar. Lotur vetrarins eru alls átta og er stefnt að því að klára fjórar lotur á haustönn og fjórar á vorönn. Námsefnið verður aðlagað að þörfum hvers og eins.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst/september: Lota 1;Vinna með fallorð og fallbeygingu þeirra, veik/sterk beyging, samheiti/andheiti. Hlutstæð og óhlutstæð orð, eintöluorð og fleirtöluorð. Greinarmerki, stór og lítill stafur. Þrískipting texta; rökfærsla og efnisgreinar
Kjörbók
Október: Lota 2; Einhljóð og tvíhljóð. Óbeygjanleg orð og greining þeirra. Forsetningarliðir n/nn reglurnar. Beinar og óbeinar tilvitnanir. Smásögur
Nóvember: Lota 3; Sagnorð; persóna, tala og tíð. Myndir sagna, sjálfstæðar og ósjálfstæðar. Áhrifs- og áhrifslausar, andlag og sagnfylling. n/nn reglurnar Draumasaga og ljóð Gerðir myndmáls Samheiti
Desember: Lota 4; Veikar, sterkar og blandaðar sagnir. Kennimyndir sagna. Hjálparsagnir Hljóðbreytingarnar Rökfærsluritun Bókmenntahugtökin; persónur, tími, umhverfi, frásagnarháttur og sjónarhorn.
Janúar: Lota 5; Sagnorð; persóna, tala og tíð. Myndir sagna, sjálfstæðar og ósjálfstæðar. Áhrifs- og áhrifslausar sagnir, andlag og sagnfylling. n/nn reglurnar. Draumasaga og ljóð. Gerðir myndmáls. Samheiti. Sagan Þar sem djöflaeyjan rís.
Febrúar: Lota 6; Hættir sagna, j-reglan í stafsetningu, grannir og breiðir sérhljóðar, beinar og óbeinar lýsingar, rím, ljóðstafir, hrynjandi, ferskeytla, braglína.
Mars: Lota 7; Orðhlutarnir, gott og vont mál, hlutverk sögumanns, gs og ks reglan. Gunnlaugs saga ormstungu.
Apríl/maí: Lota 8; Hugtök í setningafræði, örsögur og flugusögur, bein og óbein ræða, hlutlægur texti. Þjóðsögur, goðsögur og smásögur. Upprifjun fyrir vorpróf úr efni vetrarins.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við matið og að það sé í samræmi við markmið og innihald kennslunnar. Við lok hvorrar annar byggist námsmatið á símati úr hverri lotu þar sem munnleg/skrifleg próf, kannanir, hóp-og einstaklingsverkefni og virkni mynda lokaeinkunn á hvorri önn. Lokaeinkunn að vori verður samansett úr meðaltali haust- og vorannar ásamt lokaprófi úr öllu námsefni vetrarins. Í námsmatinu er miðað við bæði hæfni- og matsviðmið Aðalnámskrár
Grunnskólanna og lokaeinkunn er gefinn í bókstaf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
- útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun,
- útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu,
- útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
- Mannslíkaminn- litróf náttúrunnar
- Maður og náttúra- litróf náttúrunnar
- Eðlisfræði I- litrót náttúrunnar
- Auk annars ítarefnis frá kennara, myndbönd og annað.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
- Í upphafi nýs kafla er fyrirlestur (1-2 kennslustundir) þar sem farið er yfir ný hugtök, helstu vinnuaðferðir og fleira.
- Verklegar æfingar eftir því sem tími og tilefni gefast til.
- Nemendur vinna svo verkefni, spurningar og kynningar, ýmist ein eða í hópum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
- Janúar- Kynfræðsla (hvað felst í ábyrgri kynhegðun, virðing og öryggi).
- Febrúar- Erfðafræði (víkjandi og ríkjandi erfðir, hvað felst í því að vera arfhreinn, arfblendinn o.s.frv. notkun reitatafla til að ákvarða líkur á ákveðnum erfðum).
- Mars- Þróunarfræði
- Apríl- Eðlisfræði (varmi og veður)
- Maí- Eðlisfræði (rafmagn og ljós)
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
- Nemendur fá lotublað í upphafi nýs kafla þar sem tilgreint er hvaða námsmarkmið skuli unnið með og hvernig námsmati er háttað hverju sinni.
- Alltaf þarf að skila svörum við 8- 10 spurningum ásamt lotuverkefni (skýrslu úr verklegri æfingu, kynningu o.s.frv.)
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í samfélagsgreinum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan í samfélagsgreinum einkum á reynsluheim, hugarheim og félagsheim.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um samfélagsgreinar er að finna á bls. 196-209):
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Námsbókin Um víða veröld - Heimsálfur. Hana má finna á rafrænu formi hér: https://mms.is/namsefni/um-vida-veroldheimsalfur-rafbok og hljóðbókina hér: https://mms.is/namsefni/um-vida-verold-heimsalfur-hljodbok
Auk námsbókarinnar verður notast við ítar- og aukaefni af ýmsum toga svo sem umfjöllun fréttamiðla, myndbönd og kvikmyndir tengd efninu.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda. Að sama skapi verður leitast við að hafa námið sem fjölbreyttast, meðal kennsluaðferða verða innlögn kennara, hópavinna, paravinna, umræður, myndbönd og fleira til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - september: 1. kafli: Umfjöllun um heimsálfurnar, mannfjölda og mannréttindi
September - október: 2. kafli: Evrópa; landslag, náttúrufar, náttúruauðlindir, atvinnuhættir o.fl.
Nóvember - desember: 3.kafli: Asía; landslag, Indlandsskagi, Kína o.fl.
Janúar: Afríka; landslag, náttúrufar, atvinnuhættir, náttúruauðlindir, Sahara, Níl, Austur-Kongó, Suður-Afríka o.fl.
Febrúar - Mars: Norður-Ameríka: landslag, náttúrufar, náttúruauðlindir, atvinnuhættir, frumbyggjar, Bandaríkin, Mið-Ameríka, Stóru- og Litlu-Antillaeyjar, Karíbahaf, Kúba
Mars - Apríl: Suður-Ameríka: landslag, náttúrufar, atvinnuhættir, náttúruauðlindir, Amason, Brasilía, Forn menning í Perú og Bólivíu, Argentína
Apríl - Maí: Eyjaálfa: landslag, náttúrufar, Ástralía, frumbyggjar, Kyrrahafseyjar Suðurskautslandið: landslag, náttúrufar,dýralíf, landakröfur ríkja
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í samfélagsgreinum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla.
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau. Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Dæmi um verkefni sem nemendur vinna eru rafræn- og skrifleg verkefni, hópaverkefni, paraverkefni, kynningar, myndræn verkefni og umræður.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi. Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennsla fer að mestu fram sem sýnikennsla, janframt er nemendum sagt frá því hver tilgangur æfinganna er og hvaða vöðvahópa er verið að þjálfa hverju sinni. Nemendur eru jafnframt fræddir um hlutverk hjarta, lungna og stærstu vöðvahópa líkamans.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst: Tekið á móti nemendum. Kynning á aðstöðu. Knattspyrna og sund.
Sept: Frjáls íþróttir, ratleikir, knattspyrna og sund.
Okt: Frjáls íþróttir, knattspyrna, körfuknattleikur, píptest og sund .
Nóv: Fimleikar, blak, þrek og sund.
Des: Handknattleikur frjálsíþróttir, leikir og sund.
Jan: Handknattleikur, þrek , borðtennis, sund.
Feb: Frjáls íþróttir, körfuknattleikur, þrek, sund.
Mars: Blak, fimleikar, þrek, sund.
Apríl: Knattspyrna, þrek, bandý kíló,sund.
Maí: Knattspyrna, útihlaup, ratleikir, frjálsíþróttir, þríþraut,sund.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
- Að nemendur geri tilraunir, rannsaki og skrái þær leiðir sem þeir nota til að komast að sínu markmiði.
- Nemendur sauma m.a. púða og bol sem þau skreyta að vild t.d. með því að lita, merkja með vínil og hverju öðru sem þeim dettur í hug.
- Ætlast er til að nemendur nýti efni vel og hugi að endurvinnslu í að minnsta kosti einu verkefni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
- Nemendur eru hvattir til að nota sem flesta miðla til að fá hugmyndir að verkum. S.s. bækur og internetið.
- Saumavél og overlock
- Scanncut vínilskera og hitapressu
- Ýmis gögn frá kennara s.s. leiðbeiningar um litun
- Vektorforritið Inkscape sem hægt er að hala niður á netinu
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
- Kennari kynnir hinar ýmsu aðferðir og nemendur hvattir til að kynna aðferðir sem þeir kunna.
- Reynt er að hvetja nemendur til að finna sínar eigin leiðir við sköpun og gera tilraunir til að komast þangað sem ætlunin er.
- Nemendur þurfa að skrá og skila verklýsingum
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna eins sjálfstætt og þau geta með aðstoð frá kennara og misjafnt hvað nemendur ná að gera mörg verkefni yfir önnina en í boði er sauma púða, bol og svuntu og skreyta með hinum ýmsu efnum. Ef nemendur hafa einhverjar sér óskir þá eru þær skoðaðar þegar þær koma upp.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur eru metnir eftir metanlegum hæfniviðmiðum list og verkgreina fyrir 8.-10. bekk. í Aðalnámskrá grunnskóla. Öll verkefni eru metin ásamt verklýsingum og verða þau til sýnis í matsal skólans.
10. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í erlendum tungumálum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan einkum á hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun og menningarlæsi.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um erlend tungumál er að finna á bls. 122-140):
http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Námsefnið Smil, lesbók og vinnubækur A og B.
Rafræna útgáfu lesefnisins má finna hér: https://mms.is/namsefni/smil-nemendabok-gagnvirk-rafbok
Rafræna útgáfu vinnubókar A má finna hér: https://mms.is/namsefni/smil-vinnubok-a-rafbok
Rafræna útgáfur vinnubókar B má finna hér: https://mms.is/namsefni/smil-vinnubok-b-rafbok
Jafnframt er notast við ítar- og aukaefni af fjölbreyttum toga, svo sem danska þætti, blöð og bækur.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda. Að sama skapi verður leitast við að hafa námið sem fjölbreyttast, meðal kennsluaðferða verða innlögn kennara, hópavinnu, paravinnu, umræður, myndbönd, spil, hlustunar- og samtalsæfingar og fleira til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - október: Orðaforði tengdur víkingum, siglingum og búsetu.
Október - nóvember: Orðaforði tengdur hræðslu, ógn ýmis konar og sviðskrekk.
Desember: Danskar jólahefðir, menning og sögur.
Janúar - febrúar: Orðaforði tengdur fötum og fylgihlutum.
Mars: Orðaforði tengdur líkamanum (kenndur meðal annars í gegnum þættina Din geniale krop, framleiddum af danska Ríkissjónvarpinu).
Apríl - júní: Leitin að frægðinni, orðaforði tengdur frægð og frama.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í erlendum tungumálum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau.
Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið verður að markmiðum aðalnámskrár í erlendum tungumálum en þar er stefnt að því að nemendur geti gert sig vel skiljanlega á tungumálinu, getið skilið nokkuð fjölbreytta texta og kynnist ólíkum menningarheimum sem hafa ensku að móðurmáli. Hæfniviðmið í ensku skiptast í þættina hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 10 og annað efni frá kennara
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Innlagnir verða reglulega hvað varðar málfræðiþætti og annað tilfallandi sem tengist náminu. Nemendur vinna svo sjálfstætt eftir áætlun.
Efninu er skipt í fjórar lotur fyrir áramót og fjórar eftir áramót sem byggjast upp á vinnu í vinnubók, málfræðikafla og lotuverkefni. Unnið verður markvisst að því að efla nemendur í lesskilningi og ritun.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Janúar- febrúar- lota 4 og 5. Áhersla lögð á ritun og menningu Bandaríkjanna
Mars- apríl- lota 6 og 7. Áhersla lögð á talað mál og menningu Bretlandseyja
Maí- lota 8. Áhersla lögð á notkun ensku í daglegu lífi, segja til vegar, bóka gistingu og segja frá heimkynnum
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinnubók, hlutapróf og lotuverkefni
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Markmið kennslunnar er að nemendur geti beytt algengum handverkfærum sér til gagns og gamans og breytt hugmynd í áþreyfanlegan hlut.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Nemendur koma sjálfir með hugmyndir, ýmist af netinu, blöðum og hvaðan sem hugmyndir kvikna.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan fer fram með sýnikennslu og maður á mann.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmatið fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Þekkja einkenni og tilgang hvers orðflokks. Auka orðskilning og færni í stafsetningu og greinarmerkjum. Auka ritfærni og rifja upp helstu þætti ritunar. Kynnast rómantísku stefnunni og einkennum hennar. Þekkja einkenni og tilgang hvers orðflokks.
Auka orðskilning og færni í stafsetningu og greinarmerkjum. Auka ritfærni og rifja upp helstu þætti ritunar. Kynnast rómantísku stefnunni og einkennum hennar. Átta sig á setningarlegum tengslum orðflokka í málsgreinum. Þjálfast í að byggja upp góðar málsgreinar. Kynnast heimildavinnu og vinna með þær. Kynnast raunsæisstefnunni og einkennum hennar. Vera fær um að greina og ræða einkenni sagnorða. Átta sig á tengslum i-hljóðvarps og hljóðskipta við stafsetningu i/y. Kynnast uppruna þjóðsagna og flökkusagna. Þekkja orðhlutana. Átta sig á úr hvaða orðhlutum orð eru mynduð. Geta fundið stofn no., so. og lo. Öðlast færni í að skrifa huglæga frásögn. Lesa heila skáldsögu og geta sagt frá henni. Lesa og túlka efni sögunnar um Engla alheimsins. Gera sér grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla og mismunandi fréttaflutningi.
Þjálfa vinnubrögð í framsetningu efnis. Þekkja helstu setningarhluta og geta greint þá. Efla tengslin við menningu okkar með lestri og verkefnum um Íslendingasögu. Öðlast þekkingu á uppbyggingu sagnanna. Kynnast íslensku hljóðkerfi og helstu hljóðbreytingum tungumálsins. Skoða helstu framburðar mállýskur. Kynnast hvernig Biblían hefur haft áhrif á bókmenntir önnur en trúarleg. Rifja upp helstu bragfræðireglurnar og myndmál. Læra að vinna með texta frá hugmynd að útgáfu, allt frá hugarkorti að endanlegri útgáfu. Festa í sessi ýmis málfræði og stafsetningaratriði. Kynnast leikritun og gera beinagrind af stuttu leikriti. Skrifa dagbókarfærslu með notkun málshátta og orðtaka. Festa í sessi ýmis málfræði- og stafsetningaratriði.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skerpa 3
Málfinnur, Skriffinnur og Hugfinnur
Orðabækur og aðrar uppflettibækur
Skáldsagan Englar alheimsins
Íslendingasagan Laxdæla
Ýmsar aðrar tegundir sagna s.s. smásögur, þjóðsögur, tímarit o.fl.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í þriggja til fjögurra vikna lotum og nemendur fá uppgefið allt námsefni sitt um leið og þær hefjast. Nemendur geta þá hafist handa og unnið á sínum hraða. Lotunum fylgja leslistar og verkefnaskrár til að hafa til viðmiðunar og verkefni hverrar lotu eru fjölbreytt og taka á öllum þáttum íslenskunnar. Nemendur taka sjálfspróf til að meta stöðu sína í náminu áður en þeir ljúka svo hverri lotu með lotuprófi og skilum á verkefnum lotunnar. Lotur vetrarins eru alls átta og er stefnt að því að klára fjórar lotur á haustönn og fjórar á vorönn. Námsefnið verður aðlagað að þörfum hvers og eins.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst/september: Lota 1; Orðflokkarnir. Stór og lítill stafur í stafsetningu. Uppbygging ritunar. Rómantíska stefnan.
Október: Lota 2; Óbeygjanleg orð. Greinarmerki og n/nn reglan. Þrískipting texta, heimildir og tilvitnanir. Smásagan Lilja eftir Halldór Laxness. Raunsæisstefnan.
Nóvember: Lota 3; Sagnorð. Y/Ý reglan. Huglæg frásögn. Sögurnar Árni lögmaður Oddson, Bakkabræður og Húsavíkur-Jón.
Desember: Lota 4; Orðhlutarnir. Skipting í atkvæði og stofn orða. Flugusaga. Englar alheimsins, fyrri hluti.
Janúar: Lota 5; Seinni hluti Engla alheimsins. Frétta- og lesendabréf. Málshættir og orðtök. Setningafræði bein og óbein ræða, n/nn reglan í stafsetningu.
Febrúar: Lota 6; Laxdæla. Uppbygging Íslendingasagna. Sérhljóð, framburðar mállýskur, hljóðbreytingar, ng og nk reglan og jreglan.
Mars: Lota 7; Smásagan Eftir spennufallið eftir Þórarinn Eldjárn. Sköpunarsagan og ljóð. Ritun um landkynningu og smellusaga. Upprifjun á orðflokkunum og einkennum þeirra.
Apríl/maí: Lota 8; Leikrit, dagbókarfærsla, málshættir, orðtök, upprifjun í málfræði og stafsetningu. Upprifjunarhefti úr efni vetarins. Upprifjun fyrir vorpróf.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við matið og að það sé í samræmi við markmið og innihald kennslunnar. Við lok hvorrar annar byggist námsmatið á símati úr hverri lotu þar sem munnleg/skrifleg próf, kannanir, hóp- og einstaklingsverkefni og virkni mynda lokaeinkunn á hvorri önn. Lokaeinkunn að vori verður samansett úr meðaltali haust- og vorannar ásamt lokaprófi úr öllu námsefni vetrarins sem gildir 20%. Í námsmatinu er miðað við bæði hæfni- og matsviðmið
Aðalnámskrár Grunnskólanna og lokaeinkunn er gefinn í bókstaf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
- metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað á skýran hátt,
- beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins,
- skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað
- unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúru greina og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
- framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni,
- lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt,
- aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum,
- beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda,
- kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur,
- gefið skýringar á og rökrætt valið efni úr athugunum og heimildum,
- dregið ályktanir af gögnum og gefið ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.
- útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun,
- útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu,
- útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra,
- fjallað á gagnrýninn hátt um aukefni í mat og aðferðir til að auka geymsluþol matvæla,
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
- Mannslíkaminn- litróf náttúrunnar
- BBC- Inside the Human Body
- Ríkisútvarpið- Þáttaröðin Ævi
- Annað efni frá kennara
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
- Í upphafi nýs kafla er fyrirlestur (1-2 kennslustundir) þar sem farið er yfir ný hugtök, helstu vinnuaðferðir og fleira.
- Verklegar æfingar eftir því sem tími og tilefni gefast til.
- Nemendur vinna svo verkefni, spurningar og kynningar, ýmist ein eða í hópum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
- Í upphafi hvers kafla er horft á heimildarmynd, annað hvort frá BBC eða þáttinn ævi. Út frá því verða unnin verkefni sem tengjast því æviskeiði sem um ræðir.
- Janúar- getnaður og meðganga
- Febrúar- 0- 12 ára aldur (þroskun miðtauga- og ónæmiskerfis)
- Mars- 12- 20 ára (kynþroski)
- Apríl- 20 ára til dauða
- Maí- áhrif á líkamann, lyf, geislanir, mataræði o.s.frv.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er útfrá matsviðum Aðalnámskrár grunnskóla í samfélagsgreinum. Í fyrrnefndum matsviðmiðum er áherslan í samfélagsgreinum einkum á reynsluheim, hugarheim og félagsheim.
Matsviðmiðin gefur að líta hér (kafla aðalnámskrár um samfélagsgreinar er að finna á bls. 196-209): http://vefir.nams.is/namsmat/pdf/grunnskoli_greinanamskrar_netutgafa_2013.pdf
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Fjölbreytt námsefni verður til grundvallar en meðal annars námsbækurnar Sögueyjan II, Stríðsárin á Íslandi, Lýðræði og tækni, Styrjaldir og kreppa, Frelsi og velferð.
Ítarefni af ýmsum toga tengt efninu hverju sinni, bókmenntir, heimildaþættir og - myndir.
Auk námsbókarinnar verður notast við ítar- og aukaefni af ýmsum toga svo sem umfjöllun fréttamiðla og myndbönd tengd efninu.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og sjálfstæða vinnu nemenda. Að sama skapi verður leitast við að hafa námið sem fjölbreyttast, meðal kennsluaðferða verða innlögn kennara, hópavinna, paravinna, umræður, myndbönd og fleira til.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst - september: Sögueyjan; Tímaásverkefni Lýðræði og tækni: Gamla samfélagið og byltingar
Október - Nóvember: Þemaverkefni tengt Íslandi og íslenskri sögu Lýðræði og tækni: Fólksfjölgun og tækni (Iðnbyltingin), Þjóðríki verða til, Þjóðfrelsi og lýðræði, Ítarefni; Charlottesville, rafbók unnin af Norðlingaskóla
Desember: Styrjaldir og kreppa; Titanic - samfélag í smækkaðri mynd - nemendur horfa á myndina og vinna einnig verkefni úr henni í samþættingu við ensku.
Janúar - Febrúar: Styrjaldir og kreppa; Fyrsta nútímastyrjöldin, Stéttabarátta o.fl.
Febrúar - mars: Síðari heimsstyrjöldin; ýmis verkefni tengd henni s.s. rafræn, skrifleg, einstaklings og hópaverkefni. Nemendur horfa á heimildaþættina um Varnarliðið á Íslandi
Apríl - maí: Stríðsárin á Íslandi; hernám Íslands, atvinna, ástandið og mannfall
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Eins og fyrr segir er unnið að matsviðmiðum 8. - 10. bekkjar í samfélagsgreinum sem finna má í Aðalnámskrá grunnskóla.
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengd eru matsviðmiðunum og er einkunn í gefin í samræmi við þau. Mat á verkefnum er svo notað við lokamat við lok hvorrar annar.
Dæmi um verkefni sem nemendur vinna eru rafræn- og skrifleg verkefni, hópaverkefni, paraverkefni, kynningar, myndræn verkefni og umræður.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu. Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi. Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennsla fer að mestu fram sem sýnikennsla, janframt er nemendum sagt frá því hver tilgangur æfinganna er og hvaða vöðvahópa er verið að þjálfa hverju sinni. Nemendur eru jafnframt fræddir um hlutverk hjarta, lungna og stærstu vöðvahópa líkamans.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Ágúst: Tekið á móti nemendum. Kynning á aðstöðu. Knattspyrna og sund.
Sept: Frjáls íþróttir, ratleikir, knattspyrna og sund.
Okt: Frjáls íþróttir, knattspyrna, körfuknattleikur, píptest og sund .
Nóv: Fimleikar, blak, þrek og sund.
Des: Handknattleikur frjálsíþróttir, leikir og sund.
Jan: Handknattleikur, þrek , borðtennis, sund.
Feb: Frjáls íþróttir, körfuknattleikur, þrek, sund.
Mars: Blak, fimleikar, þrek, sund.
Apríl: Knattspyrna, þrek, bandý kíló,sund.
Maí: Knattspyrna, útihlaup, ratleikir, frjálsíþróttir, þríþraut,sund.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
- Að nemendur geri tilraunir, rannsaki og skrái þær leiðir sem þeir nota til að komast að sínu markmiði.
- Nemendur sauma m.a. púða og bol sem þau skreyta að vild t.d. með því að lita, merkja með vínil og hverju öðru sem þeim dettur í hug.
- Ætlast er til að nemendur nýti efni vel og hugi að endurvinnslu í að minnsta kosti einu verkefni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
- Nemendur eru hvattir til að nota sem flesta miðla til að fá hugmyndir að verkum. S.s. bækur og internetið.
- Saumavél og overlock
- Scanncut vínilskera og hitapressu
- Ýmis gögn frá kennara s.s. leiðbeiningar um litun
- Vektorforritið Inkscape sem hægt er að hala niður á netinu
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
- Kennari kynnir hinar ýmsu aðferðir og nemendur hvattir til að kynna aðferðir sem þeir kunna.
- Reynt er að hvetja nemendur til að finna sínar eigin leiðir við sköpun og gera tilraunir til að komast þangað sem ætlunin er.
- Nemendur þurfa að skrá og skila verklýsingum
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna eins sjálfstætt og þau geta með aðstoð frá kennara og misjafnt hvað nemendur ná að gera mörg verkefni yfir önnina en í boði er sauma púða, bol og svuntu og skreyta með hinum ýmsu efnum. Ef nemendur hafa einhverjar sér óskir þá eru þær skoðaðar þegar þær koma upp.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur eru metnir eftir metanlegum hæfniviðmiðum list og verkgreina fyrir 8.-10. bekk. í Aðalnámskrá grunnskóla. Öll verkefni eru metin ásamt verklýsingum og verða þau til sýnis í matsal skólans.