Markmið - hvað ætlum við að læra?
Markmið kernnslunnar er að nemendur læri að beyta algengustu handverkfærum sér til gagns og gamans við smíði einfaldra hluta.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Kennari kemur með einfalt skylduverkefni í byrjun en eftir það koma nemendur með sjálfir hugmyndir til að vinna út frá
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan fer fram með sýnikennslu og maður á mann
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Þar sem fjallað er um bílinn, land og þjóð og fjöllin, er markmiðið að vinna m.a. með kraft, hreyfingu, viðnám og orku, ásamt
því að vinna með umhverfið, samgöngur, mannfólkið, hvernig við lifðum hér áður fyrr og allar þær breytingar sem átt hafa sér stað.
Leitast verður við að setja allt í sögulegt samhengi við það umhverfi sem börnin þekkja í dag.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Komdu og skoðaðu bílinn, með verkefni af vef.
Komdu og skoðaðu land og þjóð, með verkefni af vef.
Komdu ogskoðaðu fjöllin., með verkefni af vef.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Umræður og verkefnavinna/hópavinna spila stóran þátt. Leitast verður við að gera námið áhugaverðara með því að vinna saman að ýmiskonar verkefnum í tengslum við námsefnið - ýmist í tví- eða þrívídd.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Símat er í gangi alla önnina og virkni spilar stóran þátt.
1. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemendur læra umgengni í eldhúsinu, læri að þekkja áhöld og notkun þeirra. Læri mælieiningar og að fara eftir einföldum uppskriftum. Kunna skil á óhollum og hollum mat, og ræði örlítið áhrif á heilsu. Kynnist fæðuhringnum. Hafi hugmynd um að á heimilim fellur til úrgangur sem í eru falin verðmæti sem hægt er að endurvinna. Umgengni á heimili og í eldhúsi. Hvað er hættulegt í eldhúsinu?
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Hollt og gott 1, og áhöld í eldhúsi.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, fyrirlestrar, samvinnunám, vinnubókarvinna.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskiptum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Læra stafina hvað þeir heita, hvað þeir segja og hvernig draga á til stafs.
Læra að lesa skýrt og greinilega
Læra einföldustu málfræðireglur s.s. stór stafur í upphafi setningar og í Sérnöfnum
Ritun
Hlustun
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Ýmsar sögur notaðar við innlögn á stöfum en stuðst er við kennluaðferð Byrjendalæsis.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Stafakönnun, hraðlestrarpróf, leið til læsis. Lesskimunarpróf
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemendur læri um og öðlist vissan skilning á umhverfi í víðu samhengi, bæði manngert og náttúrulegt. Skoðaðar eru algengar lífverur, form í umhverfinu og fleira.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Bækurnar Komdu og skoðaðu: umhverfið, land og þjóð, himingeiminn og líkamann.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennari skoðar með nemendum námsbækurnar og rætt er um námsefnið. Skoðað er svipað efni á veraldarvefnum ef það er til. Allri verkefnavinnu er safnað saman í möppu sem nemendur búa til í upphafi skólaárs.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Umræður og vinna í kennslustundum metnar til einkunna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í vetur er einbeitingin á að kynnast efnum og verkfærum í textílmennt.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Unnið er með garn og textílefni. Engar sérstakar námbækur liggja til grundvallar en skoðaðar verða myndir á neti.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla kennara áður en allir reyna sitt.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Nemendur læra að vinda upp garn í hnykil og búa til dúska úr garninu. Þetta endar svo sem teppi fyrir bekkjarstofuna.
Nemendur læra að klippa efni, bæði frjálst og eftir ákveðnum línum.
Nemendur vinna lítið vefnaðarverkefni.
Nemendur vinna verkefni með þræðispori eftir munstri sem þeir teikna sjálfir.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar mati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Adventure Island of English Words/Orðasjóður. Námsefnið skiptist í 28 þemu, svo sem dýr, fólk, líkamshluta, fatnað, mat, tilfinningar, útlit fólks, íþróttir, skólastofuna, heimilið, fjölskylduna o.fl. Um er að ræða 311 myndaspjöld í stærðinni 15x15 cm.
Vinnublöð fyrir nemendur eru prentuð út eftir framgangi efnissins. Höfundur Jenný Berglind Rúnarsdóttir. Útgefandi er Menntamálastofnun.
Right on! Let´s Sing and Play. Námsbók með hljóðefni. Cecilia Nihlén, Ann Robinson Ahlgren, Þýðanndi Aldís Yngvadóttir.
Námsgagnastofnun Reykjavík 2007.
Seasons; Atlantic Ocean ; Celebration - þemahefta sem tilheyra enskuefninu Connect https://vefir.mms.is/connect/. Efnið er fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskóla. Stuttum texta og ríkulegu myndefni er ætlað að stuðla að fjölbreyttri úrvinnslu á grundvelli þemanáms.
Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í samkennslu 1.og 2. bekkjar frá febrúar 2018. Ein kennslustund á viku. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada. Hópnum er stundum skipt upp.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Við erum að æfa lestur og skrift, málfræði og stafsetningu. Við vinnum með orð, setningar, stóran og lítinn staf, atkvæði,samheiti og andheiti, sögugerð, sóknarskrift, paralestur, orðasúpur, vinnum með sögukort, orðaforða, vinnum með einfaldan og tvöfaldan samhljóða, samsett orð, orð í orðinu og fl. í þessum dúr.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og geti hagnýtt sèr þá tækni og leikni sem lagt er upp með í verkefnum.
Geti unnið verkefni í hóp.
Geti fjallað á einfaldan hátt um verkefni sín og lagt einhverskonar mat á þau.
Geti gengið frá eftir vinnu sína eins og til er ætlast.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Mest veraldarvefinn þ.m.t. Pinterest.
Ipad
Verkfæri sem tilheyra hverju verkefni fyrir sig.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemandinn kynnist kennslurýminu og þeim verkfærum sem unnið er með hverju sinni.
Bækur, vefir eða spjöld um grunnlitina og grunnformin, til að vinna með við litablöndun.
Málun með blönduðum grunnlitum.
Ýmis klippiverkefni með liti og form.
Kynning á hugtökunum forgrunnur og bakgrunnur með skoðun á mismunandi listaverkum áður en farið er í verkefni tengt efninu.
Leirvinna- kúla verður að skál. Móta skál og skreyta.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá markmið -ofar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Metanleg hæfniviðmið 1.-4. bekkjar, inná Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið með skipulega þjálfun eða hreyfingu. Nemendur kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru á Íslandi á einfaldan hátt s.s. ýmsum leikjum og boltaleikjum, frjálsum íþróttum, leikfimi, hópleikjum, spaðaíþróttum, aðlögun að vatni,
1. sundstig.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Áhöld í íþróttasal og sundlaug. Einnig útisvæði kringum skólann.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, endurteknar æfingar, stöðvaþjálfun, þrautalausnir, þrautabrautir, hermileikir, hlutverkaleikir, námsleikir, leikræn tjáning, þolþjálfun, hópvinna.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Tímaáætlun í íþróttakennsu
ágúst/september: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarnbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
október: Körfuknattleikur, líkamsmælingar og Badminton.
nóvember: Blak og Fimleikar.
desember: Knattspyrna og leikir.
janúar: Frjálsar Íþróttir, þrekaæfingar og Handbolti.
febrúar: Körfuknattleikur, Bandminton og leikir.
mars: Blak, skotboltaleikir og leikir.
apríl: Líkamsmælingar, leikir og íþróttagreinar.
maí/júní: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
Tímaáætlun í sundkennslu
ágúst/september: Alhliða sundæfingar til að meta stöðu nemenda.
Október : Bringusund – fótatök, handatök, líkamslega. Skriðsund - fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir
nóvember: Baksund - fótatök, handatök, líkamslega, Skólabaksund -fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir. Dótadagur á þessu tímabili.
desember: Skriðsund - taktur handataka og öndun, leikir.
janúar: Bringusund – fótatök, taktur og líkamslega í vatni.. Kafsund og kafsundsleikir
febrúar: Baksund/Skólabaksund – fótatök, handatök, taktur og líkamslega í vatni.
mars: Leikir, Flot, köfunarleikir, alhliða sundæfingar.
apríl: Fatasund, björgunarsund, Sundpróf. Leikir
maí/júní: Unnið í þeim sundaðferðum þar sem nemendur eru hvað sterkastir. Leikir og vatnsaðlögunaræfingar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi, virkni, taka þátt og vera með í öllu, ástundun, hegðun, vera með viðeigandi íþróttaföt og sundföt, skilji og fari eftir öryggisreglum og skipulagsreglum í íþróttahúsi, hlýði fyrirmælum kennara og starfsmanna.
Stöðluð próf s.s Píptest, Skógarhlaup, sprellikarlahopp í 10 sek., hoppa á öðum fæti 10 m, hoppa jafnfætis til hliðar yfir sippuband í 10 sek., ganga á jafnvægisslá 10 skref, kasta og grípa bolta.
1. sundstig sem er bringusundsfótatök, skriðsundsfótatök, ganga 3 m með andlitið í kafi, staðið í botni og andað að sér og síðan frá sér með andlitið í kafi 10 sinnum í röð án þess að stoppa, flot á kvið og baki, hoppa af bakka í laug, spyrna frá bakka og renna út í laug 2,5 m eða lengra, tekið þátt í ýmsum leikjum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í þessum tímum veður reynt að höfða til áhuga nemenda og hjálpa þeim að reyna finna sína styrkleika.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Ýmis borðspil, smáforrit fyrirspjaldtölvur, forrit í borðtölvum, bækur, litað og teiknað. útiverkefni og leikföng og annað efni frá kennara.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Í kennslustundum fá nemendur að vinna sjálfstætt undir leiðsögn kennara. Ýmist verður unnið inni og úti í náttúrinni.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Mat verður lagt á virkni, þátttöku og hegðun í tímum. Ekki eru neinar kannanir í þessum áfanga heldur reynt að virkja alla með viðeigandi verkefnum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
lærum um form og mynstur, samlagningu og frádrátt.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Sproti 1 A og sporting 1 B ásamt fleiru seem kennari leggur til.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Innlegg í krók þegar við á annars einstaklings vinna. Stundum í litlum hópum.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
kennari fer yfir bækur nemenda og metur vinnu nemenda jafn óðum. Skriflegt próf í vor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
2. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemandi geti:
- notað náttúrulegar tölur og einföld stærðfræðitákn
- tjáð sig um reglur í talnamynstrum
- geti notað hugtök úr rúmfræði
- notað tugakerfisrithátt
- tekið þátt í samræðum um stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum í stærðfræðiverkefnum
- o.fl. sjá hæfniviðmið 1.-4.bekkjar
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Sproti 2a og 2b +æfingahefti
Ýmis tilbúin gögn frá kennara
Ýmisskonar spil
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Bókavinna, paravinna, stöðvarvinna, jafningjafræðsla, fyrirlestrar o.fl.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá ofar.
Kennt á einstaklingsmiðaðan hátt.
Sproti 2a haustönn og 2b á vorönn.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Kannanir sem kennari útbýr. Frammistöðumat með einstaklingsviðtali.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Adventure Island of English Words/Orðasjóður. Námsefnið skiptist í 28 þemu, svo sem dýr, fólk, líkamshluta, fatnað, mat, tilfinningar, útlit fólks, íþróttir, skólastofuna, heimilið, fjölskylduna o.fl. Um er að ræða 311 myndaspjöld í stærðinni 15x15 cm.
Vinnublöð fyrir nemendur eru prentuð út eftir framgangi efnissins. Höfundur Jenný Berglind Rúnarsdóttir. Útgefandi er Menntamálastofnun.
Seasons; Atlantic Ocean ; Celebration - þemahefta sem tilheyra enskuefninu Connect https://vefir.mms.is/connect/. Efnið er fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskóla. Stuttum texta og ríkulegu myndefni er ætlað að stuðla að fjölbreyttri úrvinnslu á grundvelli þemanáms.
Enskuvefir, gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í samkennslu 1.og 2. bekkjar frá febrúar 2018, ein kennslustundi á viku, fram að því er samkennsla í 2,-4. bekk, tvær kennslustundir á viku. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í þessum áfanga læra nemendur um fæðuflokkana. Mikilvægi hreinlætis. Tannheilsu. Hvernig maður þvær upp. Hvaðan kemur maturinn? Algengustu fæðutegundir og uppruni þeirra. Borðsiðir og hvernig maður leggur á borð. Hættuleg efni og slysagildrur.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Hollt og gott 2.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, samvinnunám, fyrirlestrar, vinnubókavinna,verklegar æfingar í eldhúsi.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Leiðsagnarmat í lok annar sem byggir á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskipti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og geti nýtt þá tækni og hæfni sem hann hefur öðlast.
Geti unnið verkefni í hóp.
Fjallað á einfaldan hátt um verkefni sín og lagt mat á þau m.t.t. tækni og menningar.
Geti gengið frá eftir vinnu sína.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Að mestu leyti Veraldarvefinn.
Ipad
Pinterest
Þau efni og áhöld sem tilheyra hverju verkefni fyrir sig.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Vinna með ýmisskonar liti og kynnast eiginleikum þeirra á mismunandi efni.
Vinna úr verðlitlu efni og mismunandi áherslum. T.d. mála, lita, teikna, forma í leir, skapa verk úr ólíkum efnum.
Læra á mismunandi verkfæri.
Vinnubrögð með pensli. Þrif á penslum.
Litablöndun með hvítu og svörtu. Tónar.
Unnið með endurvinnanlegt efni á skapandi hátt.
Frjáls verkefni í samvinnu við kennara.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá markmið -ofar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Metanleg hæfniviðmið 1.-4.bekkjar, inná Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í textílmenn, helstu verkfærum og efnum.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Engar sérstakar námsbækur liggja til grundvallar en notast við myndir og myndbönd af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan felst að mestu leyti í sýnikennslu og verklegri kennslu þar sem nemandinn fær þjálfun í skapandi vinnubrögðum og viðeigandi verklagi og þannig stuðlað að því að nemandinn geti raungert hugmyndir sínar.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Unnið verður áfram með verkefni síðasta vetrar, s.s. vefnað og þræðispor. Seinni hluta vetrar verður bekkurinn með 1. bekk í tímum og vinna verkefni með þeim.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Við erum að æfa lestur og skrift, málfræði og stafsetningu. Við vinnum með orð, setningar, stóran og lítinn staf, atkvæði, samheiti og andheiti, sögugerð, sóknarskrift, paralestur, orðasúpur, vinnum með sögukort, orðaforða, vinnum með einfaldan og tvöfaldan samhljóða, samsett orð, orð í orðinu og fl. í þessum dúr.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Þar sem við vinnum í tengslum við Byrjendalæsi evinnum við íslenskuverkefnin út frá þeirri lestrarbók sem við erum að vinna með. Aðkeyptar vinnubækur eru frekar sem aukaverkefni.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Það er ýmist einstaklingsvinna, paravinna eða unnið í stærri hópum.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Það er símat í gangi alla önnina.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Námsefni miðar að því að nemandi:
- Geti sagt frá sjálfum sér m.t.t. búsetu, uppruna, fjölskydu, og siðum og venjum. Og hvar styrkur hans liggur.
- Geri sér grein fyrir þörf sinni á nauðsynjum s.s. næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti.
- Geti sett sig í spor annara jafnaldra og átti sig á afleiðingum athafna sinna.
- Geti bent á gildi jákvæðra viðhorfa.
- Þekki gildi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og sýni öðrum umhyggju og sáttfýsi. Og geti tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi.
- Geri sér grein fyrir samhengi athafna og afleiðinga. Og virði reglur í samskiptum, skráðar og óskráðar, og geti nefnt dæmi um þær.
- Átti sig á hlutverki og notagildi landakorta, einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði.
- Afli sér vitneskju um samfélagsleg málefni, geti sagt frá atburðum og persónum sem eru til umræðu.
- Átti sig á gildi samhjálpar.
- Skilji gildi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða.
- Geti bent á nokkrar mikilvægar stofnanir samfélagsins og lýðræðislega þætti samfélags.
- Sagt frá hátíðum og siðum tengdum trúarbrögðum, í nærsamfélaginu.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Komdu og skoðaðu Land og þjóð.
Ritrún
heimilisfræðinámsefni
Vefmiðlar.
Spor 1,2,3
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Fyrirlestrar, jafningjafræðsla, samvinnunám, bókavinna, þemavinna, sýnikennsla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistöðumat, metanleg hæfniviðmið á Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið með skipulega þjálfun eða hreyfingu. Nemendur kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru á Íslandi s.s. ýmsum leikjum og boltaleikjum, frjálsumíþróttum, leikfimi, hópleikjum, spaðaíþróttum, nái 2. sundstig.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Áhöld í íþróttasal og sundlaug. Íþróttavöllur og útisvæði kringum skólann.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, endurteknar æfingar, stöðvaþjálfun, þrautalausnir, þrautabrautir, hermileikir, hlutverkaleikir, námsleikir, leikræn tjáning, þolþjálfun, hópvinna.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Tímaáætlun í íþróttakennsu
ágúst/september: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarnbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
október: Körfuknattleikur, líkamsmælingar og Badminton.
nóvember: Blak og Fimleikar.
desember: Knattspyrna og leikir.
janúar: Frjálsar Íþróttir, þrekaæfingar og Handbolti.
febrúar: Körfuknattleikur, Bandminton og leikir.
mars: Blak, skotboltaleikir og leikir.
apríl: Líkamsmælingar, leikir og íþróttagreinar.
maí/júní: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
Tímaáætlun í sundkennslu
ágúst/september: Alhliða sundæfingar til að meta stöðu nemenda.
Október : Bringusund – fótatök, handatök, líkamslega. Skriðsund - fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir
nóvember: Baksund - fótatök, handatök, líkamslega, Skólabaksund -fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir. Dótadagur á þessu tímabili.
desember: Skriðsund - taktur handataka og öndun, leikir.
janúar: Bringusund – fótatök, taktur og líkamslega í vatni.. Kafsund og kafsundsleikir
febrúar: Baksund/Skólabaksund – fótatök, handatök, taktur og líkamslega í vatni.
mars: Leikir, Flot, köfunarleikir, alhliða sundæfingar.
apríl: Fatasund, björgunarsund, Sundpróf. Leikir
maí/júní: Unnið í þeim sundaðferðum þar sem nemendur eru hvað sterkastir. Leikir og vatnsaðlögunaræfingar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi, virkni, ástundun, hegðun, vera með viðeigandi íþróttaföt og sundföt, skilji öryggisreglur sundstaða og íþróttahúss, hlýði fyrirmælum kennara og starfsmanna.
Stöðluð próf s.s Píptest, skógarhlaup, geta rekið fótbolta, körfubolta og handbolta á hlaupum fram og til baka, hoppað yfirhindranir á hlaupum, kollhnís, gengið á jafnvægisslá 10 skref, armganga með fætur á bekk 10 skref, sippað jafnfætis viðstöðulaust 10 sinnum.
2. sundstig sem er 12,5 m bringusund, skriðsund 12,5 m, baksundsfótatök 6 m, skólabaksundsfótatök 10 m, synt 5 - 6 m í kafi, spyrnt frá bakka og runnið út í laug 2,5 m eða lengra frá bakkanum, hoppað af palli í laug, marglyttuflot.
Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi, virkni, ástundun, hegðun, vera með viðeigandi íþrótta- og sundföt, skilji og fari eftir öryggisreglum sundstaða og íþróttahúss, hlýði fyrirmælum kennara og starfsmanna.
3. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Áfanginn ber keim af endurvinnslu, hagsýni og nýtni. Nemendur kynnast umbúðamerkingum og tilgangi þeirra. Rætt er um gildi þess að hafa reglu á hlutunum, og af hverju umhverfismál eru lýðheilsumál. Kynnumst þjóðlegum mat. Hvernig getum við aðstoðað á heimilinu?
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Hollt og gott 3. Og verkfæri í eldhúsinu.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, samvinnunám, fyrirlestrar og vinnubókavinna.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskiptum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemandi þjálfist í að:
- beita skýrum og áheyrilegum framburði
- tjá sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu
- segja frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.
- hlusta og horft með athygli á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni
- nýta sér og endursagt efni á rafrænu formi
- eiga góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi
- beita aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr
- nýta góðan orðaforða við að skilja texta og ráðið í merkingu orðs út frá samhengi
- tengja þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess.
- velja sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings
- lesa ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum.
- beita hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap
- beita fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu
- afla sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi
- lesa úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum
- velja bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju
- draga rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega
- nýta í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi
- semja texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð
- beita einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi
- nýta sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis
- skrifa texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu
- beita töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og ræður yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska
- þekkja og finna helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein
- raða í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag
- gera sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða
- leika sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn og tölu
- búa til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta
- greina mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta
- leika sér með orð og merkingu, svo sem með því að ríma, og fara í orðaleiki
- gera sér grein fyrir markmiði þess að læra íslenska málfræði
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Lestrarbækur frá Námsgagnastofnun og af skólabókasafni.
Ritrún 2. og 3.
Lesrún.
Nýtum okkur fjölbreytt efni af vef nams.is
Svo og ýmis verkefni af 123skoli.is
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hópa-, para og/eða einstaklingsvinna allt eftir því sem við á hverju sinni. Leitast er við að nýta öll þau tól og tæki sem gagnast okkur við vinnuna, eins og tölvur og ipad þegar það á við.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Lögð er mikil áhersla á lestur og lesskilning og unnið markvisst með það allan veturinn. Rifjað upp stafrófið og að raða orðum í stafrófsröð, unnið með sérhljóða og samhljóða, nafnorð; bæði sérnöfn og samnöfn, eintölu og fleirtölu orða, kyn, greinir og samsett orð. Rifjaðar upp nokkrar stafsetningarreglur eins og stór og lítill stafur, n eða nn í enda orðs, hvenær setjum við punkt og ng og nk reglan og unnið með tvöfaldan samhljóða. Eins er unnið með sögugerð - upphaf, miðja og endir. Ýmiskonar þrautir t.a.m. stafarugl. Eins er unnið með krossgátur.
Nemendur læra aðferðir sem hjálpa þeim að finna aðalatriði í texta, búa til spurningar úr texta, lesa og fara eftir fyrirmælum, átta sig á atburðarás og læra ný orð. Lögð er áhersla á að nemendur æfist í notkun aðferðir sem auðvelda þeim úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega - er þá átt við hugarkort, tímalínu, spurningagerð og fleira.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Símat er alltaf í gangi. Einnig taka nemendur lestrarpróf einu sinni á önn, stöðluð próf sem gefin eru út af Menntamálastofnun. Frammistöðumat og metanleg hæfniviðmið í Mentor og í lok vetrar þurfum við að meta hvort nemandinn hefur staðist öll viðmið.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Hickory, Dickory , Dock. Þrjú stutt verkefnahefti í ensku fyrir miðstig gefin út af Námsgagnastofnun.
Portfolio; Speak Out! og Portfolio Work Out! Námsefni í ensku frá Námsgagnastofnun Þemahefti fylgja: Amazing Animals; A year of Fun; A World of Records; Children of the World; Going Places; Heroes; Into Hobbies; Out in Space. Tilgangur með notkun textanna í kennslu er: - að kenna ný orð og orðasambönd í samhengi - að koma á framfæri upplýsingum og þekkingu með enskum textum - að efla trú nemenda á getu sinni til að lesa og skilja ensku - að sýna mismunandi einkenni einkenni málsins og kenna málfræði með tjáskiptum. Höfundur Cecilia Nihlén o.fl. Námsgagnastofnu.
Adventure Island of English Words/Orðasjóður. Námsefnið skiptist í 28 þemu, svo sem dýr, fólk, líkamshluta, fatnað, mat, tilfinningar, útlit fólks, íþróttir, skólastofuna, heimilið, fjölskylduna o.fl. Um er að ræða 311 myndaspjöld í stærðinni 15x15 cm.
Vinnublöð fyrir nemendur eru prentuð út eftir framgangi efnissins. Höfundur Jenný Berglind Rúnarsdóttir. Útgefandi er Menntamálastofnun.
Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í samkennslu 3. - 4. bekkjar eftir febrúar 2018. Kennslustundir eru 2 á viku. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið með skipulega þjálfun eða hreyfingu. Nemendur kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru á Íslandi s.s. ýmsum leikjum og boltaleikjum, frjálsum íþróttum, leikfimi, hópleikjum, spaðaíþróttum, nái 3. sundstig.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Áhöld í íþróttasal og sundlaug. Íþróttavöllur og útisvæði kringum skólann.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, endurteknar æfingar, stöðvaþjálfun, þrautalausnir, þrautabrautir, hermileikir, hlutverkaleikir, námsleikir, leikræn tjáning, þolþjálfun, hópvinna.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Tímaáætlun í íþróttakennsu
ágúst/september: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarnbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
október: Körfuknattleikur, líkamsmælingar og Badminton.
nóvember: Blak og Fimleikar.
desember: Knattspyrna og leikir.
janúar: Frjálsar Íþróttir, þrekaæfingar og Handbolti.
febrúar: Körfuknattleikur, Bandminton og leikir.
mars: Blak, skotboltaleikir og leikir.
apríl: Líkamsmælingar, leikir og íþróttagreinar.
maí/júní: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
Tímaáætlun í sundkennslu
ágúst/september: Alhliða sundæfingar til að meta stöðu nemenda.
Október : Bringusund – fótatök, handatök, líkamslega. Skriðsund - fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir
nóvember: Baksund - fótatök, handatök, líkamslega, Skólabaksund -fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir. Dótadagur á þessu tímabili.
desember: Skriðsund - taktur handataka og öndun, leikir.
janúar: Bringusund – fótatök, taktur og líkamslega í vatni.. Kafsund og kafsundsleikir
febrúar: Baksund/Skólabaksund – fótatök, handatök, taktur og líkamslega í vatni.
mars: Leikir, Flot, köfunarleikir, alhliða sundæfingar.
apríl: Fatasund, björgunarsund, Sundpróf. Leikir
maí/júní: Unnið í þeim sundaðferðum þar sem nemendur eru hvað sterkastir. Leikir og vatnsaðlögunaræfingar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi, virkni, ástundun, hegðun, vera með viðeigandi íþrótta-, sundföt, fari eftir öryggis- og skipulagsreglum íþróttahúss, fara eftir fyrirmælum kennara og starfsmanna.
Stöðluð próf s.s Píptest, skógarhlaup, sipp á einni mínútu, geta rekið fótbolta og handbolta og körfubolta á hlaupum fram og til baka, hoppað yfir hindranir á hlaupum, kollhnís áfram og afturábak, sveiflað sér í kaðli, sippað jafnfætis viðstöðulaust, senda og grípa bolta, senda bolta í vegg og stöðva bolta með fótum, stökkva langstökk og hástökk, kasta bolta og varpa kúlu, krifra aftur á bak upp í handstöðu við vegg eða rimla, hoppa jafnfætis utanfótastökk yfir kubb.
3. sundstig sem er 12 m bringusund, skriðsundsfótatök 6 m með andlit í kafi og arma teygða fram,12 m skriðsund, skólabaksund 12 m, baksundsfótatök 6 m, spyrnt frá bakka og runnið út í laug, kafa eftir hlut á 1 - 1,5 m dýpi.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og geti nýtt sèr þá leikni og tækni sem hann hefur öðlast.
Geti unnið verkefni í hóp.
Geti fjallað á einfaldan hátt um viðfangsefni sín og lagt mat á þau m.t.t. tækni og menningar.
Geti gengið frá eftir vinnu sína.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Veraldarvefurinn.
Ipad.
Pinterest.
Verkfæri og efni sem tilheyrir hverju verkefni fyrir sig.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Meginverkefni árgangsins er að endurvinna efni. Sjá hvaða möguleikar eru í mismunandi efnum og til hvers þau eru heppileg. Skapa skemmtilega hluti úr verðlitlu efni.
Hvaða efni er hægt að nota saman?
Gera skál eða disk úr dagblöðum. Vefa úr upprúlluðum blöðum og gera skál þannig.
Skókassaverkefnið. Gera veröld innan í skókassa.
Fígúrur úr klósettrúllum. Myndir úr niðurklipptum klósettrúllum.
Hvað er hægt að gera úr pappírsræmum, krukkum, plastflöskum o.s.frv.
Frjáls verkefni í samráði við kennara.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá markmið -ofar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Metanleg hæfniviðmið 1.-4.bekkjar, inná Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur geti:
- notað náttúrulegar tölur á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt
- unnið með mælikvarða og lögun
- áætlað og mælt t.d. lengd, flöt, rými,þyngd, tíma og hitastig með mism.mælikvörðum, stöðluðum og óstöðluðum
- safnað gögnum
- tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum á fjölbreytilegan hátt og spáð fyrir um framhald mynsturs
- leyst stærðfræðiverkefni sem sprottin eru úr daglegu lífi
- lesið og rætt um einfaldar upplýsingar þar sem stærðfr.hugtök eru notuð
- læri að þekkja gildi peninga
- sett fram túlkað og meðhöndlað einföld teiknilíkön, talnalínur, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi og daglegu lífi
- o.fl.....sjá hæfniviðmið 1.-4.bekkjar
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Sproti 3a og 3b +æfingaheftin
Mögulega önnur auka stærðfræðihefti s.s. Stefnt á....Viltu reyna, Vasareiknisheftin o.þ.h.
Ýmis tilbúin verkefni og gögn frá kennara
Allskonar spil
Húrraheftin
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Bókavinna, paravinna, stöðvarvinna, jafningjafræðsla, fyrirlestrar o.fl.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá ofar.
Kennt er á einstaklingsmiðaðan hátt.
Sproti 3a á haustönn og 3b á vorönn.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Kannanir sem kennari útbýr úr námsefninu. Frammistöðumat með einstaklingsviðtali.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemandi þjálfist í að:
- segja frá sjálfum sér, búsetu, uppruna, fjölskyldu og siðum og venjum.
- gera sér grein fyrir styrk sínum og áttað sig á og lýst tilfinningum sínum.
- setja sig í spor annara og bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig og geri sér grein fyrir áhrifum, jákvæðum og neikvæðum, sem áreiti í umhverfinu hafa á líf hans.
- sýna tillitsemi og virðingu í samskiptum við aðra og virði skólareglur jafnt sem reglur í samskiptum.
- öðlast virðingu fyrr sjálfum sér og öðrum. Beri kennsl á gildi umhyggju, samhjálpar og sáttfýsi.
- átta sig á því að hann er hluti af stærra samfélagi. Geti sett sig inn í málefni nærsamfélagsins og rætt um þau.
- hlusta á og greint ólíkar skoðanir, geri sér grein fyrir mismunandi bakgrunni fólks, lífsviðhorfum og lífsháttum.
- segja deili á hátíðum og frásögnum þeim tengdum, svo og siðum í kristni og öðrum trúarbrögðum. Geri greinarmun á lífsviðhorfum og áhrifum trúar og áhrif þeirra á siði og venjur.
- lýsa áhrifum sólarljóss á umhverfi sitt, hitastig og lífríki
- átta sig á að jörðin er hluti af stóru sólkerfi; reikistjörnum, sól og tunglum
- skoða tungl og stjörnur með berum augum og í gegnum sjónauka
- gera athuganir með skugga sem sýna að lögun skugga breytist yfir daginn
- skoða líkan af sólkerfinu
- gera sér grein fyrir að jörðin er byggð upp af kjarna, möttli, jarðskorpu og lofthjúp
- þekkja muninn á sól og reikistjörnunum
- ræða um lífsskilyrði á öðrum plánetum og tunglinu
- ræða um geimferðir út frá sögu tunglferða mannsins
- vita að til eru mismunandi menningarsvæði í heiminum þar sem ríkja ólíkir siðir og venjur og að Ísland er eitt þeirra
- geta nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíktí húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði
- skilja mikilvægi hafsins og legu landsins, s.s. fyrir lífsafkomu þjóðarinnar og samskipti við önnur lönd, nú og áður fyrr
- skilja mikilvægi náttúrunnar, s.s. árstíðaskipta, veðurfars og landslags, við mótun byggðar, atvinnu, siða og menningar íbúa
- þekkja til gamalgróinna atvinnuvega landsmanna og viti vernig þeir hafa þróast í stórum dráttum og samfélagið breyst með þeim
- fá tilfinningu fyrir samhengi og tengslum nútímasiða við líf Íslendinga fyrrum og skilning á því hvers vegna þeir eru ólíkir siðum annarra þjóða, t.d. þjóðlegur matur og klæðnaður
- auka orðaforða sinn og skilning á ýmsum hugtökum, orðum og málsháttum í íslensku, þekki uppruna séríslenskra fæðutegunda og hugtök sem þeim tengjast
- fá þjálfun í að setja sig inn í aðstæður fólks áður fyrr, ekki síst jafnaldra sinna
- sjá að þekking á gömlum tíma hjálpar fólki til að skilja ýmislegt í nútímanum og að lifa áfram góðu lífi á Íslandi, þreyja þorrann og góuna og njóta sumarnátta
- átta sig á mikilvægi þess að fólk þekki söguna og líf fólks fyrrum, bæði á Íslandi og á öðrum menningarsvæðum
- viðurkenna að menningararfur Íslendinga er ekki aðeins dauðir munir á söfnum heldur felst mikilvægur hluti hans í siðum og venjum, verklagi og vinnubrögðum við leik og störf og að varðveisla þessa lifandi menningararfs felst í að hver kynslóð
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Ísland.
Komdu og skoðaðu land og þjóð.
Himingeimurinn.
Ísland áður fyrr - Fjölskyldan.
Ísland áður fyrr - Heimilið.
Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti.
Spor 1. 2. 3.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Einstaklingsvinna, paravinna, hópavinna, allt eftir því hvað verið er að vinna með, hvert verkefnið er, eða hver er nálgunin þ.e. hvert er markmið vinnunnar.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Við vinnum út frá því verkefni/verkefnum sem áætlunin segir til um og reynum að hafa vinnuna bæði marvissa og fjölbreytta:
Í verkefninu Himingeimurinn
Í verkefninu Ísland áður fyrr - fjölskyldan og heimilið, ásamt bókinni Komdu og skoðaðu Íslenska þjóðhætti, skiptum við námsefninu niður í viðfangsefnin; fjölskyldan, fatnaður og skór, leikir- og afþreying, bærinn og umhverfið, baðstofan, eldhúsið, búrið, hreinlæti og tímatal.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistöðumat og metanleg hæfniviðmið í Mentor.
4. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Hickory, Dickory , Dock. Þrjú stutt verkefnahefti í ensku fyrir miðstig gefin út af Námsgagnastofnun.
Portfolio; Speak Out! og Portfolio Work Out! Námsefni í ensku frá Námsgagnastofnun. Þemahefti fylgja: Amazing Animals; A year of Fun; A World of Records; Children of the World; Going Places; Heroes; Into Hobbies; Out in Space. Tilgangur með notkun textanna í kennslu er: - að kenna ný orð og orðasambönd í samhengi - að koma á framfæri upplýsingum og þekkingu með enskum textum - að efla trú nemenda á getu sinni til að lesa og skilja ensku - að sýna mismunandi einkenni einkenni málsins og kenna málfræði með tjáskiptum. Höfundur Cecilia Nihlén o.fl.
Adventure Island of English Words/Orðasjóður. Námsefnið skiptist í 28 þemu, svo sem dýr, fólk, líkamshluta, fatnað, mat, tilfinningar, útlit fólks, íþróttir, skólastofuna, heimilið, fjölskylduna o.fl. Um er að ræða 311 myndaspjöld í stærðinni 15x15 cm.
Vinnublöð fyrir nemendur eru prentuð út eftir framgangi efnissins. Höfundur Jenný Berglind Rúnarsdóttir. Útgefandi er Menntamálastofnun.
Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er í samkennslu 3. - 4. bekkjar frá febrúar 2018. Kennslustundir eru tvær á viku. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í textílmennt, helstu verkfærum, efnum og aðferðum.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Engar sérstakar námsbækur liggja til grundvallar en notast við myndir og myndbönd af veraldarvefnum.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan felst að mestu leyti í sýnikennslu og verklegri kennslu þar sem nemandinn fær þjálfun í skapandi vinnubrögðum og viðeigandi verklagi og þannig stuðlað að því að nemandinn geti raungert hugmyndir sínar.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Unnið verður áfram með verkefni síðasta vetrar, s.s. vefnað og þræðispor. Nemendur sauma sér íþróttapoka í saumavél og hekla á hann band.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemandi þjálfist í að:- beita skýrum og áheyrilegum framburði
- tjá sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu
- segja frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.
- hlusta og horft með athygli á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni
- nýta sér og endursagt efni á rafrænu formi
- eiga góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi
- beita aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr
- nýta góðan orðaforða við að skilja texta og ráðið í merkingu orðs út frá samhengi
- tengja þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess.
- velja sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings
- lesa ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum.
- beita hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap
- beita fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu
- afla sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi
- lesa úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum
- velja bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju
- draga rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega
- nýta í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi
- semja texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð
- beita einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi
- nýta sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis
- skrifa texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu
- beita töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og ræður yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska
- þekkja og finna helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein
- raða í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag
- gera sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða
- leika sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn og tölu
- búa til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta
- greina mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta
- leika sér með orð og merkingu, svo sem með því að ríma, og fara í orðaleiki
- gera sér grein fyrir markmiði þess að læra íslenska málfræði
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skrift 4. Ritrún 3. Verkefni við réttritunarorðabók. Skinna - verkefnabók 1. Efni af skólavefnum nams.is og 123skoli.is Frjálslestrarbækur. Stafsetningaræfingar í tengslum við heimalestrarbók.Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hópa-, para og/eða einstaklingsvinna allt eftir því sem við á hverju sinni. Leitast er við að nýta öll þau tól og tæki sem gagnast okkur við vinnuna, eins og tölvur og ipad þegar það á við.Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Lögð er mikil áhersla á lestur og lesskilning og unnið markvisst með það allan veturinn. Rifjað upp stafrófið og að raða orðum í stafrófsröð, unnið með sérhljóða og samhljóða, nafnorð; bæði sérnöfn og samnöfn, eintölu og fleirtölu orða, kyn nafnorða. Rifjaðar upp nokkrar stafsetningarreglur eins og um stóran og lítinn staf, um n eða nn í enda orðs, hvenær setjum við punkta og ng og nk regluna og unnið með tvöfaldan samhljóða. Eins er unnið með sögugerð - upphaf, miðja og endir. Ýmiskonar þrautir t.a.m. stafarugl. Unnið er með krossgátur. Nemendur læra aðferðir sem hjálpa þeim að finna aðalatriði í texta, búa til spurningar úr texta, lesa og fara eftir fyrirmælum, átta sig á atburðarás og læra ný orð. Lögð er áhersla á að nemendur æfist í að nota aðferðir til að auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega - er þá átt við hugarkort, tímalínu, spurningagerð og fleira.Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Símat er alltaf í gangi. Einnig taka nemendur lestrarpróf einu sinni á önn, stöðluð próf sem gefin eru út af Menntamálastofnun. Frammistöðumat og metanleg hæfniviðmið í Mentor og í lok vetrar þurfum við að meta hvort nemandinn hefur staðist öll viðmið.Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur:- þekki gildi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sèr og öðrum, beri kennsl á hugtök eins og umhyggju og sáttfýsi.
- geri sèr grein fyrir samhengi orða, athafna og afleiðinga og geti sett sig í spor annara.
- virði skólareglur jafnt sem reglur í samskiptum fólks, skráðar sem óskráðar. Sýni tillitsemi og virðingu í samskiptum og átti sig á afleiðingum gjörða sinna.
- geti sagt frá sjálfum sèr, uppruna, og fjölskyldu. Hlustað á og rætt ólíkar skoðanir, gert sèr grein fyrir mismunandi bakgrunni, lífsviðhorfum og lífsháttum fólks.
- geri sèr grein fyrir styrk sínum, lýst tilfinningum sínum og áttað sig á þeim. Og geri sèr grein fyrir þeim áhrifum, jákvæðum og neikvæðum, sem hafa áhrif á líf hans.
- geti sett sèr markmið og gert áætlanir við úrlausn fjölbreyttra verkefna og sýnt frumkvæði og sköpunarhæfni í lausn þeirra.
- átti sig á því að þeir eru hluti af stærra samfèlagi, þekki gildi samhjálpar, fjölskyldu og þekki til fjölbreyttra fjölskyldugerða.
- geti aflað sèr vitneskju um samfèlagsleg málefni, sagt frá atburðum og persónum sem eru til umræðu í samfèlaginu.
- hafi vitneskju um nokkrar mikilvægar stofnanir samfèlagsins og lýðræðislega þætti þess.
- geti sagt frá einkennum Íslands í ljósi sögu og menningar, fyrr og nú, og komið auga á þá þætti sem hafa áhrif á mannlíf, umhverfi og skipulag.
- geti sagt frá hátíðum, siðum, og þeim áhrifum sem trú hefur á siði og venjur.
- áttað sig á mikilvægi jafnrèttis og rætt um rèttindi sín jafnt og skyldur.
- geti lýst áhrifum sólarljóss á umhverfi sitt, hitastig og lífríki
- átti sig á að jörðin er hluti af stóru sólkerfi; reikistjörnum, sól og tunglum
- skoði tungl og stjörnur með berum augum og í gegnum sjónauka
- geri athuganir með skugga sem sýna að lögun skugga breytist yfir daginn
- skoði líkan af sólkerfinu
- þekki að jörðin er byggð upp af kjarna, möttli, jarðskorpu og lofthjúp
- þekki muninn á sól og reikistjörnunum
- ræði um lífsskilyrði á öðrum plánetum og tunglinu
- ræði um geimferðir út frá sögu tunglferða mannsins
- viti að til eru mismunandi menningarsvæði í heiminum þar sem ríkja ólíkir siðir og venjur og að Ísland er eitt þeirra
- geti nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíktí húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði
- skilji mikilvægi hafsins og legu landsins, s.s. fyrir lífsafkomu þjóðarinnar og samskipti við önnur lönd, nú og áður fyrr
- skilji mikilvægi náttúrunnar, s.s. árstíðaskipta, veðurfars og landslags, við mótun byggðar, atvinnu, siða og menningar íbúa
- þekki til gamalgróinna atvinnuvega landsmanna og viti vernig þeir hafa þróast í stórum dráttum og samfélagið breyst með þeim
- fái tilfinningu fyrir samhengi og tengslum nútímasiða við líf Íslendinga fyrrum og skilning á því hvers vegna þeir eru ólíkir siðum annarra þjóða, t.d. þjóðlegur matur og klæðnaður
- auki orðaforða sinn og skilning á ýmsum hugtökum, orðum og málsháttum í íslensku, þekki uppruna séríslenskra fæðutegunda og hugtök sem þeim tengjast
- fái þjálfun í að setja sig inn í aðstæður fólks áður fyrr, ekki síst jafnaldra sinna
- sjái að þekking á gömlum tíma hjálpar fólki til að skilja ýmislegt í nútímanum og að lifa áfram góðu lífi á Íslandi, þreyja þorrann og góuna og njóta sumarnátta
- átti sig á mikilvægi þess að fólk þekki söguna og líf fólks fyrrum, bæði á Íslandi og á öðrum menningarsvæðum
- viðurkenni að menningararfur Íslendinga er ekki aðeins dauðir munir á söfnum heldur felst mikilvægur hluti hans í siðum og venjum, verklagi og vinnubrögðum við leik og störf og að varðveisla þessa lifandi menningararfs felst í að hver kynslóð
- að leitast við að vekja áhuga nemenda á efninu með þeim hætti að þeir sjálfir verði sér úti um aukinn fróðleik
- að leitast við að efla málvitund og auka orðaforða nemenda
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Ísland. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Himingeimurinn. Ísland áður fyrr - Fjölskyldan. Ísland áður fyrr - Heimilið. Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Spor 1. 2. 3.Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Einstaklingsvinna, paravinna, hópavinna, allt eftir því hvað verið er að vinna með, hvert verkefnið er, eða hver er nálgunin, hvert er markmið vinnunnar.Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Við vinnum út frá því verkefni/verkefnum sem áætlunin segir til um og reynum að hafa vinnuna bæði marvissa og fjölbreytta: Í verkefninu Í verkefninu Ísland áður fyrr - fjölskyldan og heimilið, ásamt bókinni Komdu og skoðaðu Íslenska þjóðhætti, skiptum við námsefninu niður í viðfangsefnin; fjölskyldan, fatnaður og skór, leikir- og afþreying, bærinn og umhverfið, baðstofan, eldhúsið, búrið, hreinlæti og tímatal.Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Frammistöðumat og metanleg hæfniviðmið í Mentor og í lok vetrar þurfum við að meta hvort nemandinn hefur staðist öll viðmið.Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemandi geti:
- gert óformlegar rannsóknir á tví -og þrívíðum formum
- unnið með mælikvarða og lögun
- áætlað og mælt t.d. lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum og notað viðeigandi mælikvarða
- safnað gögnum í umhverfinu og um eigið áhugasvið
- rannsakað og gert tilraunir með rúmfræði á einfaldan hátt með tölvum og hefðbundnum gögnum
- taka þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, og gert tilraunir með líkur og borið skynbragð á áhrif þeirra t.d. í spilum
- nota táknmál stærðfræðinnar til að meta sannleiksgildi og tjá vensl eins og jöfnuð og röð
- fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og rökstutt lausnir sínar t.d. með því að nota raunverulega hluti
- notað náttúrulegar tölur og tugakerfisrithátt
- tekið þátt í að þróa aðferðir sem byggja á eigin skilningi
- leyst verkefni sem sprottin eru úr eigin lífi
- gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld brot og hlutföll eru notuð í daglegu lífi
- kannað og rannsakað með því að setja fram tilgátur og gera tilraunir með áþreyfanlegum gögnum
- lesið og rætt um einfaldar upplýsingar þar sem stærðfræðihugtök eru notuð
- undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna sem byggja á hugmyndum nemenda
- að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar
- o.fl sjá hæfniviðmið 1.-4.bekkjar
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Sproti 4a og 4b +æfingahefti
Aukanámsefni: s.s. Stefnum á.....Viltu reyna.....vasareiknishefti o.fl.
Ýmis tilbúin gögn frá kennara
Ýmis spil
Húrraheftin
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Bókavinna, paravinna, stöðvavinna, jafningjafræðsla, fyrirlestrar o.fl.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá ofar.
Nemendum er kennt á einstaklingsmiðaðan hátt.
Sproti 4a fyrir haustönn og Sproti 4b vorönn.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
- Kannanir sem útbúnar eru af kennara úr fyrrnefndu námsefni
- Frammistöðumat með einstaklingsviðtali
- Sjálfsmat
- metanleg hæfniviðmið í mentor
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og geti hagnýtt sèr þá tækni og leikni sem hann hefur öðlast.
Geti unnið verkefni í hóp.
Geti fjallað á einfaldan hátt um viðfangsefni sín og lagt mat á þau m.t.t. tækni og menningar.
Geti gengið frá eftir vinnu sína eins og til er ætlast.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Veraldarvefurinn.
Ipad.
Pinterest.
Verkfæri og efni sem tilheyra hverju verkefni fyrir sig.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið með munsturgerð. Speglun og endurtekningu.
Litablöndun með köldum og heitum litum. Íblöndun með hvítu og svörtu.
Einföld fjarvíddarmynd.
Sjálfsmynd.
Leirvinna -pylsuaðferðin. Dýr.
Frjáls verkefni úr endurunnu efni í samráði við kennara.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá markmið -ofar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Metanleg hæfniviðmið 1.-4.bekkjar, inná Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar.
Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvæg öllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þætti svo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarks átök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sig meira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.
Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi.
Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til eru, einnig umhverfið á Varmalandi.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Sýnikennsla, endurteknar æfingar, stöðvaþjálfun, þrautalausnir, þrautabrautir, hermileikir, hlutverkaleikir, námsleikir, leikræn tjáning, þolþjálfun, hópvinna.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Tímaáætlun í íþróttakennsu
ágúst/september: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarnbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
október: Körfuknattleikur, líkamsmælingar og Badminton.
nóvember: Blak og Fimleikar.
desember: Knattspyrna og leikir.
janúar: Frjálsar Íþróttir, þrekaæfingar og Handbolti.
febrúar: Körfuknattleikur, Bandminton og leikir.
mars: Blak, skotboltaleikir og leikir.
apríl: Líkamsmælingar, leikir og íþróttagreinar.
maí/júní: íþróttakennsla fer að miklu fram úti við. Knattspyrna, Frjálsar Íþróttir, Körfubolti, gönguferðir, Ratleikir, Hafnarbolti/kýló og hefðbundnir leikir.
Tímaáætlun í sundkennslu
ágúst/september: Alhliða sundæfingar til að meta stöðu nemenda.
Október : Bringusund – fótatök, handatök, líkamslega. Skriðsund - fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir
nóvember: Baksund - fótatök, handatök, líkamslega, Skólabaksund -fótatök, handatök, líkamslega. Aðlögunar æfingar og leikir. Dótadagur á þessu tímabili.
desember: Skriðsund - taktur handataka og öndun, leikir.
janúar: Bringusund – fótatök, taktur og líkamslega í vatni.. Kafsund og kafsundsleikir
febrúar: Baksund/Skólabaksund – fótatök, handatök, taktur og líkamslega í vatni.
mars: Leikir, Flot, köfunarleikir, alhliða sundæfingar.
apríl: Fatasund, björgunarsund, Sundpróf. Leikir
maí/júní: Unnið í þeim sundaðferðum þar sem nemendur eru hvað sterkastir. Leikir og vatnsaðlögunaræfingar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi, virkni, ástundun, hegðun, vera með viðeigandi íþrótta-, sundföt, fari eftir öryggis- og skipulagsreglum íþróttahúss, fara eftir fyrirmælum kennara og starfsmanna.
Stöðluð próf s.s Píptest, skógarhlaup, sipp í eina mínútu viðstöðulaust, geta rekið fótbolta og sent og stöðvað fótboltann með fótum. Rekið handbolta og körfubolta á hlaupum fram og til baka, kastað og gripið bolta, blakað blakbolta, hoppað yfir hindranir á hlaupum, kollhnís áfram og afturábak, höfuðstaða við vegg, sveiflað sér í kaðli, hangið í rimlum og lyft fótum í mjaðmahæð 10 sinnum, stokkið langstökk og hástökk, kastað kúlu, hoppa jafnfætis innanfótarstökk og utanfótastökk yfir kubb, hliðarstökk yfir kistu, .
4. sundstig sem er 25 m bringusund, skriðsund 12 m, bakskriðsund 12 m, skólabaksund 15 m, flugsundfótatök, synt 3 m og kafa eftir hlut sem er á 1 - 1,5 m dýpi.