5-7 bekkur

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Í áhugasviðsvali velur hver og einn sér verkefni í textíl eftir áhuga og getu. Kennslustundirnar eru tvær á viku

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Engar sérstakar námsbækur liggja til grundvallar en notast við myndir og myndbönd af veraldarvefnum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er sjálfstætt undir handleiðslu kennara. Reynt er að fara að óskum nemenda um efni og aðferðir eins og aðstæður leyfa.
Kennslan felst að mestu leyti í sýnikennslu og verklegri kennslu þar sem nemandinn fær þjálfun í skapandi vinnubrögðum og viðeigandi verklagi og þannig stuðlað að því að nemandinn geti raungert hugmyndir sínar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Að nemandi geti sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd til afurðar og geri grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast verkefnunum.
Að nemandi geti nýtt sèr leikni sína og þekkingu í fjölbreytilegum verkefnum.
Að nemandi geti lagt mat á eigin verk og hafi skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Að nemandi sýni ábyrgð í vinnu og við frágang.
Að nemandi geti sýnt frumkvæði í vinnu með öðrum og geti tekið tillit til annara.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Veraldarvefurinn.
Ipad.
Pinterest.
Áhöld og efni sem henta verkefnavinnu hverju sinni.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Kynnast vinnu með vatnsliti.
Læra að fletja leir og gera mismunandi muni úr honum.
Kynnist hlutföllum í mannslíkamanum, útlimum og andliti. Gera verkefni við hvert um sig.
Fjarvíddarverkefni eftir getu hópsins.
Grímur. Skreytilist. Tattoo- Stríðsmálning -Indíánar -Márar.
Ljós og skuggi. Læra að skyggja með blýanti. Einföld skyggingarverkefni.
Uppstilling/hlutföll/afstaða. Teikniverkefni. Útfærsla í önnur efni.
Klippimynd. Setja saman ólík myndefni í eina mynd.
Skoða auglýsingar. Kvikmyndir og teiknimyndir. Myndmál þeirra.
Frjáls verkefni í samráði við kennara.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Sjá markmið -ofar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Metanleg hæfniviðmið 5.-7.bekk í Sjónlistum, inná Mentor.

Kennarar: Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir | 5, 6, 7

Lýsing

Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskólanna frá 2013 þá felst hæfni í náttúrugreinum í þekkingu og leikni, en einnig í viðhorfum til náttúru, tækni, samfélags og umhverfis. Áhersla er lögð á að nemendur séu vísindalæsir þ.e geti lesið texta um náttúruvísindi sér til gagns og notað hugtök úr náttúrugreinum í daglegu lífi og skilið náttúruleg og manngerð fyrirbæri.
Nemendur fái tækifæri til að taka afstöðu til verdunar og nýtingar náttúruauðlinda og sjálfærrar þróunar.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Haustönnin byrjar á því að við nýtum síðustu daga sumarsins í plöntugreiningu. Nemendur læra að greina algengustu plönturnar í okkar nánasta umhverfi.
Lögð verður áhersla á að kynnast helstu kröftum, ljósi, linsum og spegla og ýmsar tilraunir með mælingar og hljóð.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Kennslubókin Auðvitað – Á ferð og flugi verður notuð til grundvallar en að auki verður efni frá kennara eftir því sem við á.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Innlögn frá kennara en mikið verður lagt upp úr hópavinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum. Verkefni og tilraunir verða unnin jafnt og þétt yfir veturinn í góðu samstarfi við skólabókasafnið.
Einnig verða unnin verkefni á tölvutæku formi.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Markmið kennslunnar er að nemendur geti beytt algengum verkfærum og breytt hugmynd í áþreyfanlegan hlut.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Kennari kemur með teikningu af eldhúskolli sem smíðað er eftir. Öll fyrirmæli eru munnleg og lokaútlit stólsins þróað með hverjum og einum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Kennslan fer fram með sýnikennslu og aðstoð maður á mann

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Námsmat fer fram samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum

5. bekkur

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar. Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengiþeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykursúrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þætti svo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátökog kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.

Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar. Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.

Mán Viðfangsefni Námsefni/grunnefni Hæfniviðmið
Jan Frjálsar / Hreysti Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda.
Feb Körubolti og badminton. Grunnfærni í boltagreinum og badminton.
Mars Blak, fimleikar og leikir. Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi.
Apríl Sund Mat Lokið stöðluðum prófum.
Maí Útiíþróttir Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. Áhersla á gleði og leiki.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Nemendur þurfa að þekkja hæfniviðmið og fá tækifæri til að ræða þau. Stuðla þarf að því að allir nemendur fái nám við hæfi, þannig að þeir öðlist sjálfstraust og þroska til að takast á við sífellt nýjar áskoranir í náminu. Huga þarf sérstaklega vel að því að viðfangsefni og kennsluhættir hæfi aldri og þroska nemenda. Mikilvægt er að nemendur líti á stærðfræði sem hluta af alhliða menntun til lífstíðar, sem bæði er hagnýt og menntandi. Námið þarf að vera heildstætt og endurspegla raunveruleg málnotkun.Í stærðfræði vinna nemendur með áþreifanlega hluti og efla þannig stærðfræðilegan skilning sinn. Þeir fá tækifæri til að uppgötva hlutina með því að glíma við ýmiskonar verkefni og þrautir. Einnig eru skoðuð form í umhverfinu í samþættingu við samfélags- og náttúrufræðikennslu. Leitast er við að tengja stærðfræðina við daglegt líf og reynsluheim nemenda. Innlögn kennara í stærðfræði er einstaklingsnám, samvinnunám og paravinnunám. Mikilvægt er að nemendur haldi vel utan um glósurnar, skrái niður heiti hugtakanna, dagsetningu, blaðsíðutal og annað sem kennari leggur til Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð. Það skiptir málið að vinna sjálfstætt og skrá niður upplýsingar. Nemendur þurfa að virða vinnufriðinn

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Notaðar eru bækurnar Stika 1a nemendabók og Stika 1b æfingahefti. Nemendur hafa hjá sér stærðfræðigögn s.s. vasareikni, reglustiku, gráðuboga og annað sem til þarf.
Stika 1a er unnin fyrir jól og Stika 1b eftir jól.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Áætlun er einnig inni á heimavinnuáætlun í Mentor. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða.
Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund í viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum stærðfræði, annars er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.
Lagt er upp með að kennsluhættir séu fjölbreyttir og að verkefnin kveiki áhuga hjá nemendum. Ýmist er unnið í hópum, tveir og tveir saman, eða hver og einn vinnur að sínu. Hver nemandi vinnur á sínum hraða og fær námsefni við sitt hæfi.
Nemendur vinna verkefni í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbækurnar sem notaðar eru fyrir jól heitir Stika 1a og eftir jól Stika 1b. Bókin Stika 1a er unnin fyrir jól. Hún inniheldur námsþættina: heilar tölur, tölfræði, tugabort og rúmfræði.
Eftir jól er bókin Stika 1b notuð. Hún inniheldur námsþættina: mælingar, almenn brot, margföldun og deiling og mynstur.
Þessar bækur hafa einnig svokölluð æfingahefti. Bækurnar eru til taks fyrir þá nemendur sem eru snöggir til.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Lokapróf úr hverjum kafla og vinna í tímum og heima 80 % og jóla- og vorpróf 20 %.
Einnig er Frammistöðumat tekið bæði fyrir jól og að vori.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Í íslenskukennslu er lögð áhersla á málfræði,stafsetningu, ritun, hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn menningarlæsi og námshæfni. Helsti tilgangur íslenskukennslunar er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið samhæft öllum öðrum námsgreinum. Við munum leitast við að hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir til að efla skapandi málnotkun í ritun og tali.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Orðspor 1 ásamt vinnubók, Mál til komið, Málrækt 1, Skrift 5, Ljóðsprotar, frjálslestrarbækur og viðbótarefni við hæfi bæði rafrænt og bóklegt.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Nemendur vinna í bókum eftir áætlun kennara. Kennari verður með innlögn á töflu og nemendur glósa þegar við á.
Mikilvægt er að nemendur haldi vel utan um glósurnar (dagbókina). Unnið er með fjölbreytt verkefni sem tengjast íslensku.
Áhersla verður lögð á ljóð og vísur sem skrifuð verða í skriftarbók (sóknarskrift) þau myndskreytt og flutt af nemendum.
Einnig eiga nemendur að skrifa dagbók á hverjum degi, en til að byrja með eiga þeir að skrifa um það sem „gerðist í gær“.
Nemendur lesa heima og skrifa jafnvel niður í skrifbókina 5 orð af blaðsíðunni sem verið var að lesa. Eftir jól verður skrifað niður eftir upplestri frá kennara eða foreldrum (heimalestur). Reglulega verður farið yfir málfræðiatriði eftir því sem þurfa þykir og rifjað upp. Áhersla verður lögð á að nemendur vinni sjálfstætt. Heimavinnu verður stillt í hóf .

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er með þó nokkrar íslenskubækur. Þær leggja allar áherslu á málfræði, stafsetningu, ritun, draga rétt til stafs og lesskilning. Grunnbækurnar heita: Orðspor 1, Málrækt 1 og Mál til komið og Skrift 5. Rík áhersla er lögð á lestur bóka og er bókasafnið vel notað til þess. Auk þess að vinna í vinnubókum notum við öll tækifæri sem gefast til þess að skilja betur alla þessa íslenskuþætti. Má þar sem dæmi nefna að þegar unnið er með farfuglana í samfélagsfræði, erum við líka að skoða samnöfn og sérnöfn, lýsingarorð, sagnorð, lítinn og stóran staf o.fl. allt eftir áhersuatriðum hverrar stundar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Lesfimipróf eru tekin þrisvar sinnum yfir skólaárið, námsbækur metnar og stuttar íslenskukannanir teknar.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Samþætt er með íslensku, ensku og upplýsingamennt. Unnið með norrænar goðsögur og Snorra Eddu. Unnið er með Norðurlöndin. Farið verður í gegnum bauganet jarðar, tímalínur, loftslags- og gróðurbelti.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Æsir á fljúgandi ferð; hefnd Loka;
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn Námsgagnastofnun 2009.
Lífið í Ásgarði; gullnar töflur í grasi
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2008..
Óðinn og bræður hans; heimur verður til
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2006.
https://mms.is/namsefni/lond-heimsins-vefur
gangvirkur vefur á síðu Menntamálastofnunar
Norðurlönd,
Kristín G. Snæland, Námsgagnastofnun Kópavogi 2010; lesbók og vinnubók

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5., 6. og 7. bekkjar að því marki sem hægt er vegna fyrri efnistaka bekkjanna. Fyrirlestur kennara og sjálfstæð vinna nemenda í vinnubókum og í tölvum.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Haustönnin að mestu í sögu. Bækurnar lesnar heima og í skóla í tengslum við heimalestur í íslensku. Verkefni unnin í tölvum, aðallega í PowerPoint.
Vorönn að mestu í landafræði, bæði í lesbók og vinnubók.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Write Right One og Write eftir Jacqueline Friðriksdóttur, útg. Námsgagnastofnun 2010. Samsvarandi gagnvirkur vefur á mms.is.
Enskar lestrarbækur af bókasafni og frá kennara, ásamt hljóðbókum. Bækur eftir ýmsa höfunda, m.a. Francesca Simon,
David Walliams, Rick Riodin, Terry Pratchett og Terry Deary.
Portfolio þemahefti: Amazing Animals; A year of Fun; A World of Records; Children of the World; Going Places; Heroes; Into
Hobbies; Out in Space. Höfundur Cecilia Nihlén o.fl. Námsgagnastofnun.
Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5. – 7. bekkjar. Viðmiðið er að það séu tvær kennslustundirnar á viku, en er fljótandi og samþætt við samfélagsfræði, náttúrufræði og upplýsingamennt. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Hæfniviðmiðum í erlendum tungumálum er skipt í sjö flokka:
Hlustun, lesskilningur, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni. Hæfniviðmiðmiðunum er ennfremur skipt í þrjú stig en stefnt er að því að nemendur nái 1. stigs hæfni í dönsku við lok 6. bekkjar

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Námsefnið Start, lesbók og vinnubók.
Ítarefni af fjölbreyttum toga, danskir þættir, blöð, bækur og fleira.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Innlögn kennara, sjálfstæð vinna nemenda, hópvinna, paravinna, skrifleg verkefni, hlustunar- og samtalsæfingar, spil og fleira.
ágúst: kynning
september – október: föt, litir og líkaminn
október – nóvember: dagarnir og fjölskyldan
Desember: Dönsk menning, jólasaga og jólahefðir

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbókin heitir Start. Hún samanstendur af lesbók og vinnubók. Námsþættir bókarinnar fjalla um: hver er ég? hvaðan kemur þú? líkami minn, föt og litir, dagarnir, fjölskildan, árstíðirnar, klukkuna, heimilið mitt og afmæli. Unnið er með helming bókanna fyrir jól og hinn helminginn eftir jól.
Til viðbótar við þetta námsefni horfum við á danskar barnamyndir, helst með dönskum texta. Jóladagatal sjónvarpsins DR sýnir alltaf sérstaklega skemmtilegt jólaefni sem gaman er fylgjast með.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Nemendur vinna verkefni í vinnubók auk fjölbreyttra verkefna sem kennari leggur fyrir. Öll verkefni eru tengd hæfniviðmiðum erlendra tungumála, við fyrirgjöf er litið til þess hvort hæfni hefur verið náð og í lok annar er lokaeinkunn svo gefin með tilliti til þess mats.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í textílmennt, helstu verkfærum, efnum og aðferðum.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Engar sérstakar námsbækur liggja til grundvallar en notast við myndir og myndbönd af veraldarvefnum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Kennslan felst að mestu leyti í sýnikennslu og verklegri kennslu þar sem nemandinn fær þjálfun í skapandi vinnubrögðum og viðeigandi verklagi og þannig stuðlað að því að nemandinn geti raungert hugmyndir sínar.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið verður áfram með saumavélaverkefni síðasta vetrar og þau kláruð. Nemendur velja sér mynd sem þau sauma út með krosssaum.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Áfanginn byggir á endurvinnslu, hagsýni og nýtni. Nemendur kynnast umbúðamerkingum og tilgangi þeirra. Rætt er um gildi þess að hafa reglu á hlutunum, og af hverju umhverfismál eru lýðheilsumál. Kynnumst þjóðlegum mat. Hvernig getum við aðstoðað á heimilinu?

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Gott og gagnlegt 1. fyrir 5. bekk bæði lesbók og vinnubók.
Áhöldin í eldhúsinu.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Sýnikennsla, samvinnunám, fyrirlestrar og vinnubókavinna.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er nokkuð jöfnum höndum verklegt og bóklegt efni.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskiptum.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Í lok annar er miðað við að nemendur geti:
Lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland
Dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs
Lýst samspili lífvera og lífvana þátta og tengt það hugmyndum manna um uppruna og þróun lífs á jörðu.
Gert grein fyrir ströndinni, landgrunni og úthöfum.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Nemendur fá bókina Lífríkið í sjó. Einnig er hægt að nálgast bókina á hljóðbókarformi inn á vef Menntamálastofnunar:
https://www.mms.is/namsefni/lifrikid-i-sjo-hljodbok
Annað efni frá kennara.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Fjölbreyttir kennsluhættir verða í fyrirrúmi en byggjast mikið á samræðum við nemendur og á milli þeirra og því mikilvægt að nemendur komi undirbúnir í tíma.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Áætlun birt með fyrirvara um breytingar:
Janúar: Fjallað um villt spendýr
Febrúar-mars: Fjallað um ólíkar aðstæður í sjónum eðliseiginleika og hafsbotninn, aðstæður í fjöru og gróður hafsins.
Apríl: Fjallað um hryggleysingja í fjöru, seli og fugla við ströndina
Maí: Fjallað um mengun hafsins, strauma og hita sjávar, svif, hryggleysingja og fiska í sjó og veiðar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Kannanir (2x) : 30%
Vinnubók/verkefnavinna: 40%
Virkni og vinnusemi í tímum: 30%

6. bekkur

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Í lok annar er miðað við að nemendur geti:
Lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland
Dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs
Lýst samspili lífvera og lífvana þátta og tengt það hugmyndum manna um uppruna og þróun lífs á jörðu.
Gert grein fyrir ströndinni, landgrunni og úthöfum.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Nemendur fá bókina Lífríkið í sjó. Einnig er hægt að nálgast bókina á hljóðbókarformi inn á vef Menntamálastofnunar:
https://www.mms.is/namsefni/lifrikid-i-sjo-hljodbok
Annað efni frá kennara.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Fjölbreyttir kennsluhættir verða í fyrirrúmi en byggjast mikið á samræðum við nemendur og á milli þeirra og því mikilvægt að nemendur komi undirbúnir í tíma.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Áætlun birt með fyrirvara um breytingar:
Janúar: Fjallað um villt spendýr
Febrúar-mars: Fjallað um ólíkar aðstæður í sjónum eðliseiginleika og hafsbotninn, aðstæður í fjöru og gróður hafsins.
Apríl: Fjallað um hryggleysingja í fjöru, seli og fugla við ströndina
Maí: Fjallað um mengun hafsins, strauma og hita sjávar, svif, hryggleysingja og fiska í sjó og veiðar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Kannanir (2x) : 30%
Vinnubók/verkefnavinna: 40%
Virkni og vinnusemi í tímum: 30%

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Samþætt er með íslensku, ensku og upplýsingamennt. Unnið með norrænar goðsögur og Snorra Eddu. Unnið er með Norðurlöndin. Farið verður í gegnum bauganet jarðar, tímalínur, loftslags- og gróðurbelti.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Æsir á fljúgandi ferð; hefnd Loka
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn Námsgagnastofnun 2009
Lífið í Ásgarði; gullnar töflur í grasi
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2008.
Óðinn og bræður hans; heimur verður til
Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2006
https://mms.is/namsefni/lond-heimsins-vefur
gangvirkur vefur á síðu Menntamálastofnunar
Norðurlönd,
Kristín G. Snæland, Námsgagnastofnun Kópavogi 2010; lesbók og vinnubók

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5., 6. og 7. bekkjar að því marki sem hægt er vegna fyrri efnistaka bekkjanna. Fyrirlestur kennara og sjálfstæð vinna nemenda í vinnubókum og í tölvum.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Haustönnin að mestu í sögu. Bækurnar lesnar heima og í skóla í tengslum við heimalestur í íslensku. Verkefni unnin í tölvum, aðallega í PowerPoint.
Vorönn að mestu í landafræði, bæði í lesbók og vinnubók.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið að aukinni hæfni og færni nemenda í stærðfræði.
Aukinn skilningur hugtaka um tölur og reikning, líkur, tugabrot og rúmfræði.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Fyrir jól er unnið með Stika 2a æfingahefti, námsefni af netinu eftir þörfum hvers og eins til að glöggva sig á þeim námsþáttum sem unnið er með hverju sinni.
Stika 2a skiptist í 4 kafla:Tölur og reikningur, Líkur, Tugabrot ,Rúmfræði.
Eftir jól er unnið með Stika 2b. Hún skiptist í kaflana: mælingar, almenn brot, margföldun og deiling og hnitakerfi og hlutföll.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Áætlun er einnig inni á heimavinnuáætlun í Mentor. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða.
Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund í viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum stærðfræði, annars er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.
Lagt er upp með að kennsluhættir séu fjölbreyttir og að verkefnin kveiki áhuga hjá nemendum. Ýmist er unnið í hópum, tveir og tveir saman, eða hver og einn vinnur að sínu. Hver nemandi vinnur á sínum hraða og fær námsefni við sitt hæfi.
Nemendur vinna verkefni í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbækurnar sem notaðar eru fyrir jól heitir Stika 2a og eftir jól Stika 2b. Bókin Stika 2a er unnin fyrir jól. Hún inniheldur námsþættina: tölur og reikningur, líkur, tugabrot og rúmfræði
Eftir jól er bókin Stika 2b notuð. Hún inniheldur námsþættina: mælingar, almenn brot, margföldun og deiling, hnitakerfi og hlutföll.
Þessar bækur hafa einnig svokölluð æfingahefti. Bækurnar eru til taks fyrir þá nemendur sem eru snöggir til.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Nemendur taka próf eða könnun í lok hvers námsþáttar (kafla). Þannig er hægt að meta hver færni þeirra er í lok vinnunnar í viðkomandi námsþætti. Að auki fylgist kennari með framvindu hvers og eins svo grípa megi inní ef einhver nær ekki tökum á viðkomandi námsþætti.
Nái nemandi ekki tökum á þeirri hæfni sem lögð er til grundvallar er farið frekar í þann námsþátt með viðkomandi nemanda.
Í lok haustannar taka nemendur í þeim námsþáttum sem þeir hafa þegar lokið.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn, bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að efla hæfni hvers og eins á þeim hæfniviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til grundvallar. Lykill að því að efla nemendur er að gefa þeim tækifæri til að þekkja þau hæfniviðmið sem notuð eru til grundvallar í náminu. Mikilvægt er að nemendur líti á tungumálanám sem hluta af alhliða menntun til framtíðar.
Lögð er áhersla á að námið sé heildstætt og endurspegli raunverulega málnotkun. Unnið með orðaforða og málnotkun sem telst til daglegs máls í dönsku. Unnið að því að efla skilning og orðaforða nemenda til að auka þau not sem þeir megi hafa af málinu.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Smart – Lesbók og vinnubók. Bókin skiptist í 8 kafla og er unnið með þá á margvíslegan hátt.
Að auki efni af netinu og í samhengi við annað námsefni í kennslu bekkjarins vegna samþættingar.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Áætlun er einnig inni á heimavinnuáætlun í Mentor. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða.
Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund í viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum dönsku til stuðnings þeim nemendum sem þess þurfa. Að öðru leyti er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.
Nemendur vinna að mestu í vinnubók en sjá síðan um að skipuleggja eigið nám og kennsluefni til að öðlast betri yfirsýn yfir eigið nám.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbókin heitir Smart. Hún samanstendur af lesbók og vinnubók. Námsþættir bókarinnar fjalla um: hver er ég? dýrin í heiminum, mat, skólann, bæi, tilfinningar, frítímann, fyrirmyndir og sjóræningja. Unnið er með helming bókanna fyrir jól og hinn helminginn eftir jól.
Til viðbótar við þetta námsefni horfum við á danskar barnamyndir, helst með dönskum texta. Jóladagatal sjónvarpsins DR sýnir alltaf sérstaklega skemmtilegt jólaefni sem gaman er fylgjast með.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Verkefni og vinnusemi nemenda er metin jöfnum höndum í kennslustundum með símati kennara og mati á framvindu námsins hjá hverjum og einum.
Verkefni verða lögð fyrir í kennslustundum sem nýtt verða til að meta afmarkaða námsþætti innan hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla. Stuttar kannanir eru einnig lagðar fyrir í lok vinnu við hvern kafla í bókinni eða lok hvers námsþáttar.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er með að auka hæfni og færni nemenda innan þeirra þátta sem íslenska byggir á.

 • Almennur skilningur á íslensku og uppbyggingu hennar.
 • Að nemendur geti tjáð sig um eigin hugðarefni og efni sem þeir hafa lesið um til að auka þekkingu.
 • Bera skynbragð á uppbyggingu málsins og hefðir hennar.
 • Læra að meta gildi þess að lesa bókmenntir og frásagnir til eigin ánægju.
 • Geta nýtt sér færni sína í íslensku til að byggja upp frásögn og ritun.
 • Hafi vald á að skipuleggja eigið nám sér til gagns og aukinnar færni.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Orðspor 2 ásamt vinnubók. Málrækt 2, Mál er miðill, Skrudda, Stafsetning, Óðinn og bræður hans, Ljóðspor og efni af netinu eftir þörfum. Unnið í Málrækt jöfnum höndum eftir áhuga nemenda.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáæltun sem gefin er upp í upphafi viku. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða. Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund á viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum innan íslenskunnar annars er nemendum frjálst að vinna í efninu í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri greina er samþætt inn í vikuáætlanir.

Til að auka skilning og færni nemenda á skipulagi á eigin námi ganga þeir frá verkefnum sem unnin eru inn í möppu, þar sem hver námsgrein er aðgengileg á sama stað.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er með þó nokkrar íslenskubækur. Þær leggja allar áherslu á málfræði, stafsetningu, ritun, draga rétt til stafs, lesskilning og lestur ljóða. Grunnbækurnar heita: Orðspor 2, Málrækt 2 og Mál er miðill, Skrudda og Skrift
6. Rík áhersla er lögð á lestur bóka og er bókasafnið vel notað til þess. Auk þess að vinna í vinnubókum notum við öll tækifæri sem gefast til þess að skilja betur alla þessa íslenskuþætti. Má þar sem dæmi nefna að þegar unnið er með farfuglana í samfélagsfræði, erum við líka að skoða samnöfn og sérnöfn, lýsingarorð, sagnorð, lítinn og stóran staf o.fl. allt eftir áhersuatriðum hverrar stundar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinnusemi og skilningur nemenda á námsefninu hverju sinni er metin jöfnum höndum með símati kennara og starfsmanna í bekknum.

Nemendur taka þrjár litlar kannanir á tímabilinu til að skoða færni þeirra í ákveðnum þáttum innan íslenskunnar. Horft verður til hæfniviðmiða sem sett eru til grundvallar hverju sinni.

Frammistöðumat er gefið á miðju tímabili til að allir geti glöggvað sig á framvindu barnsins.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Write Right One eftir Jacqueline Friðriksdóttur, útg. Námsgagnastofnun 2010. Samsvarandi gagnvirkur vefur á mms.is.
Enska lestrarbækur af bókasafni og frá kennara, ásamt hljóðbókum. Bækur eftir ýmsa höfunda, m.a. Francesca Simon, David
Walliams, Terry Pratchett og Terry Deary.
Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5. – 7. bekkjar. Viðmiðið er að það séu tvær kennslustundirnar á viku, en er fljótandi og samþætt við samfélagsfræði, náttúrufræði og upplýsingamennt. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Áfanginn ber keim af endurvinnslu, hagsýni og nýtni auk umhverfismálum. Rætt um merkingu og stimpla á umbúðum matvæla. Nauðsyn þess að hafa reglu á hlutunum á heimilinu. Kynnumst íslenskum þjóðlegum mat. Hvernig getum við aðstoðað við matarinnkaupin og gert okkur grein fyrir hve mikið fer í þau á heimilum.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Aðallega bækurnar Gott og gagnlegt 2 lesbók og vinnubók fyrir 6. bekk einnig verkefni fyrir 5. og 7. bekk.
Áhöld í eldhúsinu.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Sýnikennsla, fyrirlestrar, samvinnunám og áhersla á verklega vinnu en einnig er lesið og unnið í vinnubók.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er nokkuð jöfnum höndum verklegt og bóklegt efni.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskiptum.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengiþeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykursúrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.

Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar.Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.

Mán. Viðfangsefni Námsefni/grunnefni Hæfniviðmið
Jan Frjálsar / Hreysti Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda.
Feb Körubolti og badminton. Grunnfærni í boltagreinum og badminton.
Mars Blak, fimleikar og leikir. Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi.
Apríl Sund Mat Lokið stöðluðum prófum.
Maí Útiíþróttir Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. Áhersla á gleði og leiki.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.

7. bekkur

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Í lok annar er miðað við að nemendur geti:

 • lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum
 • útskýrt tengsl heilbrigðis og þess sem borðað er
 • útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu
 • lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur
 • gert sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Maðurinn – Hugur og heilsa, lesbók
Maðurinn – Hugur og heilsa, vinnubók
Borðspilið frá Toppi til táar.
Efni frá kennara.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Fjölbreyttir kennsluhættir verða í fyrirrúmi en byggjast mikið á samræðum við nemendur og á milli þeirra og því mikilvægt að nemendur komi undirbúnir í tíma.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Kannanir (3x) : 60%
Vinnubók: 20%
Virkni og vinnusemi í tímum: 20%

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að aukinni hæfni og færni nemenda í stærðfræði
Aukinn skilningur hugtaka um tölur og helstu reikniaðgerðir, líkur og tölfræði, margföldun og deiling ásamt rúmfræði.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Stika 3a æfingahefti, námsefni af netinu eftir þörfum hvers og eins til að glöggva sig á þeim námsþáttum sem eru í gangi hverju sinni.

Stika 3a skiptist í 4 kafla:Tölur, Tölfræði og líkur, Margföldun og deiling, Rúmfræði

Eftir jól er unnið með bókina Stika 3b nemendabók. Hún skiptist í kaflana: mælingar, almenn brot og prósent, reikningur og mynstur og algebra.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Áætlun er einnig inni á heimavinnuáætlun í Mentor.
Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða. Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund í viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum stærðfræði, annars er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.

Nemendur vinna verkefni í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbækurnar sem notaðar eru fyrir jól heitir Stika 3a og eftir jól Stika 3b. Bókin Stika 3a er unnin fyrir jól. Hún inniheldur námsþættina: tölur, tölfræði og líkur, margföldun og deiling og rúmfræði.

Eftir jól er bókin Stika 3b notuð. Hún inniheldur námsþættina: mælingar, almenn brot og prósent, reikningur og mynstur og algebra.

Þessar bækur hafa einnig svokölluð æfingahefti. Bækurnar eru til taks fyrir þá nemendur sem eru snöggir til.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Nemendur taka próf eða könnun í lok hvers námsþáttar (kafla). Þannig er hægt að meta hver færni þeirra er í lok vinnunnar í viðkomandi námsþætti. Að auki fylgist kennari með framvindu hvers og eins svo grípa megi inní ef einhver nær ekki tökum á viðkomandi námsþætti.

Nái nemandi ekki tökum á þeirri hæfni sem lögð er til grundvallar er farið frekar í þann námsþátt með viðkomandi nemanda.

Í lok haustannar taka nemendur próf í þeim námsþáttum sem þeir hafa þegar lokið.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að því að efla hæfni hvers og eins á þeim hæfniviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til grundvallar. Lykill að því að efla nemendur er að gefa þeim tækifæri til að þekkja þau hæfniviðmið sem notuð eru til grundvallar í náminu.
Mikilvægt er að nemendur líti á tungumálanám sem hluta af alhliða menntun til framtíðar.

Lögð er áhersla á að námið sé heildstætt og endurspegli raunverulega málnotkun. Unnið er með orðaforða og málnotkun sem telst til daglegs máls í dönsku. Unnið er að því að efla skilning og orðaforða nemenda til að auka þau not sem þeir megi hafa af málinu.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Smart – Lesbók og vinnubók. Bókin skiptist í 8 kafla og er unnið með þá og efni þeirra á margvíslegan hátt.

Að auki efni af netinu og í samhengi við annað námsefni í kennslu bekkjarins vegna samþættingar.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Áætlun er einnig aðgengileg inni á heimavinnuáætlun í Mentor. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða. Unnið er í verkefnatímum. Ein kennslustund í viku er ætluð til innlagna á efnisþáttum dönsku og til stuðnings þeim nemendum sem þess þurfa. Að öðru leyti er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.

Nemendur vinna að mestu í vinnubók en sjá síðan um að skipuleggja eigið nám og kennsluefni til að öðlast betri yfirsýn yfir framvindu í eigin námi.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Grunnbókin heitir Smart. Hún samanstendur af lesbók og vinnubók. Námsþættir bókarinnar fjalla um: dýrin í veröldinni, mat, skólann, bæi og borgir, tilfinningar,frítíma, fyrirmyndir og sjóræningja. Unnið er með helming bókanna fyrir jól og hinn helminginn eftir jól.

Til viðbótar við þetta námsefni horfum við á danskar barnamyndir, helst með dönskum texta. Jóladagatal sjónvarpsins DR sýnir alltaf sérstaklega skemmtilegt jólaefni sem gaman er fylgjast með.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Verkefni og vinnusemi nemenda er metin jöfnum höndum í kennslustundum með símati kennara og mati á framvindu námsins hjá hverjum og einum.

Verkefni verða lögð fyrir í kennslustundum sem nýtt verða til að meta afmarkaða námsþætti innan hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla. Stuttar kannanir eru einnig lagðar fyrir í lok vinnu við hvern kafla í bókinni eða í lok hvers námsþáttar.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er að markmiðum sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Unnið er að því að auka orðaforða nemenda svo þeir geti skilið einfaldan lesinn texta, talað mál og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um efni.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Mestmegnis er unnið með efni sem kennari tekur til, þar sem nemendur fylgdu fyrri árgangi síðasta vetur í 7. bekkjar efni.

Write Right One og Write Right Two eftir Jacqueline Friðriksdóttur, útg. Námsgagnastofnun 2010. Samsvarandi gagnvirkur vefur á mms.is.

Enskar lestrarbækur af bókasafni og frá kennara, ásamt hljóðbókum. Bækur eftir ýmsa höfunda, m.a. Francesca Simon, David Walliams, Terry Pratchett og Terry Deary.

Enskuvefir bæði gagnvirkir vefir Menntamálastofnunar og annað efni af veraldarvefnum.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5. – 7. bekkjar. Viðmiðið er að það séu tvær kennslustundirnar á viku, en er fljótandi og samþætt við samfélagsfræði, náttúrufræði og upplýsingamennt. Hópnum er stundum skipt upp. Unnið er í verkefnabókum og á tölvur og Ipada.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Frammistaða í tímum og verkefnum er metin, ásamt stuttum prófum eftir framvindu efnisins. Í namsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Áfanginn ber keim af endurvinnslu, hagsýni og nýtni auk umhverfismálum. Rætt um merkingu og stimpla á umbúðum matvæla. Nauðsyn þess að hafa reglu á hlutunum á heimilinu. Kynnumst íslenskum þjóðlegum mat. Hvernig getum við aðstoðað við matarinnkaupin og gert okkur grein fyrir hve mikið fer í þau á heimilum.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Aðallega bækurnar Gott og gagnlegt 3 lesbók og vinnubók fyrir 7. bekk einnig verkefni fyrir 5. og 6. bekk.
Áhöld í eldhúsinu.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Sýnikennsla, fyrirlestrar, samvinnunám og áhersla á verklega vinnu en einnig er lesið og unnið í vinnubók.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er nokkuð jöfnum höndum verklegt og bóklegt efni.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskiptum.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Unnið er með að auka hæfni og færni nemenda innan námsþátta sem íslenska byggir á.

Almennur skilningur á íslensku og uppbyggingu hennar.

 • Að nemendur geti tjáð sig um eigin hugðarefni og efni sem þeir hafa lesið um til að auka eigin þekkingu.
 • Bera skynbragð á uppbyggingu málsins og hefðir þess.
 • Læra að meta gildi bókmennta og frásagnar til eigin ánægju.
 • Geta nýtt sér færni í íslensku til að byggja upp frásögn og ritun.
 • Hafi vald á að skipuleggja eigið nám, sér til gagns og aukinnar færni.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Orðspor 1 lesbók og vinnubók, Mál í mótun, Skræða , Stafsetning (ritreglur og æfingar), Óðinn og bræður hans, Ljóðspor og efni af netinu eftir þörfum. Unnið í Málrækt 3 jöfnum höndum eftir áhuga nemenda, Skrift 7.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Í bekknum er unnið eftir vikuáætlun sem gefin er upp í upphafi viku. Er einnig inni á heimavinnuáætlun í Mentor. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að skipuleggja nám sitt í þeim kennslustundum sem eru til umráða. Unnið er í verkefnatímum.
Ein kennslustun í viku er eingöngu ætluð til innlagna á efnisþáttum íslensku, annars er nemendum frjálst að vinna í öllu námsefni vikunnar í verkefnatímum. Öðru hverju verður brugðið útaf þessari stefnu þegar unnar eru ákveðnar þemalotur þar sem námsefni fleiri námsgreina er samþætt inn í vikuáætlanir.

Til að auka skilning og færni nemenda á að skipuleggja eigin nám, ganga þeir frá verkefnum sem unnin eru í möppu. Þar sem hver námgrein er aðgengileg á sama stað.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Unnið er með þó nokkrar íslenskubækur. Þær leggja allar áherslu á málfræði, stafsetningu, ritun, draga rétt til stafs, lesskilning og lestur ljóða. Grunnbækurnar heita: Orðspor 3, Málrækt 3 og Mál í mótun og Skrift 7. Rík áhersla er lögð á lestur bóka og er bókasafnið vel notað til þess. Auk þess að vinna í vinnubókum notum við öll tækifæri sem gefast til þess að skilja betur alla þessa íslenskuþætti. Má þar sem dæmi nefna að þegar unnið er með farfuglana í samfélagsfræði, erum við líka að skoða samnöfn og sérnöfn, lýsingarorð, sagnorð, lítinn og stóran staf o.fl. allt eftir áhersuatriðum hverrar stundar.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinnusemi og skilningur nemenda á námsefninu hverju sinni er metin jöfnum hönfum með símati kennara og starfsmanna í bekknum.

Nemendur taka þrjár stuttar kannanir á tímabilinu (haustönn) til að skoða færni þeirra í ákveðnum þáttum innan íslensku.
Hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla eru höfð til viðmiðunar við mat á færni nemenda.

Frammistöðumat er gefið á miðju tímabili til að allir geti glöggvað sig á framvindu barnsins í faginu.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengiþeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykursúrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátökog kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.

Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar. Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.

Mán. Viðfangsefni Námsefni/grunnefni Hæfniviðmið
Jan Frjálsar / Hreysti Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda.
Feb Körubolti og badminton. Grunnfærni í boltagreinum og badminton.
Mars Blak, fimleikar og leikir. Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi.
Apríl Sund Mat Lokið stöðluðum prófum.
Maí Útiíþróttir Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. Áhersla á gleði og leiki.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í textílmennt, helstu verkfærum, efnum of aðferðum.

Nemendur læra að mæla snið, sníða og sauma. Önnur verkefni unnin eftir því sem tími gefst til.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Engar sérstakar námsbækur liggja til grundvallar en notast við myndir og myndbönd af veraldarvefnum, saumavél, sníðablöð, textílefni.

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Kennslan felst að mestu leyti í sýnikennslu og verklegri kennslu þar sem nemandinn fær þjálfun í skapandi vinnubrögðum og viðeigandi verklagi og þannig stuðlað að því að nemandinn geti raungert hugmyndir sínar.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Nemendur mæla út, sníða og sauma sér „heimabuxur“. Önnur verkefni verða unnin eftir því sem tími gefst til.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Námið er samþætt öðru námsefni bekkjarins, þar sem nemendur skila verkefnum á tölvutæku formi og nota tæknina til að afla sér upplýsinga. Farið verður í almenna tölvunotkun og nýtingu internetsins til gagnaöflunar og ábyrgrar netnotkunar.
Í hópaskiptum hluta verkgreina fá nemendur 2 tíma á viku í 1/3 vetrar. Þar fá nemendur kynningu á ýmsum forritunarumhverfum fyrir börn bæði í tölvum og spjaldtölvum. Sérstaklega er unnið á síðunni code.org.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

Unnið er bæði á tölvur í Windowsumhverfi og á Ipata.
Unnið er með Microsoft Office pakkann, aðallega Word, Exel og Power Point.
Unnið er með verkefni á vefnum code.org, og smáforritið (appið) OSMO.
Fingrasetning verður æfð með gagnvirkum æfingum á vef Menntamálastofnunar mms.is

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Hver nemendi vinnur á sínum hraða, en ætlast er til að innbyrðið samvinna eigi sér stað.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.

Markmið – hvað ætlum við að læra?

Samþætt er með íslensku, ensku og upplýsingamennt. Unnið með norrænar goðsögur og Snorra Eddu. Nemendur fylgdu fyrri árgangi í samfélagsfræði síðustu tvö árin svo landafræðin verður lögð til hliðar.

Námsefni – hvaða bækur og gögn notum við í náminu?

 • Æsir á fljúgandi ferð; hefnd Loka

Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn Námsgagnastofnun 2009

 • Lífið í Ásgarði; gullnar töflur í grasi

Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2008.

 • Óðinn og bræður hans; heimur verður til

Iðunn Steinsdóttir endursegir hluta Snorra-Eddu fyrir börn. Námsgagnastofnun 2006

Vinnuaðferðir – hvernig vinnum við í kennslustundum?

Unnið er í samkennslu 5., 6. og 7. bekkjar að því marki sem hægt er vegna fyrri efnistaka bekkjanna. Fyrirlestur kennara og sjálfstæð vinna nemenda í vinnubókum og í tölvum.

Áætlun – hvað vinnum við í kennslustundum?

Haustönnin að mestu í sögu. Bækurnar lesnar heima og í skóla í tengslum við heimalestur í íslensku. Verkefni unnin í tölvum, aðallega í PowerPoint.

Námsmat – hvað og hvernig er nám og vinna metin?

Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.