Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í valáfanga 8.-10. bekk í sjónlistum er leitast við að hafa nemendalýðræði að leiðarljósi.
Verkefnin eru að mestu valfrjáls en innan marka þess sem mögulegt er efnislega séð.
Kennari hefur að leiðarljósi að kynna nemendum verk listamanna og sýnir videó, eða einstök verk af veraldarvefnum.
Ef upp koma umræður um ákveðna hluti er snerta listir er tækifærið til upplýsingaöflunar oftast tekið. T.d. bíómyndir, vídeóverk, dægurlög, teiknimyndir, gjörningar o.fl.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Verkfæri og efni sem tilheyra hverju verkefni fyrir sig.
Ipad eða símar nemendanna.
Veraldarvefurinn og Pinterest.
Einstaka bækur (m.v. verkefni stundarinnar).
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendurnir koma yfirleitt með hugmyndir að verkefnum sem þau vilja vinna. Þau ræða þau við kennara og saman finna þau út hvernig er best að haga vinnunni.
Oft er farið á veraldarvefinn til að finna dæmi um það sem er verið að ræða og mismunandi verk skoðuð til að finna út verkefni eða aðferð.
Mikil áhersla er á iðni.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Sjá markmið -ofar.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Metanleg hæfniviðmið fyrir 8.-10. bekk, inná Mentor.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samfélagsgreinum og er viðfangsefnið Þjóðfélagsfræði sem kemur inná ansi margt.
Byrjum á að fræðast um fyrri hluta 20. aldar, frá því að farþegaskipið Titanic sökk og þangað til síðari heimstyrjöldinni lauk 1945.
Fjallað verður rækilega um heimstyrjaldirnar tvær, um vöxt verkalýðshreyfingar, byltinguna í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna, um velmegun, framfarir og nýjan lífstíl á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Styrjaldir og kreppa, saga 20.aldar.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Fyrirlestar, vinnubókarvinna, samvinna. Tímaverkefni og lengri verkefni. Fræðslumyndir og myndbandsgerð.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Kennslustundir verða nýttar í að verkefnavinnu og glósur. Glósutækni verður æfð með kennara. Heimildaritgerð verður unnin á vorönn. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslustunda má nálgast inn á mentor.is
Eitt mikilvægasta hlutverk bókarinnar Styrjaldir og kreppa er að þroska skilning á hugmyndakerfum eða hugmyndafræði. En hugmyndafræði er heildarafstaða til þess hvernig samfélagið eiga að vera og hvernig sé hægt að breyta því. Skilningur á hugmyndakerfum felst einkum í því að geta þekkt og nafngreint ákveðna hugmyndafræði þar sem hún britist, til dæmis í texta eða mynd. Í bókinni eru helstu hugmyndakerfi tímabilsins kynnt með þvi að gera fjórar tilbúnar persónur að talsmönnum þeirra.
Fyrir áramót: Fjallað rækilega um heimstyrjaldirnar tvær, um vöxt verkalýðshreyfingar, byltinguna í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna, um velmegun, framfarir og lífsstíl á þriðja áratug aldarinnar.
Eftir áramót: Fjallað um efnahagskreppu á fjórða áratug aldarinnar og valdatöku nasista í Þýskalandi. Einnig er gerð stór heimildaritgerð.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Símat.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í vali velur hver og einn sér verkefni í textíl eftir áhuga og getu. Kennslustundirnar eru tvær á viku í þriðjung vetrar. Aðrar tvær kennslustundir á viku standa til boða í áhugasviðsvali og má nemandi vinna að sama verkefni í þeim tímum.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Ýmis handavinnublöð og síður af netinu.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er sjálfstætt undir handleiðslu kennara. Reynt er að fara að óskum nemenda um efni og aðferðir eins og aðstæður leyfa.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinna í tímum er lögð til grundvallar í námsmati. Í námsmatinu er miðað við hæfniviðmið Aðalnámsskrár gunnskólanna.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Náttúrufræði verður kennd í 3 kennslustundir á viku á haustönn. Áhersla er lögð á nemendur verði vísindalæsir og geti lesið texta um náttúruvísindi sér til gagns ásamt því að geta notað hugtök úr náttúrugreinum í daglegu lífi. Nemendur kynnast lífinu á jörðinni, skiptingu lífvera í hópa ásamt því sem fjallað verður um atferli dýra.
Unnið með orðaforða og hugtök innan efnafræðinnar og nemendur gerð grein fyrir virkni hennar í hinu daglega lífi.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Bókin Lífheimurinn verður notuð til grundvallar við kennslu haustannar.
Efni frá kennurum og heimildarmyndir verða einnig notaðar eftir því sem við á þar sem kennsla í náttúrufræðinni byggist alltaf að hluta til á því hvað er að gerast í okkar nánasta umhverfi á hverjum tíma.
Efnisheimurinn notuð til að skyggnast í heim efnafræðinnar. Að auki verður unnið með verklegar athuganir og þá er nýtt efni bæði úr bók og af vef.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Kennslan verður í formi fyrirlestra, verkefnavinnu og tilrauna.
Mikið verður lagt upp úr umræðum í fyrirlestrum og tengingu við daglegt líf og því mikilvægt að nemendur lesi námsefnið vel og fylgist með almennum umræðum í samfélaginu.
Mikið lagt upp úr því að nemendur geti lesið í gegnum þær upplýsingar sem í boði eru og læri inn á þætti líffræðinnar og efnafræðinnar. Verði vel læsi á umhverfi og náttúru þessara þátta.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Vorönn - Efnisheimurinn. Unnið sérstaklega með hugtakaþekkingu og skilning innan efnafræðinnar. Nemendur útbúa eigin orðabók með skýriningum. Farið yfir grunnþætti efnafræðinnar. Nemendur vinna og skila verkefnum úr hverjum kafla til kennara. Stundum rafrænt á Mentor stundum skriflega í kennslustofu.
Verklegar æfingar unnar undir leiðsögn kennara. Lagt uppúr góðri vinnu, og tæknilegri vinnu í skilum á skýrum og greinargóðum skýrslum um verkefnin. Unnið með grunnþætti efnafræðinnar.
Kennt þriðja hvert ár þar sem unglingadeild er kennt þvert á aldur á unglingastigi.
Kafli 1: Kynning á efnafræði. Byrja á hugtakaorðalista (líkt við orðabók). Bætt við listann í hverjum kafla og skýrt út með eigin orðum. Verkefni kaflans unnin í Mentor.
Kafli 3: Kynnast lotukerfinu: Læra að skoða það og finna upplýsingar. Skilja misjafna eiginleika efna. Verkefni kaflans unnin rituð í kennslustundum.
Verkleg kennsla: kennsla í skýrslugerð og framkvæmd athuganna.
Kafli 2: Frumeindir og sameindir. hleðsla, massi og jónir. Verkefni unnin í Mentor.
Verkleg kennsla: Kennsla í skýrslugerð og framkvæmd athuganna.
Kafli 4: Efnabreytinar, að stilla efnajöfnur, efnahvörf og fleira. Verkefni unnin í Mentor.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat verður unnið jafnt og þétt yfir veturinn og samanstendur af eftirfarandi þáttum:
Kaflapróf
Verkefnaskil
Virkni í tímum
Jafningjamat
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Stefnt er að gera nemendur sjálfstæða til verka og að þeir verði meðvitaðir um hollustu hætti sem þeir nýti sér. Nýting matvæla verði höfð að leiðarljósi sem og umræðan um grænfánann.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Tilheyrandi eldhúsgögn, námsefni fyrir unglinga af vef nams.is og kennslubókin og vinnubókin, Matur og menning.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna saman tveir eða þrír að verkefnum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Unnið er nokkuð jöfnum höndum verklegt og bóklegt efni.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Vinnusemi, hreinlæti, samvinna, frágangur.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Í þessum Val- áfanga vinna nemendur mjög sjálfstætt. Sérstaklega er varðar val á verkefnum. Kennari aðstoðar nemendur til að finna verkefni við hæfi þeirra.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notum bara öll þau efni, tæki og bækur sem okkur finnst þurfa í sambandi við þau verkefni sem unnin eru í hvert skipti.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendur í samráði við kennara finna verkefni er henta þeim miðað við áhuga og getu. Málin eru leyst.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Leiðsagnarmat í lok annar sem byggist á vinnubrögðum/umgengni, áhuga/virkni, sjálfstæði/frumkvæði og samvinnu/samskipti.
8. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemandi geti flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas. Átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi. Nýtt aðferðir þar sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum. Lesið almennan texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað. Beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræð og helstu málfræðihugtökum og gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar færni í máli.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skerpa. Málfinnur, Skriffinnur, Hugfinnur. Kjörbók
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna í bókum eftir áætlun kennara. Kennari er með innlögn á töflu og nemendur glósa þegar við á. Mikilvægt er að nemendur haldi vel utan um glósurnar. Reglulega verður farið yfir málfræðiatriði eftir því sem þurfa þykir og rifjað upp.
Nemendur vinna ýmist sjálfstætt og í hópum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Námsefnið er uppbyggt sem lotunám. 8.bekkur þarf að klára 8.lotur sem taka að melaltali 3-4 vikur hver. Nánari tímaáætlanir eru gefnar út og settar inn á mentor. Einnig fá nemendur útprentað eintak af tillögu um vinnufyrirkomulag fyrir hverja lotu fyrir sig. 4 lotur fyrir áramót og 4 eftir áramót.
1.lota Markmið: Kunna íslenska stafrófið, geta skipt orðum í atkvæði, kunna röð fallanna og kenniföll, þekkja hugtökin setning, málsgrein og efnisgrein. Þekkja helstu greinarmerki.
Málfræði: Stafrófið, aðal og aukaföll, Sérhljóðar og fallorð, Stafsetning: Greinarmerki, Stór og lítill stafur. Ritun: Efnisgrein og málsgrein. Bókmenntir: Kjörbók.
2.lota Markmið: Fallbeyging fallorða, þekkja sambeygingu, skilja bókmenntahugtökin innri tími, ytri tími, umhverfi og ris.
Málfræði: Greinir, Lýsingarorð, Nafnorð (hlutstæð og óhlutstæð), Töluorð, Stafsetning: Minn og mín reglan, Steinsreglan, Kvenkynsorð sem enda á -unn, Bókmenntir: Innri og ytri tími, ris.
3.lota Markmið: Þekkja fornöfn, átta sig á mikilvægi ritunarferlisins, geta túlkað goðsögur í máli og myndum.
Málfræði: Fornafnaflokkarnir. Stafsetning: Lýsingarorð sem enda á -an. Ritun: Skrifa uppkast, algeng tengiorð. Bókmenntir: Goðsögur.
4.lota Markmið: Þekkja sagnorð. Kunna einkenni ævintýra, þjóðasagna og draugasagna.
Málfræði: Sagnorð, kennimyndir, veikar og sterkar sagnir, boðháttur. Stafsetning: Reglan j, stafavíxl í stofni sagnorða. Bókmenntir: Draugasögur, Þjóðsögur og Ævintýri.
5.lota Markmið: Þekkja óbeygjanleg orð, Lesa íslendingasögu og geta tjáð sig um hana.
Málfræði: Óbeygjanleg orð, sértæk og víðtæk orð, Stafsetning: y, ý, ey og au í stofni, hljóðskipti. Bókmenntir: Íslendingasögur.
6.lota Markmið: Þekkja einkenni samtenginga, sérhljóða og samhljóða. Kynna sér smásögu og helstu einkenni þeirra. Geta myndað sér skoðun á sögu og rökstutt hana. Geta sett um bréf á hefðbundinn hátt.
Málfræði: Samtengingar, sérhljóðar, einhljóð. Stafsetning: Breiðir og grannir sérhljóðar, ng og nk reglan, Ritun: Bréfaskrif. Bókmenntir: Smásaga, aðal og aukapersónur.
7.lota Markmið: Þekkja upphrópanir og atviksorð, geta nýtt sér stofn til að rita rétt. Þjálfa lestur og lesskilning.
Málfræði: Atviksorð, upphrópun. Stafsetning: Viðnefni, Stofn.
8.lota Markamið: Þekkja orðhlutana, geta greint ljóðstafi og túlkað ljóð, þekkja mismunandi tegundir myndmáls og geta greint það í texta.
Málfræði: Orðahlutar. Bókmenntir: Persónugerving, viðlíking, braglína, kven og karlrím.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lotupróf, sjálfspróf, verkefnaskil, vinnusemi.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátökog kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi.Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar.Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.
Mán. | Viðfangsefni | Námsefni/grunnefni | Hæfniviðmið |
---|---|---|---|
Frjálsar / Hreysti | Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. | Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda. | |
Körubolti og badminton. | Grunnfærni í boltagreinum og badminton. | ||
Blak, fimleikar og leikir. | Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi. | ||
Apríl. | Sund | Mat | Lokið stöðluðum prófum. |
Maí. | Útiíþróttir | Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. | Áhersla á gleði og leiki. |
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum. Einnig er tekið mið af frammistöðumati í einkunnargjöf.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - skilja mál er varðar þá sjálfa, áhugamál og daglegt líf í áheyrilegu máli.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta um sömu þætti.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um almenna hluti og efni sem þeir þekkja. Beitt máli, áherslum, hrynjandi og lykilorðaforða daglegs máls.
- Frásögn - geta tjáð sig um daglegt líf á skiljanlegu máli. Nýtt sér tungumálið, framburð, áherslur og fleira til blæbrigða.
- Ritun - skrifað samfelldan texta um efni sem þeir þekkja, beitt grunnreglum í stafsetningu og málfræði. Hafa allgóð tök á daglegum orðaforða.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til lykileinkanna í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæða er snúa að daglegu lífi og sett sig í spor þeirra er þar búa.
- Námshæfni - geti sett sér nokkuð raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu með aðstoð kennara. Beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta sig þar sem þörf krefur. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Kennslubókin Tænk, bæði lesbók og vinnubók, verður notuð til grundvallar og einnig breytileg verkefni úr verkefnabankanum Sådan. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni.
Markviss vinna með námsefni í tengslum við Norrænt samvinnuverkefni á vegum Nordplus. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði.
Þegar kemur að Norræna samvinnuverkefninu verður unnið í hópum þar sem nemendur útbúa kynningarmyndbönd um aðstöðu okkar hér og náttúru í tengslum við verkefnið til kynningar fyrir samstarfsaðilina. Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil.
Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Unnið með fyrsta og annan kafla Tænk. Bæði unnið í samvinnunámi og einnig sem einstaklingar. Verkefnavinna notuð til að brjóta upp hefðbundna vinnubókarkennslu. Verkefni unnin á haustönn eru Kynning á sjálfum mér. Bæði hljóð og ritun ásamt skilum á hvoru tveggja.
Vorönn. Unnið í Tænk, kaflinn konfirmation. Nemendur vinna í pörum og gera kynningu á völdu verkefni í tengslum við efni kaflans og fermingarinnar. Einn kafli unnin til viðbótar í Tænk (val nemenda) einnig verkefni frá kennara. Eitt verkefni í Sådan (verkefnabanka) auk hópverkefnis í tengslum við námsefnið Tænk.
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - skilja mál er varðar þá sjálfa, áhugamál og daglegt líf í áheyrilegu máli.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta um sömu þætti.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um almenna hluti og efni sem þeir þekkja. Beitt máli, áherslum, hrynjandi og lykilorðaforða daglegs máls.
- Frásögn - geta tjáð sig um daglegt líf á skiljanlegu máli. Nýtt sér tungumálið, framburð, áherslur og fleira til blæbrigða.
- Ritun - skrifað samfelldan texta um efni sem þeir þekkja, beitt grunnreglum í stafsetningu og málfræði. Hafa allgóð tök á daglegum orðaforða.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til lykileinkanna í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæða er snúa að daglegu lífi og sett sig í spor þeirra er þar búa.
- Námshæfni - geti sett sér nokkuð raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu með aðstoð kennara. Beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta sig þar sem þörf krefur. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 8, bæði lesbók og vinnubók. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði. Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil.
Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Kafli 3 í Spotlight 8. Kaflapróf að honum loknum. Verkefnavinna þar sem verkefnalýsingar eru á Mentor og nemendur velja verkefni sem tengist þeim þáttum matsviðmiða sem þeir þurfa að æfa sig í. Skiladagar verkefna í viðhengi inni á Mentor. Að auki málfræðiverkefni frá kennara bæði úr bók og aukaefni.
Vorönn - Áhersla á málfræði og lestur tungumálsins í upphafi árs. Stuttar kannanir í tengslum við hvert áhersluatriði.
Hópverkefni um gerð myndbands í tengslum við Alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnið í 3-5 manna hópum. Aftur lögð áhersla á málfræði og lestur. Loks verkefnavinna sem á eftir að ákveða, en verður tekið ákvörðun um með hópnum.
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Unnið er að aukinni hæfni og færni nemenda í stærðfræði.
1. kafli Tölur og algebra
Hugareikningur, slumpreikningur og blaðreikningur
- að nemendur geti reiknað hratt.
Deilanleiki og þáttun
- finna hvaða tölu er hægt að deila í aðra
- greina frumtölur og samsettartölur
- þátta og frumþátta.
Tölur báðum megin við núll
- reikna með neikvæðum tölum
- reikna með mörgum reikniaðgerðum í sama dæminu.
Veldi
- skrifa veldi
- margfalda og deila í veldi með sömu stofn tölu
- reikna með veldi og nota margar reikniaðgerðir í sama dæminu.
2. kafli Mælingar
Byggingarefni í rúmfræði
- lýsa-teikna og þekkja punkt, línu, ferla, hálflínur og strik
- hugtakið horn
- mæla og teikna horn
- þekkja eiginleika topphorna, grannhorna, lagshorna, einslægra horna, réttra horna, hvassra horna og gleiðra horna.
Rúmfræðiteikningar
- teikna og nefna heiti horna, þverla, samsíða lína, rúmfræðiforma
- teikna með hringfara, reglustiku og í rúmfræðiforriti
- reikna út hornastærðir hyrninga.
Samhverfa og hliðrun
- þekkja, teikna og lýsa ýmsum tegundum samhverfu.
Hnitakerfið
- merkja inn á punkta, línur, spegla, hliðra og snúa hnit um X-og Y-ás.
3. kafli Tölur og algebra
Almenn brot
- skrifa tölu sem eiginlegt brot, óeiginlegt brot og blandna tölu
- staðsetja almenn brot á talnalínu
- lengja og stytta brot
- reikna með almennum brotum í daglegu lífi.
Tugabrot
- staðsetja á talnalínu
- breyta í almennt brot og öfugt
- námunda og deila með tugabroti
Prósent
- reikna með prósentum
- breyta í almennt brot og tugabrot og öfugt
- nota í verkefnum úr daglegu lífi
4. kafli Tölfræði, líkur og fjöldi möguleika á röðun
Tölfræði
- gagnavinna
- flokka gögn
- búa til tíðnitöflu
- setja í myndrit
- finna hlutfallstíðni
- nota gagnabanka til að finna gögn
Geining og útreikningar
- reikna út meðaltal, miðgildi, tíðasta gildið
- reikna út og bera saman gildi sem sýna dreifingu gagna.
Tölfræðilegar kannanir
- skipuleggja kannanir
- kynna niðurstöður og meta
5. kafli Tölur og algebra
Könnun á mynstrum
- bera kennsla á mynstur sem form
- halda áfram með form
- lýsa með orðum, formúlum og táknum hvernig mynstur er byggt upp
Algebrustæður
- búa til stæður
- reikna út gildi stæðna
Bókstafareikningur
- reikna með bókstöfum
Jöfnur
- leysa jöfnur
- sannreyna jöfnur
- nota jöfnur í verkefnum úr daglegu lífi
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skali 1A nemendabók, Skali 1B nemendabók og Skali1A og 1B æfingahefti.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Í bekknum er unnið eftir dags/vikuáætlun sem gefin er upp á blaði og í mentor á heimavinnuáætlun. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á sínu námi. Nemendur geta unnið í hóp, með öðrum eða einir það fer eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Nemendur vinna úrlausnir verkefna í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.
Nemendur verða að glósa niður í glósubók t.d. hugtök, markmið og sýnidæmi.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Áætlun (skipt niður á daga og vikur) vetrar er sett inn á tímalínu í mentor sem viðhengi hjá bekknum, nemendur fylgja að mestu en samt á sínum hraða.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur taka próf í lok hvers námsþáttar eða kafla. Þannig er hægt að meta hver færni þeirra er í lok hvers námsþáttar.
Nái nemandi ekki tökum á þeirri hæfni sem lögð er til grundvallar er farið frekar í þann námsþátt með viðkomandi nemanda.
Þjálfaðu hugan og bættu þig.
Námsmat er byggt á: símati, prófum, verkefnum, heimadæmum, vinnu í tímum og að halda áætlun.
9. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - skilja mál er varðar allt daglegt líf og margvísleg málefni.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju texta almenna texta um sömu þætti.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um almenna hluti og efni sem þeir þekkja. Beitt máli, áherslum, hrynjandi og lykilorðaforða daglegs máls.
- Frásögn - geta tjáð sig um daglegt líf á skiljanlegu máli. Nýtt sér tungumálið, framburð, áherslur og fleira til blæbrigða.
- Ritun - skrifað góða samfelldan texta um efni sem þeir þekkja, beitt grunnreglum í stafsetningu og málfræði. Hafa góð tök á orðaforða og fylgt meginreglum málnotkunar.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til mannlífs og menningar og mismun á milli staða.
- Námshæfni - geti sett sér nokkuð raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu. Beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta sig þar sem þörf krefur. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 9, bæði lesbók og vinnubók. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni. Markviss vinna með námsefni í tengslum við Norrænt samvinnuverkefni á vegum Nordplus. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði. Þegar kemur að Norræna samvinnuverkefninu verður unnið í hópum þar sem nemendur útbúa kynningarmyndbönd um aðstöðu okkar hér og náttúru í tengslum við verkefnið til kynningar fyrir samstarfsaðilina. Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil. Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Kafli 4 í Spotlight 9. Kaflapróf að honum loknum. Verkefnavinna þar sem verkefnalýsingar eru á Mentor og nemendur velja verkefni sem tengist þeim þáttum matsviðmiða sem þeir þurfa að æfa sig í. Skiladagar verkefna í viðhengi inni á Mentor. Að auki málfræðiverkefni frá kennara bæði úr bók og aukaefni.
Vorönn - Áhersla á málfræði og lestur tungumálsins í upphafi árs. Stuttar kannanir í tengslum við hvert áhersluatriði.
Hópverkefni um gerð myndbands í tengslum við Alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnið í 3-5 manna hópum. Aftur lögð áhersla á málfræði og lestur. Loks verkefnavinna sem á eftir að ákveða, en verður tekið ákvörðun um með hópnum.
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - skilja mál er varðar allt daglegt líf og margvísleg málefni.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju texta almenna texta um sömu þætti.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um almenna hluti og efni sem þeir þekkja. Beitt máli, áherslum, hrynjandi og lykilorðaforða daglegs máls.
- Frásögn - geta tjáð sig um daglegt líf á skiljanlegu máli. Nýtt sér tungumálið, framburð, áherslur og fleira til blæbrigða.
- Ritun - skrifað góða samfelldan texta um efni sem þeir þekkja, beitt grunnreglum í stafsetningu og málfræði. Hafa góð tök á orðaforða og fylgt meginreglum málnotkunar.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til mannlífs og menningar og mismun á milli staða.
- Námshæfni - geti sett sér nokkuð raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu. Beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta sig þar sem þörf krefur. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Kennslubókin Smil, bæði lesbók og vinnubók, verður notuð til grundvallar og einnig breytileg verkefni úr verkefnabankanum Sådan.. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði. Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil. Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Kaflar 1 og 2 í Smil. Verkefni úr Sådan um Norðurlöndin. Verkefnavinna og leikir nýttir til að brjóta upp vinnubókarnám. Samheita og andheita spil, Sagnaorðaspil og fl. Allir skila kynningu um sjálfan sig bæði ritaðri og hljóðupptöku.
Vorönn - Vinnum kafla 3 í Smil. Verkefni úr Sådan skilað fyrir páskafrí. Kafli 4 eða 5 í Smil. Verkefni sem skila þarf hljóði unnið að vori (óákveðið efni).
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemandi geti flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas. Átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi. Nýtt aðferðir þar sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum. Lesið almennan texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað. Beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræð og helstu málfærðihugtökum og gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar færni í máli.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skerpa. Málfinnur, Skriffinnur, Hugfinnur. Kjörbók
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna í bókum eftir áætlun kennara. Kennari er með innlögn á töflu og nemendur glósa þegar við á. Mikilvægt er að nemendur haldi vel utan um glósurnar. Reglulega verður farið yfir málfræðiatriði eftir því sem þurfa þykir og rifjað upp.
Nemendur vinna ýmist sjálfstætt og í hópum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Námsefnið er uppbyggt sem lotunám. 9.bekkur þarf að klára 9.lotur sem taka að melaltali 3-4 vikur hver. Nánari tímaáætlanir eru gefnar út og settar inn á mentor. Einnig fá nemendur útprentað eintak af tillögu um vinnufyrirkomulag fyrir hverja lotu fyrir sig. 4.lotur fyrir áramót og 5.lotur eftir áramót.
1.lota Málfræði: Þjálfast í að fallbeygja orð og greina muninn á sterki og veikri beygingu, greina í orðflokka, kunna að nýta sér orðabækur. Auka lestrarfærni og orðaforða með lestri skáldsögu við hæfi og sefja frá henni.
Málfræði: orðflokkagreining og orðflokkar, Stafsetning: Greinarmerki, Ritun: þrískipting texta, Bókmenntir: Kjörbók.
2.lota Markmið: Þekkja hugtakið fallstýring, geta rýnt í texta til að átta sig á frásagnarhætti og sjónarhorni. Temja sér viðeigandi framkomu í ræðustól.
Málfræði: Óbeygjanleg orð, Stafsetning: N reglurnar þrjár, Bókmenntir og ritun: Tilvitnanir beinar og óbeinar, heimildaskrá.
3.lota Markmið: Þekkja sagnorð og einkenni þeirra, Þjálfast í að byggja upp efnisgreinar og rökstyðja máls sitt.
Málfræði: Hjálparsagnir, kennimyndabeyging sagna. Stafsetning: i hljóðvarp, hljóðskipti, klofning.
4.lota Markmið: Að leika sér með tungumálið og dýpka þannig skilning sinn á ákveðnum þáttum þess.
Málfræði: Sagnir, Stafsetning: Stofn, Ritun: Uppbygging blaðagreina.
5.lota Markmið: Sagnorð, þekkja helstu gerðir myndmáls og geta greint þær í ljóðum, vita í hverju munur hefðbundinna og óhefðbundinna ljóða er fólginn.
Málfræði: Sagnir, sjálfstæð og ósjálfstæðar, Stafsetning: kvenmannsnöfn sem enda á -unn, Bókmenntir: Ljóð, persónugerving, viðlíking, myndhverfing.
6.lota Markmið: Þekkja einkenni allra hátta sagna og geta greint þá. Vita hvað er átt við með óbeinum og beinum lýsingum og hvernig þær hjálpast að við að skapa persónur í sögum.
Málfræði: Hættir sagna, Stafsetning: Sérhljóðar, Bókmenntir: Rímorð, braglína, ferskeytla
7.lota Markmið: Þekkja helstu orðhluta, hlutverk þeirra í orðmyndun og geta greint þá í nafnorð, lýsingarorð og sögnum. Geta myndað afleidd orð með notkun forskeyta og viðskeyta. Kynnast völdum bókmenntaarfi Íslendinga með því að lesa nokkra Íslendingaþætti, kynna sér efni þeirra og ritunartíma.
Málfræði: Rót, hljóðbreytingar, forskeyti og viðskeyti, stofn og beygingarending, Stafsetning: Stofn.
8.lota Markmið: þekkja helstu hugtök setningarfræðinnar. Átta sig á byggingu örsögunnar og geta samið slíkar sögur, vita hvað hlutlægur texti er og skrifa flugusögu. Þekkja muninn á þjóðsögu, goðsögu og smásögu.
Málfræði: Frumlag, Umsögn, Andlag, Sagnfylling, Einkunn, liðir, bein og óbein ræða, Ritun: Örsaga, Flugusaga.
9.lota Markmið: Rifja upp helstu málfræðiþætti, semja vandaða bókmenntaritgerð samkvæmt fyrirmælum og skila henni tölvuunninni.
Málfræði: Orðflokkagreiningarlykill.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lotupróf, sjálfspróf, verkefnaskil, vinnusemi.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagslegog andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu.Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi. Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulags og umgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar. Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.
Mán. | Viðfangsefni | Námsefni/grunnefni | Hæfniviðmið |
---|---|---|---|
Jan | Frjálsar / Hreysti | Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. | Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda. |
Feb | Körubolti og badminton. | Grunnfærni í boltagreinum og badminton. | |
Mars | Blak, fimleikar og leikir. | Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi. | |
Apríl | Sund | Mat | Lokið stöðluðum prófum. |
Maí | Útiíþróttir | Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. | Áhersla á gleði og leiki. |
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
1. kafli Tölur og algebra
Prósent
- reikna með prósentum og prómillum, túlka
Veldi og ferningsrót
- reikna með veldum
- útskýra og finna hvað ferningsrót er af tölu
- þekkja og nota teningatölu
- tvíundakerfið.
Tugaveldi og tölur á staðalformi
- útskýra hvernig tugakerfi er uppbyggt
- skrifa og reikna með stórum og litlum tölum á staðalformi
- reikna með tugaveldi í verkefnum úr daglegu lífi
Talnamengi
- flokka tölur á talnalínu í mismunandi talnamengi
- þekkja ræðar, óræðar tölur og rauntölur
2. Kafli Föll
Línuleg föll - beinar línur
- finna og þekkja formúlur fyrir beinar línur
- einnig úr daglegu lífi
- búa til gildistöflur og teikna gröf út frá formúlum fyrir beina línu
- vita hvort punktur liggi á tiltekinni beinni línu
Empirísk og ólínuleg föll
- lýsa og bera kennsl á föll
- búa til og nota töflur með raungögnum til að teikna föll í hnitakerfi
- lýsa aðstæðum úr daglegu lífi þar sem föll koma við sögu
3. Kafli Mælingar
Tímaútreikningar
- breyta klst, mín, sek í tugabrot
- reikna út tímamismun
- reikna út tímann í mismunandi tímabeltum
Mælieiningar
- nota réttar mælieiningar
- breyta úr einni mælieiningu í aðra í tengslum við lengd, flatarmál og rúmmál
- reikna með einingum fyrir massa og breyta úr einni einingu í aðra
- velja og nota mælitæki
Nákvæmni og ástundun
- meta hversu nákvæmt tiltekið svar er og nota reglur um námundun
- áætla villur við mælingar
- nota mælitæki og meta villandi heimildir við raunverulegar mælingar
Hlutfallareikningur
- bera kennsl á og reikna með hlutföllum í verkefnum úr daglegu lífi
- reikna með hlutföllum í blöndum
- reikna með vegalengd, hraða og tíma
- reikna með eðlismassa
- reikna með gjaldeyri
4. Kafli Rúmfræði
Flatarmál og ummál
- mæla og reikna út ummál algengra rúmfræðiforma
- mæla og reikna út flatarmál algengra rúmfræðiforma
Rúmfræði hrings
- finna námundagildi fastans pí
- reikna út flatarmál og ummál hrings
- teikna rétthyrnda þríhyrninga með því að nota eiginleika hrings
- teikna með hringfara og reglustiku snertil hrings
- nota rúmfræðiteikningu til að finna miðpunkt hrings
Þrívíð rúmfræðiform og myndir
- þekkja og lýsa réttstrendingi, píramída, keilu, sívalingi og kúlu
- mæla og reikna út yfirborðsflatarmál og rúmmál þrívíðra forma og mynda
- reikna út rúmmál með mismunandi mælieiningum
5. Kafli Tölfræði, líkur og talningarfræði
Einfaldar líkur
- reikna út líkur í einföldum verkefnum sem tengjast hversdagslegum athöfnum
- segja til um líkur með almennum brotum, tugabrotum og prósentum
- sjá mismuninn á jöfnum líkum og ójöfnum líkum
Talningarfræði
- segja til um fjölda mögulegra útkomna tiltekins atburðar
- aðgreina óháða og háða atburði
- reikna út fjölda mögulegra samsetninga atburða
- setja gögn upp í töflur og talningartré
- flokka gögn inn í Vennmynd
- finna sammengi, sniðmengi og fyllimengi í gagnamengjum
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skali 2A nemendabók, Skali 2B nemendabók og Skali æfingahefti
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Í bekknum er unnið eftir dags/vikuáætlun sem gefin er upp á blaði og í mentor á heimavinnuáætlun. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á sínu námi. Nemendur geta unnið í hóp, með öðrum eða einir það fer eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Nemendur vinna úrlausnir verkefna í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.
Nemendur verða að glósa niður í glósubók t.d. hugtök, markmið og sýnidæmi.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Áætlun (skipt niður á daga og vikur) vetrar er sett inn á tímalínu í mentor sem viðhengi hjá bekknum, nemendur fylgja að mestu en samt á sínum hraða.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur taka próf í lok hvers námsþáttar eða kafla. Þannig er hægt að meta hver færni þeirra er í lok hvers námsþáttar.
Nái nemandi ekki tökum á þeirri hæfni sem lögð er til grundvallar er farið frekar í þann námsþátt með viðkomandi nemanda.
Þjálfaðu hugan og bættu þig.
Námsmat er byggt á: símati, prófum, verkefnum, heimadæmum, vinnu í tímum og að halda áætlun.
10. bekkur
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - geta fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju texta af ýmsum toga með fjölbreyttum orðaforða.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um kunnugleg málefni, beitt framburði, hrynjandi og notað algeng orðasambönd í samræðum.
- Frásögn - geta tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir og beitt tungumálinu ásamt orðaforða á eðlilegan hátt.
- Ritun - skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, notað tengiorð við hæfi og nýtt sér frambærilegt mál.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og geri sér grein fyrir mismun á milli svæða og þeirra eigin menningu.
- Námshæfni - geti sett sér raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Kennslubókin Ekko, bæði lesbók og vinnubók, verður notuð til grundvallar og einnig breytileg verkefni úr verkefnabankanum Sådan. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði.
Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil.
Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Nýta kaflann um lífstíl og hreyfingu í Ekko - til að ýta undir áhuga nemenda í hópnum. Vinna kynningu á sjálfum sér, skila bæði hljóði og skrifuðu. Horft á myndefni ásamt verkefnavinnu í tengslum við það. Unnið með samstæðuspil ýmiskonar og orðakeðjur til að auka skilning og orðaforða.
Vorönn - Unnið með námsefnið í bókinni Smil. Málfræðiverkefni og önnur áhersluverkefni frá kennara. Stuttar kannanir í tengslum við hvern þátt sem lagður er fyrir. Skila verkefnum í tengslum við námsefnið úr verkefnabankanum Sådan (óákveðið efni).
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Lagt er upp með að nemendur nái þeim matsviðmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla leggur til að nemendur hafi hæfni í að loknum 10.bekk grunnskóla. Nemendur þurfa að ná tökum og hæfni í viðkomandi þáttum og færni.
- Hlustun - geta fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni.
- Lesskilningur - lesið sér til gagns og ánægju texta af ýmsum toga með fjölbreyttum orðaforða.
- Samskipti - vera samræðuhæfir um kunnugleg málefni, beitt framburði, hrynjandi og notað algeng orðasambönd í samræðum.
- Frásögn - geta tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir og beitt tungumálinu ásamt orðaforða á eðlilegan hátt.
- Ritun - skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, notað tengiorð við hæfi og nýtt sér frambærilegt mál.
- Menningarlæsi - sýnt fram á að þeir þekki til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og geri sér grein fyrir mismun á milli svæða og þeirra eigin menningu.
- Námshæfni - geti sett sér raunhæf markmiðí námi, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu. Ásamt því að efla hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar og aukinnar rökhugsunar.
Lagt er upp með að nemendur hafi hæfni til að tjá sig í daglegu tali og hafi þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu þjóðum og samfélagsgerðum er hafa ensku að móðurmáli. Með því að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og ná tökum á lykilhæfni í enskri tungu verða þeir hæfari til tjáskipta og eiga auðvelt með að bjarga sér til frekara náms og leiks.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Spotlight 10, bæði lesbók og vinnubók. Efni af netinu eftir áhugasviði hvers og eins þar sem unnið er með áhugahvetjandi verkefni. Ásamt þeim tækjum og tólum sem þurfa til skapandi og eflandi vinnubragða.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er útfrá grunnáætlun sem allir fylgja en hver á sinn hátt, tengt stöðu hvers og eins í náminu og áhugasviði.
Nemendur fá einnig tækifæri til að skipuleggja eigin námslotu innan áætlunnar byggða á eigin áhugasviði til að efla áhuga á námsefninu.
Kennt er í lotum þar sem ákveðin verkefni eru lögð til hliðsjónar.
Fyrsta lota er stutt þar sem nemendur vinna einn kafla í lesbók og þau verkefni sem fylgja í vinnubók.
Önnur lota er fjórar vikur þar sem nemendur fá að velja sér umfjöllunarefni til ritunar. Hver og einn þarf að ákveða umfjöllunarefni og skipuleggja námið sitt þessar fjórar vikur. Leggja fram áætlun og standa síðan við skil.
Eina ákveðna verkefnið er að nemendur þurfa að skila niðurstöðu sinni í gegnum ritun en að sjálfsögðu er skipulag og ritun til mats hjá kennara. Skil 30.september.
Þriðja lota eru fimm vikur. Á þeim tíma eru nemendur að vinna að málfræðiverkefnum sem eru aftast í vinnubók Spotlight 10. Að auki mun þessi tími fara í að vinna að myndbanda- og kynningagerð fyrir Nordplus verkefnið sem þeir eru þátttakendur í. Skil á verkefnum/könnunum eru 4.október.
Fjórða lota á haustönn er einnig fimm vikur og munu nemendur á þeim tíma vinna einn kafla í námsbókinni (kennari velur) ásamt þeim verkefnum sem eru í verkefnabók. Að auki verður valin mynd (með boðskap) sem horft verður á og nýtt til frekari umfjöllunar sem nemendur skila sem hljóðefni ásamt því að ræða um myndina saman á ensku.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Haustönn - Kafli 1 í Spotlight 10. Kaflapróf að honum loknum. Verkefnavinna þar sem verkefnalýsingar eru á Mentor og nemendur velja verkefni sem tengist þeim þáttum matsviðmiða sem þeir þurfa að æfa sig í. Skiladagar verkefna í viðhengi inni á Mentor. Að auki málfræðiverkefni frá kennara bæði úr bók og aukaefni.
Vorönn - Áhersla á málfræði og lestur tungumálsins í upphafi árs. Stuttar kannanir í tengslum við hvert áhersluatriði.
Hópverkefni um gerð myndbands í tengslum við Alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnið í 3-5 manna hópum. Aftur lögð áhersla á málfræði og lestur. Loks verkefnavinna sem á eftir að ákveða, en verður tekið ákvörðun um með hópnum.
Athuga: Ávallt er unnið útfrá stöðu hvers og eins. Verkefnin eru valin miðað við hvaða þætti þarf að bæta og eru valin í samráði við nemendur. Markmiðið er að bæta sig í öllum matsviðmiðum erlendra tungumála í Aðalnámskrá Grunnskóla.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Námsmat felst í símati kennari á framförum og framvindu nemanda í leið sinni að því að ná matsviðmiðum Aðalnámskrár.
Regluleg samtöl kennara með nemendum þar sem þeir meta eigin framvindu og ræða þá þætti sem þeir telja að þurfi frekari æfinga við. Stuttar kannanir tengdar málfræðivinnu og vinnu í kennslubók. Skil og vinna við verkefni tengd þeim námsþáttum sem eiga við. Nemendur fá einnig tækifæri til að vinna upp og læra af niðurstöðu námsmats í hverjum námsþætti.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Nemandi geti flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas. Átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi. Nýtt aðferðir þar sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum. Lesið almennan texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað. Beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræð og helstu málfærðihugtökum og gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar færni í máli.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skerpa. Málfinnur, Skriffinnur, Hugfinnur. Kjörbók
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Nemendur vinna í bókum eftir áætlun kennara. Kennari er með innlögn á töflu og nemendur glósa þegar við á. Mikilvægt er að nemendur haldi vel utan um glósurnar. Reglulega verður farið yfir málfræðiatriði eftir því sem þurfa þykir og rifjað upp.
Nemendur vinna ýmist sjálfstætt og í hópum.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Námsefnið er uppbyggt sem lotunám. 10.bekkur þarf að klára 8.lotur sem taka að melaltali 3-4 vikur hver. Nánari tímaáætlanir eru gefnar út og settar inn á mentor. Einnig fá nemendur útprentað eintak af tillögu um vinnufyrirkomulag fyrir hverja lotu fyrir sig.
1.lota Markmið: þekkja einkenni og tilgang hvers orðflokks, auka orðaskilning og færni í málnotkun, öðlast færni í stafsetningu og greinarmerkja setningu, auka ritfærni, kynnast rómantísku stefnunni og átta sig á einkennum hennar.
Bókmenntir: Kjörbók, Rómantík, Nýrómantík, Ritun: Efnisgreinar, Málfræði: Orðflokkagreining, atviksorð og lýsingarorð, fallbeyging, Stafsetning: lítill og stór stafur, sambeyging.
2. lota. Markmið: átta sig á setningarlegum tengslum orðflokka, þjálfast í að byggja upp góðar málsgreinar, kynnast heimildavinnu. Átta sig á einkennum raunsæisstefnunnar.
Bókmenntir: Lilja eftir Halldór Laxnes, Smásögur. Ritun: Þrískipting texta. Málfræði: Forsetningar, samtengingar, atviksorð, orðflokkagreining. Stafsetning: Greinarmerki, blaðagrein.
3.lota Markmið: fær um greina og ræða einkenni sagnorða, tengsl i-hljóðvarps og hljóðskipta við stafsetningu i/y, uppruni þjóðsagna og flökkusagna.
Bókmenntir: Þjóðsögur, Ritun: skapa þjóðsögur, Málfræði: Persónur, áhrifsagnir og áhrifslausar sagnir, Persónuhættir og fallhættir, Stafsetning: y, hljóðvarp,
4.lota.Markmið: Þekkja orðhluta, fundið stofn nafnorða, sagnorða og lýsingarorð, huglæg frásögn.
Bókmenntir: Kjörbók, Englar alheimsins, Ritun: Flugusaga, Málfræði: Orðhlutar, stofn, rót og viðskeyti, afleidd orð, Stafsetning: atkvæði, stofn.
5.lota.Markmið: Þekkja helstu setningarhluta, grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla og mismunandi fréttaflutning. Þjáfla vinnubrögð í framsetningu efnis í ræðu og riti.
Bókmenntir: Dagblaðalestur, túlkun á smásögum, Ritun: frétt, lesendabréf, hugleiðingar, Málfræði: frumlag, umsögn, sagnfylling og andlag, einkunn, bein og óbein ræða, stafsetingarhlutar, Stafseting: n og nn, -an og -unn endingar.
6.lota, Markmið: Efla tengslin við menningararfinn með lestri, verkefnum og umræðu, kynnast íslensku hljóðkerfi og helstu hljóðbreytingum tungumálsins.
Bókmenntir: Gísla saga Sússonar, Ritun: semja íslendingasögu, Málfræði: Sérhljóð og samhljóð, ein og tvíhljóð, framburður, ihljóðvarp, klofning, u- hljóðvarp, Stafsetning: -ng og -nk reglan, áherslusérhljóð, hljóðskipti.
7.lota, Markmið: kynnast því hvernig Biblían hefur haft áhrif á bókmenntir önnur en trúarleg, læra að vinna með texta frá hugmynd að útgáfu, festa í sessi ýmis málfræði og setningaratriði.
Bókmenntir: blogg, Eftir spennufallið eftir Þórarinn Eldjárn, Sköpunarsaga Biblíunnar, ljóð, Ritun: Landkynning, hugarkort, smellusaga. Máfræði: Orðhlutar, nafnorð, veik og sterk beyging, orðflokkagreining. Stafsetning: upplestur.
8.lota Markmið: Kynnast leikritum, leiklestri og áhrifum persónusköpunar, festa í sessi ýmis málfræði og stafsetningaratriði.
Bókmenntir: leikrit, Ritun: semja leikrit, Málfræði: sagnir og kennimyndir,
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Lotupróf, sjálfspróf, verkefnaskil, vinnusemi.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvægöllum börnum. Mikilvægt er að leggja fyrir nemendur verkefni sem efla líkamlega þættisvo sem þol til að takast á við langtíma álag, líkamsstyrk til að takast á við hámarksátök og kyrrstöðuálag, liðleika sem tekur til hreyfanleika og hreyfivíddar í liðamótum. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Það mikilvægasta er þó gleðin og löngunin til að taka þátt og hreyfa sigmeira, bætt líkamsástand og aukið sjálfstraust. Með því að glíma við ögrandi verkefni lærist að þjálfun og ástundun gefur árangur jafnt í íþróttum sem öðru námi.Í skólaíþróttum er tækifæri fyrir hvern nemanda að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Þannig má efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd hvers einstaklings. Leikur með söng og dansi, leikræn tjáning og sköpun þarf að vera hluti af kennslunni, hvort sem þessi atriði eru tekin fyrir í kennslustundum skólaíþrótta, öðrum námsgreinum eða skipulögð sem samþætting tveggja eða fleiri námsgreina. Íþróttir eru vel til þess fallnar að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Leikir og samvinnuverkefni gera þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitssemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Þá verða mörg verkefni eða leikir ekki leystir af hendi nema með samvinnu og samstillingu. Fjölbreytt hreyfinám á sér stað við útiveru, einkum í náttúrulegu umhverfi. Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða náttúrulegt. Nemendur læra að klæðast eftir veðri og undirbúa sig með nesti og öryggisbúnað. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu.
Nemendur verða að fara eftir öryggis-, skipulagsogumgengnisreglum sundstaða og íþróttahúsa.
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Við notumst við íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll með þeim áhöldum sem til þarf. Einnig notum við einstagt umhverfi GBF á Varmalandi til úti íþrótta.
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Hinar ýmsu íþróttagreinar verða kynntar fyrir nemendum í annatímabilum, í gegnum leik og alhliða grunn-, hring- og stöðvaþjálfun. Stuðlað er að því að nemendur iðki íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Líkamsmælingar sem mæla almennan líkamsstyrk verða framkvæmdar tvisvar á vetri, það er píptest, skógarhlaup og kviðæfingar. Nemendur eiga að vera í íþróttafötum í íþróttatímum og fara í sturtu eftir tímann.
Mán. | Viðfangsefni | Námsefni/grunnefni | Hæfniviðmið |
---|---|---|---|
Jan | Frjálsar / Hreysti | Þrek og styrktarþjálfun auk æfinga í frjálsum íþróttum. | Kynning á flestum greinum frjálsra íþrótta ásamt áherslu á að bæta líkamlegt ástand nemenda. |
Feb | Körubolti og badminton. | Grunnfærni í boltagreinum og badminton. | |
Mars | Blak, fimleikar og leikir. | Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvagi og hreyfijafnvagi. | |
Apríl | Sund | Mat | Lokið stöðluðum prófum. |
Maí | Útiíþróttir | Útiíþróttir. Fótbolti, frjálsar, leikir og sund. | Áhersla á gleði og leiki. |
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Hegðun, ástundun og virkni í tímum. Auk þess verður tekið mið af líkamsmælingum og prófum.
Markmið - hvað ætlum við að læra?
1. Kafli Persónuleg fjármál
Laun, fjárhagsáætlun og bókhald
- reikna út laun og skatt
- setja fram skilmerkilega fjáhagsáætlun með töflureikni
- gera greinagott bókhald með því að nota töflureikni
- reikna með VSK
- útskýra útreikninga og kynna fjárhagsáætlun og bókhald
Lán og sparnaður
- reikna út vexti af bankainnistæðu
- reikna út fjölda vaxtadaga
- reikna með vaxtavöxtum
- gera útreikninga varðandi neyslu
- gera útreikninga varðandi notkun kreditkorts
- skilja muninn á mismunandi tegundum lána
- gera útreikninga sem varðar lán með jöfnum afborgunum
Virðisbreyting
- reikna út endurtekna hækkun og lækkun í prósentum
2. Kafli Rúmfræði og hönnun
Þríhyrningsútreikningar
- reikna út lengd óþekktrar hliðar í rétthyrndum þríhyrningi
- reikna út lengd hliða í sérstökum tegundum þríhyrninga
- færa rök fyrir hvers vegna form eru einslaga
- reikna út lengd hliða í einslaga myndum
Landakort og mælikvarði
- finna mælikvarða sem hlutfall milli eftirmyndar og frummyndar
- nota mælikvarða til að reikna út fjarlægðir á landakorti
- búa til og nota vinnuteikningar
Fjarvíddarteikningar
- bera kennsl á og lýsa mismunandi notkun fjarvíddar á myndum og teikningum
- teikna skissur með einum eða fleiri hvarfpunktum
Tækni, listir og arkitektúr
- þekkja nokkrar byggingartæknilegar meginreglur
- þekkja mikilvæga eiginleika þríhyrninga
- útskýra einkenni gullinsniðs
3 Kafli Algebra og jöfnur
Línulegar jöfnur og línuleg jöfnuhneppi
- leysa línuleg jöfnuhneppi með innsetningar-, samlagningar- og teikniaðferð
- setja upp og leysa línuleg jöfnuhneppi sem tengjast aðstæðum úr daglegu lífi
- reikna með formúlum
Bókstafareikningur
- deila með almennum brotum í almenn brot
- reikna með almennum brotum þar sem teljari og nefnari geta innihaldið bókstafi
- þátta algebrustæður
- stytta almenn brot með bókstafsstæðum
Að leysa jöfnur með þáttun. Ferningsreglurnar og ójöfnur
- þátta annars stigs stæður
- nota ferningsreglurnar í báðar áttir
- leysa annars stigs jöfnur með þáttun, ferningsreglunum, samokareglunni og núllpunktsreglunni
- leysa fyrsta stigs ójöfnur
4. Kafli Föll
Annars stigs föll
- bera kennsl á annars stigs föll
- teikna fleygboga út frá fallstæðu
- segja til um topp- eða botnpunkt fleygboga
- finna jöfnu annars stigs falls þegar grafið er þekkt
- lýsa hliðrun fallsins x2 yfir í (x - a)2 + b
Öfugt hlutfall
- sjá tengsl milli hlutfallstærða og stærða sem eru í öfugu hlutfalli hvorar við aðra
- sýna stærðir í öfugu hlutfalli hvorar við aðra á mismunandi vegu
- ganga úr skugga um hvort tvær stærðir eru í öfugu hlutfalli hvor við aðra
- finna topppunkta og botnpunkta nokkurra falla
5. Kafli Líkindareikningur
Frá reynslu til líkinda
- finna líkur með tilraunum
- framkvæma einfalda hermitilraun
Samsettar líkur, fleiri en einn atburður
- reikna út líkur á fleiri en einum atburði samtímis
- gera greinarmun á því að draga hlut með aða án endurtekningar
- finna líkur á andstæðum atburði (fylliatburði)
- greina líkur í mismunandi spilum
Námsefni - hvaða bækur og gögn notum við í náminu?
Skali 3A nemendabók, Skali 3B nemendabók og Skali æfingahefti
Vinnuaðferðir - hvernig vinnum við í kennslustundum?
Unnið er eftir dags/vikuáætlun sem gefin er upp á blaði og í mentor á heimavinnuáætlun. Hver og einn nemandi ber ábyrgð á sínu námi. Nemendur geta unnið í hóp, með öðrum eða einir það fer eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Nemendur vinna úrlausnir verkefna í reiknisbók sem heldur utan um það sem hver og einn hefur unnið.
Nemendur verða að glósa niður í glósubók t.d. hugtök, markmið og sýnidæmi.
Áætlun - hvað vinnum við í kennslustundum?
Áætlun (skipt niður á daga og vikur) vetrar er sett inn á tímalínu í mentor sem viðhengi hjá bekknum, nemendur fylgja að mestu en samt á sínum hraða.
Námsmat - hvað og hvernig er nám og vinna metin?
Nemendur taka próf í lok hvers námsþáttar eða kafla. Þannig er hægt að meta hver færni þeirra er í lok hvers námsþáttar.
Nái nemandi ekki tökum á þeirri hæfni sem lögð er til grundvallar er farið frekar í þann námsþátt með viðkomandi nemanda.
Þjálfaðu hugan og bættu þig.
Námsmat er byggt á: símati, prófum, verkefnum, heimadæmum, vinnu í tímum og að halda áætlun.