Íþróttir og heilsurækt

Skólaíþróttir

Námsgreinin skólaíþróttir gegnir veigamiklu hlutverki í heilsuppeldi og heilsurækt nemendans allan grunnskólann. Skólastarfið þarf því að vera skipulagt til að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda. Með samtengingu námsþátta í skólaíþróttum við aðrar námsgreinar og í skólastarfinu öllu skapast möguleikar til að fá fram jákvæðan skólabrag og það heilsueflandi umhverfi sem til þarf.
Fræða skal nemendur um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar. Tekið er mið af þessu í íþróttakennslu og öllu öðru skólastarfi. Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra.

Nám og kennsla
Í skólaíþróttum er lögð áhersla á að allir nemendur kynnist sem flestum íþróttagreinum á jákvæðan og skemmtilega hátt. Þar sem farið er í grunnfærni og reglur. Áhersla er lögð á boltagreinar, þrek, þol, liðleiki, jafnvægi og fl. Unnið er með hverja grein eftir aldri og getu nemenda. Ákefð og kröfur aukast eftir því sem nemendur eldast.

Almennt á öllum stigum
Skólaíþróttir eru mikilvæg námsgrein til að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta, efla færni þeirra í samskiptum, auka þrek, byggja upp sjálfsmynd, styrkja ákvarðanatöku, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun.

1.-4.bekkur/ yngsta stig
Leikurinn er þungamiðja í kennslu á yngsta aldursstigi en er einnig ráðandi þáttur á öðrum stigum. Leikir og samvinnuverkefni gerir þær kröfur til nemenda að þeir temji sér aga og tillitsemi. Þeir læra einnig að vinna með öðrum og hvetja félaga sína til dáða. Ýtt skal undir að nemandinn hafi frumkvæði að heilsurækt sinni og íþróttaiðkunn utan skólans.
Við skipulaginu kennslunar er lagt áhersla á eftirfarandi: skynhreyfileiki, hlutverkaleiki, hlaupaleiki og markvissar æfingar sem efla skyfæri líkamans og bæta gróf og finhreyfingar. Helstu viðfangsefni í skólaíþróttum á þessu stigi er hlaup, hopp, kast og grip, spyrnur og jafnvægi í kyrrstöðu og á hreyfingu. Kollhnísar og veltur, gripstyrkur, búkstyrkur og stöðugleiki, samhæfing augna, handa -og fóta með og án bolta og þol í hlaupi.

5.-7.bekkur/ miðstig
Aukin áhersla á heilsuuppeldi, líkamsvitund og upplifun nemendans á umhverfi sínu með kennslu utandyra og útivist. Samhliða verklegri kennslu skal á markvissan hátt auka þekkingu nemenda á gildi hreyfingar til heilsuræktar og eigin mati á heilsu sinni. Lögð er áhersla á styrkjandi og liðkandi æfingar sem leggja grunn að þreki og líkamsreisn hvers nemenda. Fjölbreyttar íþróttagreinar og leikir eru góð leið til að ná þessum markmiðum.
Lögð er einnig áhersla á leiknimiðuð markmið af ýmsum toga s.s. í leikfimi, boltafærni, köstum eða stökkum. Lögð er áhersla á stykjandi og liðkandi æfingar sem leggja grunn að þreki og líkamsreisn hvers nemenda.

8.-10.bekkur/ elsta stig
Á unglingastigi er nauðsynlegt að tengja skólaíþróttirnar í auknu mæli við fræðilega umfjöllun við markvissa ástundun heilsuræktar og hollra lífshátta, og þjálfa nemendur í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Bjóða skal nemendum upp á fjölbreytta þjálfun sem nær til alhliða heilsuræktar, almenningsíþrótta og íþróttagreina og gera þá sem mest sjálfstæða við eigin þjálfun.

Skólasund

Meginmarkmið sundkennslunnar er að nemendur verði syndir og geti nýtt sér sundið sem almenna líkams-og heilsurækt.
Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar góð hér á landi. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins.
Meginmarkmið með skólasundi er að allir nemendur læri að synda þannig að þeir geti bjargað sér og öðrum á sundi. Einnig er nauðsynlegt að nemendur fræðist um björgun frá drukknun í sjó, ám eða vötnum.

1.-4. bekkur / yngsta stig
Í skólasundi skal fyrstu tvö árin leggja megináherslu á aðlögun barnsins að vatninu í gegnum leik og æfingar sem efla skynfæri líkamans í vatni. Kynna sundaðferðir og þá sérstaklega fótatök, t.d. í skrið- og baksundi þar sem hreyfingar eru mun einfaldari en bringusundsfótatök. Börn þurfa að upplifa vatnið sem þægilegt umhverfi og gera sér grein fyrir þeim öryggisþáttum sem skipta máli. Aukin áhersla á grunnhreyfingar sundtaka í skriðsundi, bringusundi, skólabaksundi og baksundi í 3.-4.bekk. Nemendur sem ljúka 4.bekk þurfa að hafa öðlast nokkra kunáttu í sundaðferðunum og getað bjargað sér á sundi.

5.-7. bekkur/ miðstig
Leggja skal áherslu á leikniþætti/tækni og kennslu allra sundaðferða og byggja ofan á þann grunn sem fyrir er og gera nemendur þar með vel sundfæra. Aukin áhersla ætti einnig að vera á notkun vatnsins til heilsueflingar með margvíslegum æfingum.

8.-10.bekkur/unglingastig
Áhersla á þátt upplifunar nemenda. Bjóða skal nemendum á fjölbreytta sundtíma þar sem vatnið er notað til alhliða heilsuræktar auk ýmissa leikja svo sem sundknattleiks eða annara bolta- og áhaldaleikja. Einnig skal auka vægi björgunarþátta.