Leiðsagnarmat

Mat á frammistöðu

Þegar lagt er mat á frammistöðu eða framfarir nemenda, með hliðsjón af markmiðum skólans, skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá eru metnar framfarir hans, dugnaður og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu.

Nemendur í 3. – 10. bekk eru virkir í matinu og meta sig sjálfir í hverjum þætti þess. Nemendur vinna sjálfsmatið heima með aðstoð foreldra.

Sjálfstæði og ábyrgð

Nemandi:
  • sýnir áhuga og tekur frumkvæði
  • vinnur sjálfstætt
  • tekur ábyrgð á námi sínu
  • vinnubrögð

Virðing og samhugur

Nemandi:
  • ber virðingu fyrir umhverfi
  • sýnir samstarfshæfni
  • ber virðingu fyrir skólafélögum
  • ber virðingu fyrir starfsfólki

Uppfært 08/2016