Námsmat í íþróttum

Námsmat í íþróttum miðar að því að afla öruggrar vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstökum nemendum gengur að ná settum markmiðum. Megintilgangur námsmatsins er því að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram.

Um vetrareinkunnir

Þar sem því verður við komið í námsgreinum 7. – 10. bekkjar skal hluti námsmats vera vetrareinkunn. Vetrareinkunn byggist á vinnuframlagi og áhuga nemanda í viðkomandi grein yfir veturinn. Skal taka tillit til verkefnaskila nemandans, frammistöðu hans í námskönnunum, undirbúnings fyrir kennslustundir og hvort nemandi mætir með námsgögn í kennslustund.