Námsmat í list- og verkgreinum

Hver nemandi er eina önn eða eina lotu í hverri verkgrein og fær niðurstöður námsmats í viðkomandi grein að henni lokinni. Námsmat verður sett fram í einkunn, umsögn og mati á frammistöðu. Mat fer fram jafnt og þétt alla önnina og tekur til þeirra námsmarkmiða er sett eru fram í bekkjarnámskrá og einnig til frammistöðumarkmiða. Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda.

Uppfært 07/2014