Nemendafélag

Aðalstjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarfjarðar er skipuð fulltrúum frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi í 8. – 10. bekk. Skal hún vera ráðgjafi skólastjórnenda um ýmis málefni nemenda, t.d. félagsmál, tómstundir og starfsaðstöðu. Félagið fundar vikulega ásamt umsjónarmanni félagsins. Nemendafélagið er í góðum samskiptum við deildarstjóra og sér um að skipuleggja það starf sem fellur beint undir skólann. Sumir viðburðanna eru sameiginlegir fyrir deildirnar en aðrir eru í hvorri deild fyrir sig. Meðal þess sem nemendafélagið stendur fyrir og sér um að skipuleggja er: árshátíð, árbók, hrekkjavökugleði, öskudagsgleði, skólapeysusala, bíókvöld og böll svo eitthvað sé nefnt.

Stjórn nemendafélags GBF skólaárið 2020-2021 skipa:

Inger Eyjólfsdóttir,
Skírnir Ingi Hermannsson,
Isaac Logi Diaz,
Salka Rún Gunnarsdóttir,
Sigurður Örn Davíðsson,
Steinunn Lára Skúladóttir,
Sveinn Svavar Hallgrímsson.