Í lögum um grunnskóla segir: „Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendaráð hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Aðalstjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarfjarðar eða NGBF, er skipuð fulltrúum frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi í 8. – 10. bekk. Skal hún vera ráðgjafi skólastjórnenda um ýmis málefni nemenda, t.d. félagsmál, tómstundir og starfsaðstöðu. Félagið fundar vikulega ásamt umsjónarmanni félagsins.
Nemendafélagið er í góðum samskiptum við deildarstjóra og sér um að skipuleggja það starf sem fellur beint undir skólann. Sumir viðburðanna eru sameiginlegir fyrir deildirnar en aðrir eru í hvorri deild fyrir sig.
Meðal þess sem nemendafélagið stendur fyrir og sér um að skipuleggja er: árshátíð, árbók úskriftarhóps, hrekkjavökugleði, öskudagsgleði, skólapeysusala, bíókvöld og böll svo eitthvað sé nefnt.
Markmið ráðsins
Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að ráðið fái aðstoð eftir þörfum.
Starfsreglur nemendaráðs GBF
· 1. grein. Ráðið heitir Nemendaráð Grunnskóla Borgarfjarðar og er skammstafað NGBF
· 2. grein. Tilgangur ráðsins er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.
· 3. grein. Í upphafi hvers skólaárs eru fulltrúar NGBF valdir. Í nemendaráði skulu sitja 6 fulltrúar. Frá Varmalandi koma 3 fulltrúar og 3 fulltrúar frá Kleppjárnsreykjum úr 8. – 10.bekk. Val fulltrúa í nemendaráð skal fara þannig fram að auglýst er eftir framboðum frá hvorum stað og skrá áhugasamir nöfn sín á kosningablöð. Nemendur kjósa síðan fulltrúa sinn í leynilegri kosningu.
Umsjónarmaður nemendaráðs sér um kosningar og kynningu á úrslitum.
· 4. grein. Allir fulltrúar vinna sameiginlega að málefnum nemenda og ekki er skipað í sérstök hlutverk innan ráðsins.
· 5. grein. Nemendaráðið getur staðið fyrir atburðum og uppákomum til fjáröflunar. Ágóða sem verður til við slíkan rekstur skal fyrst og fremst varið til kaupa á búnaði eða afþreyingu fyrir félagsstarf nemenda.
· 6. grein. Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi við skólann. Nemendur geta snúið sér til fulltrúa í nemendaráði til að koma málum á framfæri við skólastjórnendur og/eða skólaráð.
· 7. grein. Nemendaráð kemur saman til fundar einu sinni í viku. Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs. Reynt er eftir fremsta megni að hittast á fundi og skipts á að vera á Varmalandi eða Kleppjárnsreykjum. Einnig er fjarfundarbúnaður virkjaður.
· 8. grein. Nemendaráðið skal hafa aðila úr starfshópi Grunnskóla Borgarfjarðar sem umsjónarmann. Umsjónarmaður aðstoðar nemendaráð og er tengiliður þess við stjórnendur skólans og aðra starfsmenn. Umsjónarmaður sér um að halda fyrsta fund ráðsins, skipulagningu og um útfærslu hans.
Stjórn nemendafélags GBF skólaárið 2021-2022 skipa:
Isaac Logi Diaz,
Salka Rún Gunnarsdóttir,
Sigurður Örn Davíðsson,
Skírnir Ingi Hermannsson,
Steinunn Bjarnveig Eiríksdóttir Blöndal
Sveinn Svavar Hallgrímsson.