Skólabókasafn

Á safninu er vinnuaðstaða fyrir nemendur og einnig er þar lítill setkrókur með sófa þar sem notalegt er að sitja og glugga í bók.

Netfang: bokasafn@gbf.is

Afgreiðslutími

Bókasafnið er opið virka daga frá 8.15 – 16.00.

Markmið starfsemi skólabókasafnsins eru m.a. að:

– efla upplýsinga-, miðla- og menningarlæsi.
– aðstoða nemendur og starfsfólk við upplýsingaöflun.
– stuðla að sjálfstæði nemenda við upplýsingaleit og heimildavinnu.
– vekja áhuga nemenda á bókmenntum og lestri góðra bóka.

Safnkostur

Á safninu er að finna skáld- og fræðirit skólans. Jafnframt eru þar tímarit sem keypt eru í áskrift, mynd- og hljóðdiskar og nýsigögn ýmiss konar. Safnkostur er skráður í landskerfi bókasafna.
Spjaldtölvur eru varðveittar á safni og skráðar þar.

Útlán og skil

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið lánaðar bækur og önnur gögn. Útlánstími er að öllu jöfnu tvær vikur.

Á safninu höfum við í huga að:

  • Ganga hljóðlega um og trufla ekki aðra.
  • Fara vel með bækur og önnur safngögn.
  • Ganga frá eftir okkur, setja borð og stóla á sinn stað.
  • Öll útlán skal skrá.
  • Matur og drykkur er ekki leyfður á safninu.