Benjamín dúfa

Höfundur er Friðrik Erlingsson.

Sagan greinir frá viðburðaríku sumri í lífi vinanna Benjamíns, Rólands, Baldurs og Andrésar. Þeir eru á aldrinum 9 – 11 ára og búa í litlu borgarhverfi þar sem ógn stendur af Helga svarta og öðrum hrekkjusvínum. Þegar Helgi hengir köttinn hennar Guðlaugar gömlu, verndara lítilla drengja, koma vinirnir fjórir saman og stofna Reglu rauða drekans til að berjast gegn ranglæti heimsins. Um hríð er hver dagur ævintýri líkastur en svo sinnast Andrési við strákana og stofnar svörtu fjöðrina með öðrum strákum. Skyndilega er saklaus leikur orðinn að köldum raunveruleika þar sem barist er af fullri hörku og endirinn er aðeins einn. Dauði Baldurs er óumflýjanlegur og vinum hans dýrkeypt reynsla sem mun fylgja þeim ævilangt. (Söguþræðir, bls. 29.)