Djöflaeyjan

Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan komu fyrst út 1983 og 1985 og náðu strax geysimiklum vinsældum. Sögurnar fjalla um Reykjavík eftirstríðsáranna; skrautlegt mannlíf í braggahverfi og allt það umrót sem örar samfélagsbreytingar höfðu í för með sér. Söguhetjur bókanna eru meðal minnisstæðustu persóna í íslenskum skáldskap síðari ára og uppákomurnar ævintýralegar, enda er frásagnargleðin helsta kennimark höfundarins. Hér eru þessar tvær skáldsögur Einars Kárasonar saman í einni bók með formála eftir Auði Jónsdóttur rithöfund.