Sagan greinir frá tvíburunum Óla og Lóu sem fæðast á síldarárunum. Þau alast upp með „peningalykt“ í vitunum og síldarhreistur bak við eyrun í litlum bæ sem er á valdi þessa litla, silfraða fisks.
Svo vaxa krakkarnir úr grasi og erfa landið eins og krakkar gera á Íslandi. Og alltaf er verið að sækja sjóinn þótt aðferðirnar breytist. En eitt er það sem ekki breytist – þegar bátarnir koma drekkhlaðnir að landi þá flýgur fiskisagan.
Hrönn Arnarsdóttir myndskreytti söguna.