Iðunn og eplin

Söguna byggir höfundur á frásögn í Snorra Eddu. Guðir fornmanna eru nefndir æsir og búa í Ásgarði. Meðal þeirra eru Óðinn, Þór, Týr, Bragi og Loki. Iðunn heitir kona Braga og á hún öskju með töfraeplum. Þau gera æsi unga á ný ef þeir neyta þeirra. Loki er svikull og lokkar Iðunni út í skóg. Þar bíður jötunninn Þjassi sem breytir sér í örn og rænir Iðunni Þetta kemur sér illa fyrir æsi og skipa þeir Loka að frelsa Iðunni. Hann fer í valslíki til bústaðar Þjassa, breytir Iðunni í valhnetu og skilar henni heim. Æsir verða ungir á ný og gleðin ríkir aftur í Ásgarði (Söguþræðir).

Búi Kristjánsson myndskreytti