Kóngar í ríki sínu

Skólanum er lokið og frjálsræði sumarsins tekið við. Vinirnir Lalli og Jói eru að verða tíu ára. Þeir eru frá ólíkum heimilum. Jói ræður sér að mestu sjálfur þar sem mamma hans vinnur allan daginn í frystihúsinu. Amma Kata hefur enga stjórn á honum en hún hefur ráð undir rifi hverju þegar á þarf að halda. Mamma Lalla er alltaf heima og fylgist náið með syni sínum honum til armæðu en það breytist þegar litla systir kemur í heiminn því þá snýst allt um hana. Jói og Lalli taka að sér villikött og fá hreppstjóraleyfi til að smíða kofa á auðu svæði. Hrekkjusvín tefja kofasmíðina en vinirnir koma með krók á móti bragði og framkalla draugagang og jafna þar með leikinn. Kofinn og umhverfi hans er ríki félaganna. Þar eru þeir öllum stundum um sumarið ásamt kettinum Bröndu og hundinum Rolu og um haustið færa þeir mæðrum sínum nýuppteknar kartöflur og rófur úr garðholunni sinni. (Söguþræðir)

Brian Pilkington myndskreytti.