Morð er tilkynnt á flugvallarhótelinu og Einar blaðamaður er rifinn upp úr rúminu til að flytja fréttirnar fyrstur allra.
Af tilviljun fær hann að heyra ýmislegt sem starfsfélagarnir heyra ekki og verður óvænt helsti heimildamaður þjóðarinnar um þennan hrottalega glæp. Einari er falið að fylgja málinu eftir og hann anar af stað. Ekki grunar hann þá hvaða óvæntu hlutir eiga eftir að koma í ljós.
Nóttin hefur þúsund augu er fyrsta bók höfundar í flokki spennusagna um blaðamanninn Einar.